Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Qupperneq 62

Fréttatíminn - 08.05.2015, Qupperneq 62
Norðurljósabræðingur 8. maí Tónlistarstjóri: Samúel Jón Samúelsson Norðurljósasal Hörpu | Kl. 21:00 | Miðasala á harpa.is og í 528 5050 V ið verðum með mjög lang-þráðan dansleik í Iðnó,“ segir Ólafía Hrönn Jóns- dóttir leikkona um árlegt kjólaball Heimilistóna í Iðnó á laugardag. „Við gátum ekki verið með kjólaball á síðasta ári og eru því margir orðnir óþreyjufullir. Ætli þetta sé ekki í tólfta sinn sem við gerum þetta,“ segir hún og reiknar í huganum hvað börnin hennar eru orðin gömul. „Ég reyni alltaf að rifja það upp því á fyrsta dansleikn- um okkar var sonur minn heima að passa dóttur mína og í pásunni hringi ég heim til að athuga hvort allt sé ekki í lagi, og þá er drengur- inn skelfingu lostinn þar sem syst- ir hans hafði meitt sig og það var spurning hvort það þurfti að fara með hana á spítala,“ segir Ólafía. „Ég fór því heim og það var erfið ákvörðun hvort ég ætti að vera þar eða fara og klára ballið. Ég fór til baka og kláraði ballið. Þetta var fyrir 12 árum síðan, minnir mig,“ segir Ólafía. Heimilistónar voru fimm talsins en Ragnhildur Gísladóttir er ekki með í ár og segir Ólafía hana vera hætta í sveitinni. „Hún var með okkur síðast en núna er hún bara með annan fótinn erlendis og á erfitt að með að koma þessu að,“ segir hún. „Svo er hún auðvitað orðin tónskáld og hefur gengið annan veg, en við erum miklar vinkonur. Það má samt segja að þetta hafi verið listrænn ágreining- ur,“ segir Ólafía. „Á laugardaginn verður þó Unnur Birna Björns- dóttir, nýr meðlimur, með okkur. Hún er snillingur og fær örugg- lega fastráðningu.“ Meðlimir Heimilistóna spila um 30 lög á svona balli og skipta oft um hljóðfæri. Ólafía segir það mesta hausverkinn þegar æfingar hefjast, að muna hver spilar á hvað. „Sumt munum við alveg en stund- um munum við ekki hver spilaði á hvað síðast, og það er ógeðslega fyndið þegar það gerist,“ segir hún. „Annars er bara andskotans nóg að gera þetta einu sinni á ári. Það er mikið að gera hjá okkur öllum og alltaf vesen að koma þessu saman. Við stefnum samt á plötu og erum komin með nokkur ný frumsamin lög sem við munum leika á laugardaginn,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir heimilistónn. Á kjólaballi Heimilistóna á laugardaginn verður uppistandari ásamt vöfflukasti og DJ Harpa mun þeyta skífum. Miðasala er í Iðnó. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Vatnsmýrarhátíðin, vorhátíð Nor- ræna hússins, verður haldin í fimmta sinn í ár. Hátíðin fer fram á morgun, laugardag, og verður skipulögð dagskrá á milli klukk- an 13 og 16. Dagskráin hefst með svokölluðu orienteringsløb eða rat- hlaupi, en slíkt er víða iðkað á Norð- urlöndunum. „Í því felst að hlaupa á milli fyrirfram ákveðinna stöðva á korti og helst að vera fyrstur til þess að ljúka brautinni,“ segir Ilm- ur Dögg Gísladóttir, kynningar og verkefnastjóri hjá Norræna húsinu. Í boði verða tvær brautir yfir allan daginn, 0-5 ára og 5-10 ára. Einnig verður stærri braut í boði hluta dags fyrir fullorðna. „Þátttakendur ráða að sjálfsögðu hraðanum, en þetta er afar skemmtileg keppni fyrir kapp- samar fjölskyldur,“ segir Ilmur. Í ár verður sérstök áhersla lögð á Finnland og finnska siði og mun félagið Suomi Finnland taka virkan þátt í dagskránni. „Þau munu meðal annars bjóða á kórsöng og smakk á finnskum kræsingum. Auk þess verður farið í finnska leiki svo sem barnaburð og stígvélakast,“ segir Ilmur. Í tilefni mæðradagsins á sunnudaginn verður hægt að föndra finnsk mæðradagskort í sýningar- salnum. Heimildamynd um finnsku hljómsveitina PKN, sem tekur þátt í júróvisjón, í ár verður sýnd í sal Norræna hússins klukkan 15.30 og einnig mun finnski harmonikku- leikarinn Matti Kallio spila finnska tónlist. Tónlist mun skipa stóran sess í dagskránni og mun Tríó Nord bjóða upp á norrænan djass við gróður- húsið og hljómsveitirnar Oj Barasta og Dj. Flugvél og geimskip koma fram í sal Norræna hússins. Dag- skránni lýkur með líflegu atriði frá Sirkus Íslands en jafnframt verður hægt að reyna sig við sirkuskúnstir. „Allan daginn verður hægt að taka þátt í gerð listaverks í sýningarsöl- um Norræna hússins, láta kíkja á hjólið hjá Dr. Bæk, leika sér í vatns- skúlptúrum Ásgarðs og brosa fram- an í aðra gesti,“ segir Ilmur. Rathlaup, barnaburður og sirkuskúnstir á Vatnsmýrarhátíð  Tónleikar HeimilisTónar Halda árlegT kjólaball siTT í iðnó á laugardagskVöld Hljómsveitin Heimilistónar heldur sitt árlega kjólaball í Iðnó á laugardag. Hljómsveitin er skipuð leikkonunum Elvu Ósk Ólafs- dóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Vigdísi Gunnarsdóttur og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, sem segir þetta vera í tólfta skipti sem þær standa fyrir kjólaballi. Hún segir mestu áskorunina vera að muna á hvaða hljóðfæri hver spilar í hvaða lögum, þegar kemur að því að æfa fyrir viðburðinn. Heimilistónar leika í Iðnó á laugardag. Frá vinstri eru Katla Margrét, Elva Ósk, Ólafía Hrönn og Vigdís. Ljósmynd/Hari Andskotans nóg að gera þetta einu sinni á ári 62 menning Helgin 8.-10. maí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.