Fréttatíminn - 08.05.2015, Side 38
Allt í einu
var ég bara
kominn með
kennarann
heim til mín
að vekja
mig.
E inkunnarorð deildarinnar eru: Enginn getur allt en allir geta eitthvað,“ segir Kristín
María Indriðadóttir, verkefnastjóri
fjölgreinadeildar Lækjarskóla sem
tekur á móti mér í Menntasetrinu
við lækinn í Hafnarfirði. Hún lætur
sér ekki nægja handaband heldur
faðmar hún mig eins og við séum
aldagamlar vinkonur. Í fjölgreina-
deildinni eru nemendur úr 9.-10.
bekk grunnskólanna í Hafnarfirði
en þeir glíma við sértæka námserf-
iðleika og tilfinninga- og hegðunar-
röskun. Á síðustu árum hefur hóp-
urinn breyst að því leyti að flestir
nemendur eru í ofantöldum hópi en
færri sem eiga við félagsleg vanda-
mál að stríða svo sem vegna eineltis
eða annarra tengdra þátta.
Það eru frímínútur þegar mig ber
að garði og drengirnir að gæða sér
á nýbökuðum lummum en fyrr um
morguninn höfðu þeir fengið morg-
unkorn. Þeir borða allir morgunmat
í skólanum en foreldrar þeirra greiða
sérstakan fæðiskostnað. Deildin var
stofnuð árið 2004 þegar úrræði vant-
aði fyrir 3-4 drengi í 10. bekk sem
áttu í félags- og námslegum erfið-
leikum í sínum skólum í Hafnarfirði.
Fjöldi nemenda á hverju ári hfur farið
allt frá 13 og upp í tæplega 30.
Sækja nemendur heim í rúm
Eftir frímínútur er drengjunum
skipt í tvo hópa og Kristín, eða Stína
eins og hún er alltaf kölluð, fer með
mér í tíma hjá 10. bekkingunum.
Misjafnt er hvort þeir byrjuðu í fjöl-
greinadeildinni í 10. bekk eða voru
þar einnig á fyrra ári. Sumir þeirra
eru kvíðnir, eru með skólaleiða og
sjá í byrjun jafnvel ekki tilgang með
því að mæta í skólann. Yfirleitt eru
það nemendur sem höfðu mætt illa
í grunnskóla árin áður vegna vanlíð-
unar. Ég segi drengjunum að ég hafi
heyrt að ef nemendur fjölgreina-
deildar ætli að sofa af sér skóla-
daginn fari kennari, í samráði við
foreldra, hreinlega heim til þeirra
og sæki þá, og spyr hvort einhver
hafi lent í þessu. Sem betur fer hef-
ur ekki komið til þess í ár en einn
þeirra segist hafa fengið kennara
heim þegar hann var í 9. bekk. „Það
var frekar skrýtið. Allt í einu var ég
bara kominn með kennarann heim
til mín að vekja mig,“ segir hann og
þurfti ekki nema þetta eina skipti
til. Hann mætti alltaf eftir þetta.
Stína útskýrir þessa aðferð: „Við
viljum gefa þeim skýr skilaboð um
Sauma
sínar eigin
hettupeysur
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Opið: Mán. - föst. kl. 09-18
Laugardaga kl. 11-15
innréttingar
danskar
í öll herbergi heimilisins
Fjölbreytt úrval aF hurðum,
Framhliðum, klæðningum og einingum,
geFa þér endalausa möguleika á
að setja saman þitt eigið rými.
sterkar og glæsilegar
Ef nemendur við fjölgreinadeild Lækjarskóla í Hafnarfirði mæta
ekki í skólann fer kennarinn þeirra heim og sækir þá. Sem
betur fer gerist það þó ekki oft. Markhópur fjölgreinadeildar
er nemendur í efstu bekkjum grunnskóla með náms- og hegð-
unarerfiðleika sem hefur gengið illa að fóta sig í hefðbundnum
bekkjum. Drengirnir sauma sjálfir á sig hettupeysur, smíða sín
eigin hjólabretti frá grunni og elda ýmsar kræsingar. Þeir eru
allir sammála um að þeim líði mun betur í fjölgreinadeildinni en
í sínum gamla skóla og eru áhugasamari um námið.
að þeirra sé óskað í skólanum.“
Mikið er lagt upp úr verklegum greinum í nám-
inu og eru þær mun stærri hluti skóladagsins en
í hefðbundnum deildum. Þennan daginn eru 10.
bekkingarnir að vinna sjálfsmyndir en aðra daga
eru þeir til dæmis að sauma. Allir hafa þeir saumað
sér sína eigin hettupeysu og er einn drengurinn
einmitt í sinni peysu. Þetta eru peysur sem þeir
nota út veturinn og myndi óvant auga ekki halda
annað en að peysan væri saumuð af fagmanni, sem
þessir drengir reyndar jafnvel verða. Tveir í þess-
um hópi stefna á að verða kokkar og hafa í gegnum
fjölgreinadeildina fengið að fara í verknám á veit-
ingastaðnum Skútunni. „Mér hefur alltaf fundist
gaman að elda og hefur langað að verða kokkur, frá
því ég var í 5. bekk,“ segir annar þeirra. Það stend-
ur ekki á svörum þegar ég spyr þá um uppáhalds
matinn, annar segir „lasagna“ en hinn „humar.“
Smekkmenn! Annar stefnir á nám í Flensborgar-
skóla, er sérstakur áhugamaður um sagnfræði og
hefur farið með Stínu úr fjölgreinadeildinni á fund
námsráðgjafa í Flensborg til að kynna sér námið
þar.
Stína hefur stýrt deildinni frá 2006 og segir hún
að til að byrja með hafi „prinsarnir hennar“, eins
og hún kallar þá, alltaf verið settir neðst í bunkann
þegar kom að umsóknum í framhaldsskóla en það
sé ekki staðan lengur enda hafi hún barist fyrir því
að þeir kæmust að í öðrum skólum eftir að grunn-
skóla lýkur, rétt eins og aðrir nemendur í grunn-
skólum. Eins og staðan er nú fara rúmlega 90%
nemenda deildarinnar í framhaldsnám, ýmist í Iðn-
skólann í Hafnarfirði, Flensborgarskóla, Borgar-
holtsskóla eða Menntaskólann í Kópavogi.
Meðaleinkunnin hækkaði til muna
Sérstaða námsins í fjölgreinadeild kemur fram á
ýmsan hátt. Ef nemandi er illa upplagður, vill ekki
fara eftir fyrirmælum eða truflar aðra, er svigrúm
til að vinna með hann einan. Sumir nemendur
Framhald á næstu opnu
Kristín María Indriðadóttir hefur frá 2006 stýrt fjöl-
greinadeild Lækjarskóla í Hafnarfirði. Ljósmyndir/Hari
Hér verður bíll til á
smíðaverkstæðinu,
bíll sem nemandi
teiknaði og smíðaði
frá grunni.
38 úttekt Helgin 8.-10. maí 2015