Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 08.05.2015, Qupperneq 32
Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre gunnarsmari@frettatiminn.is Þ egar Jean Marie Ghionga var nýorðinn sextán ára fékk hann vinnu í lítilli mat-arbúð í Corti, fimm þúsund manna bæ upp í fjöllum Korsíku. Þetta var fyrir rúmri hálfri öld, um það leyti sem Bítlarnir komu fram í The Ed Sullivan Show. Síðan hefur margt gerst; Bítlarnir hættu og tveir þeirra dóu, unga fólkið flúði sveitirnir í bæina, úr bæjunum í borgirnar og frá Korsíku upp á land eða út í heim. En Jean Marie stendur enn í búðinni, sem er vart stærri en fjórtán fermetrar; átján ef maður telur með stéttina fyrir utan þar sem ávextir eru á borðum. Þetta hefur verið heimur Jean Marie í hálfa öld. En þótt þetta sé lítill heimur í fermetrum þá hef- ur hann djúpar rætur sem ná aftur um tvær aldir. Eða svo fullyrðir Jean Marie. Hann segir þessa búð vera þá elstu í Evrópu, stofnaða um aldamótin 1800. Það er skrítin fullyrðing. Ég hef komið í nokkrar eldri búðir en þetta í París. Og Englandi, í Suffolk er búð sem sögð er 600 ára gömul, hið minnsta. Og í Marokkó, Miklagarði, Kaíró, Aleppo og víðar eru mark- aðir sem eru þúsund og mörg þúsund ára. En ekki deili ég við Jean Marie. Ég er sprottinn úr fámenninu, eins og hann, kem frá einangr- uðu landi, eins og hann. Ég veit að sagan á einangruðum stöðum sveigist að sjálfhverfu. Hann má eiga elstu búð í heimi ef ég má eiga elsta þing í heimi. Gamall maður í fornri búð í stöðnuðum heimi Búðin hans Jean Marie Ghionga er mikið meistaraverk í innsetningu. Þetta er leikmynd utan um hugmynd. Búðin er eins og matarút- gáfa af Bókinni á Klapparstíg og Jean Marie er einskonar matarútgáfa af Braga Kristjóns- syni. Hann er stjarna sem bíður síns Egils Helgasonar, tilbúið örleikrit í fullbúinni leik- mynd. Frá því Jean Marie byrjaði í búðinni hef- ur íbúum á Korsíku ekki fjölgað neitt. Eða ekkert að ráði. Það er svipuð staða og ef Ís- lendingar væru enn bara 200 þúsund. Ef Kor- síkumönnum hefði fjölgað jafnt mikið og Ís- lendingum síðan Jean Marie kom í búðina væru þeir 160 þúsund fleiri í dag. Þriðjungur Korsíkumanna hefur því gufað upp á þessum tíma, flestir flutt upp á fastalandið til Frakk- lands. Bráðum verða Korsíkumenn fjölmenn- ari í Marseille en á Korsíku. Þar er líklega miðstöð korsískrar menningar í dag. Korsíku- menn eru flestir án föðurlands og móðurmáls; búa utan Korsíku og tala ekki korsísku þótt þeir skilji mörg orðanna. Engu að síður eru þeir Korsíkumenn. Það er ekki hægt að eiga samtal við fólk sem er ættað og upprunnið frá Korsíku nema í fáeinar mínútur án þess að það komi fram hvaðan það er. Þeir eru að þessu leyti eins og Íslendingar í Noregi. Þeir elska landið sem getur ekki haldið þeim. Jean Marie er táknmynd þeirra sem aldrei sigldu norður. Hann er gamall maður í gamalli búð sem tilheyrir gömlum tíma, lokaður í ver- öld sem getur ekki þróast af því að unga fólkið fór. Eða svo gæti maður haldið. Búð sem segir aðra sögu En þegar við skoðum búðina betur sjáum við að hún hefur endurnýjað sig margoft síðan Bítlarnir voru og hétu. Vörurnar, sem er þétt- raðað í hillur sem ná frá gólfi og upp undir rjáfur, eru nýjar þótt þær byggi á gömlum grunni. Þetta er ekki maturinn sem fólkið í Corti keypti fyrir hálfri öld heldur viðbrögð við umbreytingu eyjarinnar úr einangruðu deyjandi landbúnaðarsvæði í vaxandi ferða- mannastað. Í raun má lesa af þessum hill- um fremur gríðarlegan kraft en syfjulega stöðnun. Korsíkumönnum hefur tekist að svara eftirspurn ferðamanna eftir korsískum mat og aðlagað hefðbundinn mat að þörfum ferðamanna. Fólk á ferð kaupir öðruvísi inn en fólk sem heldur heimili. Líklega er vel yfir helmingur af vörunum í búðinni hans Jean Marie fremur sniðinn að þörfum ferðafólks en heimilisfólks; hunang í krukkum, líkjörar á flöskum, niðursoðin villisvín, ólívur í dós eða krukku, vínflöskur, sápur og ilmsölt, ólívu- olíur, ostar ... Ég ætla ekki að telja þetta upp. Jean Marie er með álíka mörg vörunúmer og meðalstór Bónusbúð. En þetta er ekki almenn matvöruverslun heldur þemabúð. Þemað er Korsíka. Leikendur eru maturinn frá Korsíku og sagan segir frá því hvernig hann aðlagaði sig eftir umbreytingu eyjarinnar frá einangr- uðu landbúnaðarsvæði í ferðamannaland. Þeir sem vilja skilja sögu Íslands á komandi árum ættu því að koma við í búðinni hans Jean Marie í Corti. Þar geta þeir séð hvernig hægt er að byggja á gömlum hefðum til að búa til nýjar vörur fyrir ferðamenn. En þeir geta líka séð hvernig ferðamennirnir breyta landinu. Jean Marie er ekki lengur matvörukaupmað- ur heldur er hann persóna í leikriti sem sett er upp fyrir ferðamenn. Hann leikur sjálfan sig sem gamlan karl í fornri búð með langa sögu. Ekkert af þessu er satt þótt það sé í sjálfu sér ekki lygi. Hann er fastur í því tómarúmi sem Michel Houellebecq lýsti svo vel í Kortinu og landinu. Hann er hluti af skemmtanaiðnaðin- um, selur ferðamönnum skældar hugmyndir um eitthvað upprunalegt og ósnortið en sem er í raun miklu nýrra en flest í hugmynda- heimi ferðamannanna. Búðin hans er Disney- world fyrir fullorðna og hann er Mikki mús. Ferðamannabúðir og heimamanna- búðir Ég efast um að fólkið í Corti kaupi inn hjá Jean Marie. Við sáum hann stuttu seinna fá sér kaffi á place Gaffory og hann sat þar út á torg- inu miðju á spjalli við mann sem virtist vera aðkomumaður. Heimafólkið sat hins vegar upp við vegginn á Le Bar de la Haute Ville þar sem var meira skjól fyrir sól og vindi. Líklega verslar það í búðunum niður á Cours Paoli. Þar eru hefðbundnari matarbúðir og svo ein- hverjir stórmarkaðir við jaðar bæjarins. Þeir eru þó ekki það margir eða stórir að þeir hafi drepið miðbæinn. Við höfum séð mörg dæmi þess um alla Evrópu; hvernig stórmarkaðir við bæjarmörk soga bæjarbúa úr bænum og hindra sveitafólkið úr nágrenni í að fara niður í bæ. Og bærinn dofnar þá og deyr. Það er háskalegt að flytja til segullinn í mannlífinu. Við höfum líka komið í mörg þorp þar sem ferðamannaverslunin lifir en heimilisversl- unin hefur lognast út af. Heimamenn neyðast þá til að keyra í næsta bæ eftir lífsnauðsynjum eða láta sig hafa það að kaupa í matinn eins og þeir væru túristar. Sorglegasta dæmið fannst mér vera á Hvolsvelli. Þar stóð ég og horfði í kæliborðið á pakka af allskyns kjöti í sósu til að setja á grill, en ekkert kjöt annað og engan fisk. Grey fólkið á Hvolsvelli, hugsaði ég, það fær ekkert annað að borða en grillkjöt frá því um miðjan maí og fram undir lok september. Heimamenn eru orðnir minnihluti þeirra sem versla í einu búðinni í þorpinu. Búðin hefur snúið sér frá þeim og að sumarbústaðafólk- inu. Svona ástand er líka í mörgum þorpum í Frakklandi þar sem borgarbúar hafa keypt upp góðan hluta af húsunum. Í restinni af húsunum býr fólk sem er fast í sumarleyfi annarra. En Corti er ekki komið þangað. Bærinn er of stór til að vera í hættu. Það má hins vegar sjá þessi áhrif í sumum þorpanna í kring en alls ekki öllum. Sum eru undarlega dauf en önnur undarlega kvik og lifandi. Við gistum í tveimur ekki svo langt frá Corti, Veneco og Vivario, og féllum fyrir þeim báðum. Það er eitthvert seiðmagn í þorpunum í skóginum í fjöllunum á Korsíku, tíminn er kyrr og slær annan takt. Ég gæti vel hugsað mér að sitja á þorpstorgi upp í fjöllunum á Korsíku og spila olsen olsen í mánuð eða tvo. Félagslegt heilsubótarsnakk Við sátum á Gaffory-torgi í efri bænum í Corti og horfðum á mannlífið. Í suðrinu eru litlar íbúðir en mörg torg og sterk tilfinning fyrir samfélagi manna. Í norðrinu eru stórar íbúðir en fá torg og mannfélag í upplausn. Þegar ég verð gamall vil ég frekar spila boccia á torgi á Korsíku en að sitja í lazyboy á öldrunarheim- ili Eir og horfa á Landann. Einhvern veginn svona hugsar maður í sólinni. Við torgið er kirkja, minjagripabúð, sælgæt- is-, köku og ísbúð, samlokugerð, kaffihús og bar. Á því miðju er óþarflega fyrirferðarmikil stytta af Jean-Pierre Gaffory, lækni sem stóð fyrir uppreisn gegn Genúamönnum um miðja átjándu öld þegar Korsíka hafði tilheyrt sjó- veldi þeirra í 500 ár. Gaffory var drepinn eins og uppreisnarmenn eru gjarnan. Það voru sex karlar sem skutu hann og einn þeirra var bróðir hans. Hann sýndi honum þá kurteisi að skjóta hann í bakið svo hann þyrfti ekki að fara með þá sorglegu sýn yfir í annan heim að hafa verið drepin af eigin holdi. Svona eru átök í litlum samfélögum; þau kljúfa fjölskyldur og vini. Drottningin á torgin eru Mariane, kona á sjötugsaldri með rautt blóm í hárinu, kvik í hreyfingum og með stórt bros sem er ein- lægt þótt tennurnar séu falskar. Hún lætur hvern og einn líða eins og sá sé sérstaklega velkominn á torgið meðan hún ber fólki kaffi og drykki. Þeir sem eru svangir geta sótt sér eitthvað gott í samlokugerðina. Þar ræður ríkjum gömul kona og önnur lítið eitt yngri selur ís, kökur og konfekt úr annari búð. Úr Veröldin er lítið torg Hér segir af búð sem vill vera sú elsta í Evrópu, Braga Kristjóns- syni þeirra Korsíkubúa, áhrifum ferðamanna á matarframleiðslu og -innkaup, litlum íbúðum og stórum torgum í suðrinu, konum sem hlæja að smámunum, góðum samlokum, hefndarmorðum og öðru því sem gerist undir heitri sól á smábæjar- torgum hátt upp í fjöllum Korsíku. Samloka með skinku af hálfvilltu svíni, eilítið af súrri gúrku og hálfu salatblaði. Fullkominn hádegisverður á Gaffory-torgi með korsísku fjallavatni og kaffi á eftir með nettri sneið af kastaníuhnetuköku úr sæl- gætisbúðinni. Mynd/Alda Lóa Jean Marie Ghionga hefur staðið í litlu búðinni í Corti í hálfa öld og umbreytt henni úr hverfismatvöruverslun í Disneyworld fyrir fullorðna ferðamenn. Mynd/Alda Lóa 32 matartíminn Helgin 8.-10. maí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.