Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 8

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 8
Dráttarbrautin í smíSum. Hversu hröð atvinnuþróunin á Isa- firði varð upp úr aldamótunum má nokkuð ráða af íbúafjöldanum, sem birtur er í töflu 1. TAFLA I íbúafjöldi á ísafirði 1901—1963 Ár íbúafjöldi 1901 1220 1910 1854 1920 1980 1930 2533 1940 2833 1950 2808 1960 2714 1963 2722 Tölurnar bera með sér, að á ára- tungunum 1940—1960 hefur íbúa- fjöldinn staðnað og þó heldur farið aftur. Þessi þróun er ekkert einsdæim, heldur einkennandi fyrir marga kaup- staði og kauptún. í sumum titvikum má rekja hana til lágra atvinnutekna og ónógra atvinnutækifæra, einkum vegna tímabundins aflaleysis, en stór- an þátt á þó sú þj óðfélagslega bylting, sem átti sér stað á þessum tímum og skapaði talsvert los og flutning til þéttbýlisins á suðvesturlandi. Á allra síðustu árum hefur fólksfjöldinr. hins vegar aukizt lítillega, enda hefur a!- vinna aukizt vegna fiskveiða og fisk- iðnaðar. Þá hafa tæmzt byggðir á nyrztu fjörðum og nágrenni ísafjarð- ar og hefur að líkindum stærsti hluti þeirra, sem þar bjuggu, flutt til ísa- fjarðar. Hlutur iðnaðarins í atvinnulífi Isafjarðar í dag Af ofangreindu yfirliti má ráða, að iðnaður á ísafirði hafi eflzt í skjóli sjávarútvegs og verzlunar. Handiðn- aður til framleiðslu og viðgerða hef- ur eflzt með auknum framleiðslu- tækjum í sj ávarútvegi, og bætt lífs- kjör hafa aukið eftirspurnina eftir handiðnaði til þjónustu og fram- leiðslu (t. d. íbúðabygginga). Þá hef- ur verksmiðjuiðnaður risið upp til frekari vinnslu á aðalhráefninu, fisk- aflanum. í fyrirtækjatali fyrir iðnað á ísa- firði, sem birtist samhliða þessari grein (sjábls. 44), má sjá, að fyrir- tæki í verksmiðjuiðnaði eru 13 tals- ins, þar af átta í fiskiðnaði, eitt í mat- vælaiðnaði, sem vinnur úr innfluttu hráefni, þrj ú, sem framleiða vörur fyr- ir byggingariðnaðinn og selja vöru sína á aðalmarkaðssvæði landsins, og eitt saumafyrirtæki, er framleiðir fyr- ir stærri markað en ísafjörð. Af hand- iðnaðarfyrirtækjum annast 24 þeirra framleiðslu eða nývinnu, en hafa jafnframt með höndum viðhald og viðgerðir. Sjö þeirra annast viðgerðir eingöngu og níu þeirra eru þjónustu- fyrirtæki. Samkvæmt lauslegri ágizk- un starfsmannafjölda iðnfyrirtækja á ísafirði um þessar mundir má ætla að hátt á fimmta hundrað manns hafi þar atvinnu nú. Gleggra yfirlit yfir þátt iðnaðarins í atvinnulífi ísfirðinga í dag mætti fá með athugun á atvinnuskiptingunni þar, en svo illa vill til, að Hagstofu íslands hefur enn ekki gefizt ráðrúm til að vinna endanlega úr aðalmann- talinu 1960, þar sem upplýsingar eru um atvinnuskiptinguna, svo að síð- ustu tölur eru 14 ára gamlar eða frá árinu 1950. Þær gefa til kynna, að skipting alls fólksfj öldans á ísafirði það árið, eftir því úr hvaða atvinnu- vegi framfærendur höfðu tekjur sín- ar, hafi verið eftirfarandi: TAFLA II Atvinnuskipting á Isafirði 1950 íbúafjöldi Atvinnugrein framfærður landbúnaður..................... 42 fiskveiðar..................... 710 iðnaður........................ 706 byggingar og vegagerð .... 321 rafmagns- og vatnsveitur . . 37 verzlun........................ 279 samgöngur ..................... 224 þjónustustörf ................. 313 eignir og opinberir styrkir . . 176 2808 þar af karlar.............. 1420 og konur................... 1388 fæddir á ísafirði af þeim .. 1407 Árið 1950 hefur iðnaðurinn annan mesta mannfjölda framfærðan og munar litlu á honum og fiskveiðum. Ef rétt reynist, að starfsmenn í iðn- fyrirtækjum á ísafirði nú séu á fimmta hundrað og gert sé ráð fyrir að meðaltali þriggja manna fjöl- skyldustærð, má telja víst, að iðnað- urinn sé nú orðinn sá atvinnuvegur, sem framfærir flesta íbúa ísafjarðar. Sönnun fyrir því mun væntanlega fást innan nokkurra ára,þegarvinnslu aðalmanntalsins 1960 er lokið, en þegar að því rekur kann að vera að hlutföll hafi breytzt. Aðstaða til iðnrekstrar á Isafirði í dag Ætlunin er að gefa hér stutt yfirlit yfir helztu ytri aðstæður fyrir iðn- rekstri á ísafirði, eins og viðhorfin eru nú. 42 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.