Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Síða 16

Fréttatíminn - 08.05.2015, Síða 16
B jartmar Guðlaugsson var í óðaönn, ásamt eiginkonu sinni Maríu Haraldsdóttur, að setja upp sýningu sem er í Gall- erí Firði um helgina, þegar blaða- maður tók hús á þeim hjónum. Bjartmar kemur til dyranna eins og hann er klæddur og hann hef- ur gríðarlega ástríðu fyrir listinni. „Þetta eru mest nýjar myndir en það eru nokkrar sem eru frá 1997. Þær málaði ég eftir að hafa verið með Rúnari Júlíussyni heitnum á Jamaíka,“ segir Bjartmar sem er fluttur til Reykjavíkur eftir að hafa búið um árabil á Eiðum. „Við erum ennþá með húsið fyrir austan,“ seg- ir hann. „María var svæðisstjóri hjá Rauða krossinum fyrir austan í 11 ár, en nú erum við komin heim.“ „Það var yndislegt,“ segir María þegar hún er spurð hvort hún hafi ekki þurft að ferðast mikið um svæðið í hverjum mánuði. „Maður lenti oft í brjáluðu veðri en það var yndislegt,“ segir hún en það fer ekki fram hjá neinum að þau hjónin eru mikil náttúrubörn. „Vegirnir þarna eru ónýtir vegna þungaflutninga,“ segir Bjartmar og maður skynjar að hann er ekki sáttur. „Af hverju eru ekki strandferðaskip á þessum fjörðum. Íslendingar ættu að vera með skipasmíði, við erum eyland. Ættum að vera fremstir í heiminum í strandferðamálum og skipasmíði og slíku. Við erum alltaf að gera eitthvað sem tengist okkur ekki neitt,“ segir hann. Afastelpan kraftaverk Myndirnar sem Bjartmar málar eru bæði af fólki og stöðum. Hann er mjög virkur málari og er alltaf að. „Ég gæti fyllt tvo svona sali,“ segir hann. „Ég er alltaf að og er alltaf með hugmynd. Ef ég nenni því ekki þá fer ég að semja lög og er alltaf með ljóð í hausnum. Ég mála alltaf eftir einhverju þema. Ég var með jöklasýningu á Snæfellsnesi síðast og á goslokunum í Eyjum í sumar verð ég með sýningu sem ég nefni Bjartmar bryggjupeyi, þar sem ég er með bryggjuþema. Stemningar,“ segir hann. Í vikunni kom Bjartmar fram á tónleikum á vegum Neistans, sem er styrktarfélag hjartveikra barna. Það félag stendur Bjartmari og Maríu nærri eftir lífsreynslu sem barna- barn Bjartmars varð fyrir í fæðingu. „Ég á afastelpu sem er kraftaverk. Hún fæddist með hjartagalla og fór í aðgerð í Boston fyrir níu árum,“ segir Bjartmar. „Þau eru svo dugleg þessi börn. Sjálfsbjargarviðleitnin er svo mikil og þau eru óttalaus. Þeirra fyrstu skilaboð eru „Bjargaðu lífi þínu,“ segir hann. „Það er allt í góðu í dag og er algert kraftaverk,“ segir hann. „Þetta er hjálparlaus tilfinn- ing að heyra svona fréttir af sínum Kann ekki að hneykslast á öðru fólki Listamaðurinn Bjartmar Guðlaugsson hefur lifað í listinni allt sitt líf. Hann málar myndir, semur tónlist og yrkir ljóð nánast allan sólar- hringinn. Hann hefur upplifað tímana tvenna á sínum ferli en hefur alltaf verið sjálfum sér trúr. Hann segir peninga ekki skipta sig neinu máli og draumur hans og Maríu, eigin- konu hans, er að eyða ellinni í húsbíl á ferð um landið. Málandi myndir, syngjandi lög og lesandi bækur. Styrktar- félag hjartveikra barna stendur nærri þeim hjónum, þau eiga barnabarn sem er kraftaverk. nánustu. Bara hringingin. Stúlkan er fædd, en. Þá tekur biðin við. Hún var skírð bara strax og flutt til Bo- ston þar sem hún fór í fimmþætta að- gerð,“ segir Bjartmar. „Það tókst allt vel,“ segir María. „Það sem særði móðurina mest var að með henni á herbergi var amer- ísk stúlka í sömu sporum, en hennar barn fékk ekki aðgerð því hún átti ekki peninga,“ segir hún. „Hugsaðu þér óréttlætið. Það er svo mikið væl í Íslendingum að það er með ólíkind- um,“ segir Bjartmar. „Þessi kreppa sem gekk hér yfir var frekjukreppa og ekkert annað,“ segir hann. „Við skiljum ekki hvar við erum stödd. Við búum í auðlindaparadís.“ „Nú var ég að lesa frétt um það að fólk í örorkublokk á að henda út gæludýrunum sínum fyrir 15. maí,“ segir María. „Við erum með kol- ranga forgangsröðun í öllu á þessu landi,“ segir hún. „Um leið eru einhverjir gaurar, nýsprottnir frá 2007, í Armani með Rolex og leigja út lítil atvinnuhús- næði fyrir hundruð þúsunda. Þetta er allt byrjað aftur,“ segir Bjartmar. „Við erum til dæmis að selja Alcoa gróðann út úr landi og fáum ekkert um það segja.“ Dreifð eignaraðild í börnunum Bjartmar hefur lifað af listinni í ára- tugi og lærði myndlist í Danmörku snemma á tíunda áratugnum, eftir að hafa átt gríðarlegum vinsældum að fagna á þeim níunda. Hann nam húsa- málun sem ungur maður og hefur alltaf verið með pensil í hendinni. „Ég sel alltaf þessar myndir,“ segir hann. „Ég var með sýningu á Hátíð hafsins árið 2010 og seldi 18 myndir úr landi. Túristarnir eru hrifnir af þessu.“ „Draumurinn í ellinni er að ferðast með myndirnar og Bjartmar með gít- arinn og spila á safnaðarheimilum og slíkt,“ segir María. „Við erum bara þannig. María var með borvél efst á jólagjafalistanum og ég varð að láta það eftir henni,“ segir Bjartmar. „Hann situr og málar myndir og semur lög, ég geri hitt,“ segir María. Framhald á næstu opnu 16 viðtal Helgin 8.-10. maí 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.