Iðnaðarmál - 01.04.1964, Page 33

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Page 33
Replacement value theory Mr. Steven Deijs, Auditor of the Treasury Head of the Department Amsterdam Stjórnun og ríkisrekstur Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri. Þátttakendur, er voru um sjötíu, létu í Ijós áhuga og óskir um fram- hald slíkrar starfsemi félagsins og þótti ráðstefnan hafa verið tímabær og tekizt mjög vel. Utgófustarfsemi Stj órnunarfélagið gefur út Félags- bréf, eftir því sem tilefni er til. Félagsbréfið er nú gefið út í 800 eintökum og sent félagsmönnum o. fl. En í ritinu eru ýmsar fréttir af félags- starfinu, upplýsingar og erindi. Á síð- astliðnu starfsári voru gefin út tvö Félagsbréf, nr. 9 og 10, alls 98 les- málssíður í stærðinni A5. Aðild að alþjóðasamtökum — utanferðir Stjórnunarfélagið hefur samband við stjórnunarfélög víðs vegar um heim og er aðili að alþjóðasamtökum stjórnunarfélaga, er nefnast Comité International de l’Organisation Sci- entifique — CIOS —. Aðalskrifstof- ur CIOS eru nú til húsa í Geneve, Sviss. Af hálfu félagsins á Jakob Gísla- son raforkumálastjóri, formaður SFÍ, sæti í framkvæmdaráði CIOS. í maímánuði 1964 sótti Jakob Gíslason á vegum SFÍ eftirtalda al- þjóðafundi: 1) Fund stjórnarnefndar CIOS í Kurhaus, Schaeveningen. 2) Fund framkvæmdanefndar CECIOS í Haag, en CECIOS er Evrópudeild CIOS. Frá setningu ráðstcfnu um opinbera stjórnun. Ymis önnur mól Fljótlega eftir stofnun SFÍ var kos- in nefnd til þess að vinna að almennu samkomulagi um vinnurannsóknir. Að ósk rammasamningsnefndar Al- þýðusambands íslands, Félags ísl. iðnrekenda og Vinnuveitendasam- bands íslands var skipuð sameiginleg nefnd Iðnaðarmálastofnunar íslands og Stjórnunarfélags íslands, til þess að semja drög að samkomulagi um undirbúning og framkvæmd vinnu- rannsókna. 30. apríl hafði nefndin lokið störfum, og voru drög að ofan- greindu samkomulagi lögð fyrir Al- þýðusamband íslands, Félag ísl. iðn- rekenda og Vinnuveitendasamband Islands. Nefndin starfaði undir forsæti Sveins Bj örnssonar, en auk hans voru í nefndinni Benedikt Gunnarsson og Sigurður Ingimundarson. Af hálfu SFÍ hefur Sverrir Júlíus- son rekstrarhagfræðingur átt sæti í pappírsstöðlunarnefnd Iðnaðarmála- stofnunar tslands. Félagið starfrækir skrifstofu að Laugavegi 116, III hæð. Á. Þ. Á. Nokkrir þátttakenda í ráðstefnunni um opinbera stjórnun taka upp léttara hjal. IÐNAÐARMÁL 67

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.