Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Page 14

Fréttatíminn - 08.05.2015, Page 14
M ér kom mest á óvart hvað álagið er mikið í blaða-mennsku og hvaða fórn- ir fólk er tilbúið til að færa fyrir starfið,“ segir Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir sem rannsakaði starfsaldur, álag og kynjamismun- un hjá íslenskum blaðamönnum í lokaverkefni sínu í mannauðsstjór- nun hjá Háskóla Íslands. Lokaverk- efnið bar yfirskriftina „Ég fórnaði bara öllu“ en þó flestir viðmælendur hennar litu á fórnir í einkalífi og fjöl- skyldulífi sem hluta af lífsstíl blaða- manns þá fannst þeim ekki öllum starfið vera þess virði. „Þessi titill er bein tilvitnun í blaðamann sem fannst fórnin ekki vera þess virði,“ segir hún. Svanhvít hefur um árabil starfað á fjölmiðlum, fyrst sem blaðamaður en síðan sem mannauðsstjóri. „Ég fór að taka eftir og fannst undarlegt hvað það voru hlutfallslega fáar kon- ur sem störfuðu við blaðamennsku og hvað það voru fáar konur yfir fer- tugu. Ég fékk þá hugmynd að rann- saka þetta sérstaklega og þegar ég síðan fór í nám ákvað ég að láta hugmyndina verða að veruleika,“ segir hún. Svanhvít tók viðtöl við 12 einstaklinga, karla og konur, sem ýmist starfa við fjölmiðla eða hafa hætt í blaðamennsku. Hún safnaði einnig tölfræðigögnum og komst að því að konur eru tveir þriðju þeirra sem útskrifast með fjölmiðlafræði- menntun á háskólastigi á Íslandi en voru aðeins þriðjungur af þeim sem starfa á fjölmiðlum þegar rannsókn- in var birt, vorið 2014. Blaðamennskan er lífsstíll „Aldursdreifingin á blaðamönnum gefur til kynna að þeir komi inn í fagið á meðan þeir eru í háskóla eða stuttu eftir það, en konurnar eru flestar farnar úr starfinu fyrir fertugt,“ segir Svanhvít. Hún segir erfitt að alhæfa um ástæður þess að fólk, og þá sérstaklega konur, hættir í blaðamennsku. „Nánast allir við- mælendur mínir töluðu um hvað launin væru lág og hversu erfitt væri að samræma starfið fjölskyldu- lífi, en konurnar töluðu líka mikið um álagið í vinnunni og hvað álagið hafði mikil áhrif á þær. „Ein talaði um að gera reglulega streitupróf á sjálfri sér og hún vissi að ef hún mundi ekki lengur símanúmerið sitt þá var hún komin að hæstu streit- umörkum. Einn blaðamaður talaði um að hann myndi ekki eftir fjór- Flestar fréttakonur hætta fyrir fertugt Íslenskir blaðamenn líta almennt á starfið sem lífsstíl og eru því tilbúnir til að færa ýmsar fórnir, þrátt fyrir mikið álag og lág laun. Þetta er niðurstaða Svanhvítar Ljósbjargar Guðmunds- dóttur sem rannsakaði starfsaldur, álag og kynjamismunun hjá íslenskum blaðamönnum. Konur tala hins vegar meira um þau neikvæðu áhrif sem álagið hefur á þær, konur eiga erfiðara uppdráttar í karllægri vinnumenningu og flestar eru þær hættar í blaðamennsku um fertugt. Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir rannsakaði starfsaldur, álag og kynja- mismunun hjá íslenskum blaðamönnum í lokaverkefni sínu í mannauðsstjórnun hjá Háskóla Íslands. Hún komst að því að flestar konur hætta í blaðamennsku fyrir fertugt og tala konur meira um áhrif álags í vinnunni en karlmenn. Mynd/Hari um mánuðum úr lífi ungrar dóttur sinnar vegna vinnuálags og streitu, og ein talaði um að hún hefði vegna álags lokað sig af grátandi inni á klósetti og ekki getað klárað vinnu- daginn,“ segir Svanhvít. Hún bendir á að flestir blaða- menn sem taka starfið alvarlega séu afar ástríðufullir en engu að síður hafi komið henni á óvart hverju fólk var tilbúið til að fórna, sérstaklega í ljósi þess hvað flest- ir voru ósáttir við launin. „Blaða- mennskan, eins og ýmsar aðrar starfsgreinar, verður að lífsstíl og fólki fannst það almennt eðlilegur hluti af blaðamennskunni að taka vinnuna með sér heim, skoða tölvu- póstinn í símanum meðan það er í Bónus og missa af hátíðisdögum með fjölskyldunni vegna vinnu,“ segir hún. Konur þurfa frekar að sanna sig Svanhvít telur að menningin inni á fréttastofunum geti einn- ig haft áhrif á upplifun fólks af starfinu en sumir töluðu um að hún væri helst til karllæg. „Það voru ekki bara konur heldur líka karlar sem töluðu um þetta. Konurnar töluðu um að þær þyrftu að vera „ein af strákun- um“ og tveir strákarn- ir töluðu um að þeim fyndist þeir þurfa að vera meiri naglar til að passa inn í hóp- inn. Vinnustaða- menningin virðist því meira að segja vera of karllæg fyrir suma karla. Niðurstöður mín- ar gefa líka til kynna að konur þurfi frekar að berjast fyrir stöðu sinni inni á fjölmiðlum. Allar konurnar og einn karl taldi sig hafa verið beitt kynmamismunun. Konur þurfa frekar að sanna sig áður en þær komast í hörðu málin. Þá sagði ein konan frá því að hún hafi ætlað að sækja um yfirmannsstarf en henni hafi verið bent á að hún gæti ekki sinnt því þar sem hún ætti svo mörg börn. Karlmaðurinn sem var ráðinn í starfið átti hins vegar fleiri börn en hún. Þó það sé að aukast að karl- menn sinni heimilinu og fjölskyld- unni þá líða konur enn fyrir þetta á vinnustað. Annað dæmi er af konu sem hafði í nokkra daga unnið undirbúningsvinnu fyrir þungt mál en þegar átti að fara að taka viðtölin var karlkyns fréttamað- ur sett- ur í það en konan látin fylgja barni fyrsta skóla- daginn,“ segir hún. Samkvæmt nýjum tölum sem Hagstofan birti í aprílmánuði hafa aldrei fleiri konur verið fullgildir félagar í Blaðamannafélagi Íslands og Félagi fréttamanna, eða 43%. Af samanlögðum félagsmönnum beggja félaga voru 250 konur en 337 karlar. Svanhvít segir jákvætt að hlutfall kynjanna sé að verða jafnara enda æskilegt að kynjahlut- föll blaðamanna endurspegli sam- félagið. „Þetta er að breytast en ég held að þetta muni breytast hægt. Á meðan blaðamenn líta á starfið sem lífsstíl þar sem færa þarf pers- ónulegar fórnir held ég að konur eigi erfiðara uppdráttar. Það þykir flott að vinna í fríinu sínu og margir blaðamenn fá samviskubit yfir því að ganga út klukkan fimm, jafnvel þó allt efni sé tilbúið. En yfirmenn á fjölmiðlum, þó þeir séu enn að mestum hluta karlar, þá eru þeir yfirleitt yngri karlar en áður, eru orðnir meðvitaðri um mikilvægi þess að vinnustaðurinn sé góður staður fyrir bæði kynin,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 14 fréttaviðtal Helgin 8.-10. maí 2015 Með Ferðapakka Símans er miklu ódýrara að nota símann þegar þú ert í útlöndum. Farðu til Bandaríkjanna eða Evrópu* og þú borgar alls staðar sama gjaldið. Þú getur nýtt þér Ferðapakkann hvort sem þú ert í áskrift eða Frelsi. Sendu SMS-ið „ferdapakki“ í 1900 og stökktu af stað siminn.is Þú greiðir sama gjald í Bandaríkjunum og Evrópu *Ferðapakkinn gildir innan EES Upplifðu Frelsi með Ferðapakkanum

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.