Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Side 2

Fréttatíminn - 08.05.2015, Side 2
Fjölmenningu fagnað U m 90 þúsund manns greiddu samtals 18 milljónir fyrir salernisnotkun á Þingvöllum í fyrra. Salernisgjaldið er 200 krónur á mann en frítt er fyrir yngri en 18 ára. Ólafur Örn Haralds- son þjóðgarðsvörður segir það fjarri að gróði sé af sal- ernisgjöldunum því kostnað- urinn sem kemur á móti hafi á síðasta ári einnig numið um 18 milljónum, þar af kosti þrif á salernunum um milljón á mánuði. Vorið 2011 var tekin í notkun ný salernisaðstaða á Hakinu við Almannagjá á Þingvöllum og samhliða því var tekið upp salernisgjald. Salernum var þá fjölgað um átján en voru fimm áður, og segir Ólafur að frárennslis- búnaðurinn hafi kostað á bilinu 12-15 milljónir með öllu en sá búnaður sé löngu kominn yfir þolmörk. „Salernisaðstaðan á Hakinu er mjög glæsi- leg og þar getur fólk þvegið á sér hendurnar með ekki ómerkara útsýni en yfir Botns- súlur og Skjaldbreið. Við leggjum mikið upp úr að salernin séu hrein og snyrtileg og því eru þau þrifin þrisvar til fjórum sinnum á dag. Það var tuga milljóna króna fjárfesting að leggja í þessar breytingar og ljóst að ekki væri hægt að byggja nýja salernisaðstöðu nema til kæmi salernisgjald. Þetta gjald er hóflegt enda er okkur sem opinberri stofnun ekki heimilt að hafa tekjur af gjaldtökunni heldur er henni ætlað að koma til móts við rekstarkostnað. Þetta eru því 18 milljónir í brúttótekjur,“ segir Ólafur. Auk þrifa felst hluti rekstrarkostnaðar í tæmingum á rotþró og endurnýjun á búnaði. „Vegna þess hveru mikil aukning hefur verið á ferðamönnum þarf að tæma rotþróna mun oftar en áætlað var og löngu kominn tími á að endurnýja hana,“ segir hann. Ólafur bendir á að í fyrra hafi um sex til sjö hundruð þúsund gestir komið á Þingvelli en aðeins um 90 þúsund sem hafi borgað fyrir salernisnotkun. „Við höfum því miður fjölmörg dæmi um að fólk svindli sér inn á salernin án þess að borga. Starfsfólk okkar hefur orðið vart við að gestir ýmist skríði undir gjaldhliðið, klofi yfir það eða haldi því opnu fyrir aðra eftir að þeir fara í gegn. Þetta eru jafnvel einstaklingar sem halda á lofti þeirri persónulegu skoðun að það eigi ekki að rukka fyrir salernisnotkunina,“ segir Ólaf- ur og svarar því aðspurður að þetta séu bæði innlendir og erlendir aðilar. Þá tekur hann fram að innan Þjóðgarðsnefndar sé verið að skoða aðrar leiðir til gjaldtöku fyrir veitta þjónustu á Þingvöllum en segir ótímabært að fara nánar út í það. „Það verður hins vegar aldrei selt inn á Þingvelli. Hér erum við ein- göngu að tala um þjónustugjöld,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  GælUdýr TæpleGa 40% heimila með GælUdýr Kattaeign til vinstri Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru líklegri til að búa á heimili með hundi en þeir sem ekki styðja ríkisstjórnina. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niður- stöðum nýrrar könnunar á vegum MMR á gæludýraeign landsmanna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 20% að hundur væri á heimilinu en 18% sögðu að köttur væri á heimilinu. Þá er hundur á heimili 28% þeirra sem styðja ríkisstjórnina en aðeins 17% þeirra sem styðja ekki ríkis- stjórnina búa með hundi. Hundaeign er mest meðal stuðnings- manna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks en minnst hjá Pírötum. Kattaeign er hins vegar mest hjá stuðningsmönnum Vinstri grænna og Pírata en minnst hjá framsóknarmönnum. Hundar voru algengari á heimilum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæð- inu. Þannig sögðu 23% þeirra sem búsett voru á landsbyggðinni að það væri hund- ur á heimilinu, samanborið við 18% þeirra sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu. Önnur algeng gæludýr á heimilum á Íslandi voru fiskar (4%), fuglar (4%) og nagdýr (2%). Í heild reyndust þó gæludýr vera á minnihluta heimila á Íslandi – en 61% aðspurðra sögðu að ekki væri gælu- dýr á þeirra heimili. -eh Hundar og kettir eru algengustu gæludýrin á heimilum landsmanna, og raunar var enginn stuðningsmaður Fram- sóknarflokksins, sem svaraði könnun MMR, sem átti önnur dýr. NordicPhotos/Getty Borguðu 18 milljónir fyrir salernisferðir á Þingvöllum Ferðamenn á Þingvöllum greiddu 18 milljónir fyrir salernisnotkun í fyrra en ferðin kostar 200 krónur. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir þetta alls enga tekjulind heldur þjónustugjald sem standi undir rekstrarkostnaði. Þrif á salernum kosti til að mynda um milljón á mánuði. Dæmi eru um að fólk svindli sér inn á salernin með því að skríða undir gjaldhliðin eða klofi yfir þau. Ólafur Örn Har- aldsson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum. Mynd/GVA Salernisaðstaðan er á Hakinu við Almannagjá á Þingvöllum þar sem stórkostlegt útsýni blasir við. NordicPhotos/Getty Áður voru 5 salerni en árið 2011 var reist ný salernisbygging og salernunum fjölgað um 18. Mynd úr einkasafni  FerðaþjónUsTa Gjald nýTisT Til að reka salernisbyGGinGUna Fjölbreytileikanum verður fagnað í Reykjavík á morgun, laugardaginn 9. maí, þegar Fjölmenningarhátíð verður sett í fimmta sinn. Hátíðin, sem sló aðsóknarmet í fyrra með 10.000 gesti, verður sett klukkan 13 á Skólavörðu- holti en þaðan mun litrík skrúðganga halda í Ráðhúsið. Þar verður hægt að sækja hina ýmsu viðburði og þjóð- legir réttir verða á borðum. Í Tjarnarbíó mun Sirkús Íslands og aðrir listamenn stíga á svið. Í Iðnó verður boðið upp á skemmtidagskrá fyrir börn og þar mun leikhópurinn Lotta flytja söngva syrpuna sína. Börnum mun einnig gefast tækifæri á að fara inn í fjölþjóðlega hvelfingu, hitta trúða og fá blöðrur, sápukúlur, andlitsmálningu og upp- lifa heilmikið af fjölþjóðlegu fjöri. SAF vill uppbyggingu í gegnum fjárlög Samtök ferðaþjónustunnar lýsa í frétta- tilkynningu yfir ánægju sinni með að ráðherra ferðamála hafi tekið þá ákvörðun að draga allar hugmyndir um nátt- úrupassa til baka og taka samtökin undir þá tillögu ráðherra að uppbyggingin verði fjármögnuð í gegnum fjárlög. Stjórn SAF bendir á að um næstu áramót fari ferða- þjónustan öll inn í virðisaukaskattskerfið og muni þannig tryggja ríkissjóði enn frekari tekjur. Þar af leiðandi telur stjórn SAF að það sé eðlilegt að uppbygging og viðhald ferðamannastaða sé sett í forgang og að stjórnvöld tryggi strax opinbert fjármagn til nauðsynlegrar uppbyggingar grunnþjónustu ferðamannastaða. Konur þriðjungur stjórnarmanna stórra fyrirtækja Í lok árs 2014 voru konur 25,5% stjórnar- manna fyrirtækja sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá, sem er hækkun upp á 0,4 prósentustig frá fyrra ári. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja var á bilinu 21,3% til 22,3% á árunum 1999 til 2006, en hefur farið hækkandi frá árinu 2007, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Konum hefur fjölgað mikið í stjórnum stærri fyrirtækja undanfarin ár. Árið 2014 voru konur þriðjungur stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri, til samanburðar við 12,7% árið 2007 og 9,5% árið 1999. Árið 2010 voru samþykkt lög um að hlutfall hvors kyns skyldi vera yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn, og tóku þau að fullu gildi 2013. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 14% í mars Gistinætur á hótelum í mars voru 216.900 sem er 14% aukning miðað við mars 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 86% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 19% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkar um 8% milli ára, að því er Hagstofan greinir frá. Flestar gistinætur á hótelum í mars voru á höfuðborgarsvæðinu eða 156.700 sem er 8% aukning miðað við mars 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 31.000. Erlendir gestir með flestar gistinætur í mars voru; Bretar 70.600, Bandaríkjamenn með 41.200, og Þjóð- verjar með 17.500 gistinætur. 2 fréttir Helgin 8.-10. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.