Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 78
Ljómandi húð umhirða húðar Helgin 8.-10. maí 20156 Aquasource frá Biotherm Dagkrem sem veitir raka í fimm lögum húðar. Gefur húðinni djúpvirkan raka og gerir hana frísklegri. Án parabena og steinefnaolíu. Einnig fáanlegt fyrir þurra húð. Rénergie multi-lift frá Lancôme Dagkrem sem styrkir, þéttir og mýkir húðina. Inniheldur Cyathea Medullaris þykkni og Guanosine. Cyathea medullaris stuðlar að frumuendurnýjun og minni öldrun í húð. Guanosine er uppspretta orku fyrir nýmyndun próteina og glúkósa. Fáanlegt í þremur silkimjúkum áferðum. Absolue yeux frá Lancôme Lúxus alhliða endur- nýjandi augnkrem sem vinnur á öllu augnsvæðinu. Minnkar hrukkur, bauga og mýkir grófa húð. Útkoman er einstök. Forever light creator frá YSL Mjúkt andlitsvatn sem róar húðina og undirbýr hana fyrir krem. Þéttir og styrkir, vinnur á línum og eyðir þreytumerkjum. Forever Youth Liberator krem frá YSL Andlitskrem sem vinnur á línum, gefur ljóma, eyk- ur teygjanleika og styrkir húðina. Kremið hentar öllum húðgerðum, einnig viðkvæmum. Top secret all in one BB krem frá YSL BB kremið leiðréttir og hylur ójöfnur í húð, jafnar húðlitinn, nærir og raka- fyllir húðina. Kremið má nota eitt og sér eða undir farða. Fáanlegt í tveimur litum. SPF 20/pa++ Liquid glow frá Biotherm Þurr olía sem er góð viðbót við kremið. Blandaðu einum dropa í kremið þitt til að fá aukinn ljóma og andoxandi vrkni. Hentar fyrir allar húðgerðir og allan aldur. Absolue Precious Cells Olía frá Lancôme Öflugur jurtaolíu kok- teill sem stuðlar að mikilli endurnýjun og ljóma. Smýgur fljótt og auðveldlega inn í húðina. Aquasource total eye revitalizer frá Biotherm Nýtt augnkrem sem kælir samstundis húðina. Dregur úr þrota og veitir fallegan ljóma, raka og mýkt á augnsvæðið. Skref 1: Tannburstun Ég hef talað um það áður á youtube- stöðinni minni að það fyrsta sem ég geri er að tannbursta. Það er frekar pirrandi að vera búin að hreinsa húðina en fá svo tannkremið út á kinn. Skref 2: Augnhreinsun Augnhreinsun er mikilvægasta verkið í öllu húðhreinsunarferlinu. Augun eru meðal viðkvæmustu líffæra okkar og ef við hreinsum ekki augnsvæðið vel getur það ýtt undir sýkingar ef við bætum bara á farðann daginn eftir. Ekki nota húðhreinsi á augun nema að það standi á pakkn- ingunni að það sé óhætt. Augnhreinsar eru mun mildari en þeir sem við notum á húðina okkar. Ég bleyti þrjár bómullar- skífur og hef þær rakar en ekki rennandi. Ég set smá af augnfarðahreinsi í þær og læt liggja á auganu í nokkrar sekúndur svo að hreinsirinn nái að leysa upp maskarann og restina af förðuninni. Svo strýk ég létt af augunum þar til förðunin er farin af. Skref 3: Hreinsir sem hentar Til eru óendanlega margar gerðir af húðhreinsum og því ættu allir að geta fundið einn sem hentar. Normal til þurr húð: Kremhreins- ar og olíuhreinsar, þar sem þeir þurrka ekki húðina enn frekar og eru mildir. Blönduð til feit húð: Froðu- hreinsar, þar sem að þeir hjálpa við að jafna út olíuna á húðinni. Skref 4: Andlitsvatn Ég hef skiptar skoðanir á and- litsvatni en það eru kannski ekki allir sem þurfa á því að halda. Andlitsvatn kemur aftur jafnvægi á sýrustig húðar eftir hreinsun en margir hreinsar í dag eru ekki að koma húðinni úr jafnvægi. Andlitsvatn er samt sem áður æðis- legt til Húðhreinsun skiptir öllu máli Iðunn Jónasardóttir er sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur og bloggar hún um allt sem tengist snyrtivörum með skemmtilegum hætti á www.idunnjonasar.com. Fréttatíminn fékk hana til að útbúa leiðarvísi yfir þau grundvallaratriði sem skipta máli þegar kemur að hreinsun húðarinnar, kvölds og morgna. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is að nota á morgnana til að hreinsa húðina aðeins áður en maður farðar sig eða til að ná svefnolíunni af andlitinu og nota þá einungis andlitsvatnið en ekki skref 2 og 3 hér að ofan. Skref 5: Augnkrem Ástæðan fyrir að ég hef það á undan öðrum kremum er svo að það sé ekki annað krem á fingrunum okkar, það er samt sem áður enginn skaði ef þið setjið kremið á fyrst. Passið að augnkremið fari ekki á augnlokin sjálf. Húðin okkar er svo þunn og viðkvæm í kringum augun að hún dregur í sig kremið þrátt fyrir að það fari ekki á augnlokin sjálf. Gott er að setja pínulítið af augnkreminu á baugfingur og dreifa úr með að strjúka létt frá innri augnkrók að gagnauga, þannig dragið þið úr bólgum og þrota í leiðinni. Skref 6: Serum Það er enginn tilgangur að setja serum yfir krem. Serum fer dýpra í húðina því skal bera það á húðina á undan öðrum efnum. Skref 7: Andlitskrem Mikilvægt er að nota krem sem hentar aldri og húðgerð. Það á ekki að þurfa meira en rétt um dropa á stærð við eina krónu af kremi ef það hentar ykkar húðgerð vel. Ef ykkur finnst þið þurfa meira og eruð þurrar þá er spurning hvort að þið þurfið meira raka eða næringu. Árstíðirnar geta einnig haft áhrif á hvernig krem við notum. Veturinn er þurrari en sumartíminn og því þarf maður oft að nota meiri raka eða næringu á veturna. Ekki gleyma að bera kremið ykkar alveg niður á háls, bringu og helst niður að geirvörtum. „Ef það er eitthvað sem aldrei á að sleppa, þá er það að hreinsa húðina á kvöldin fyrri svefn. Ég skal alveg vera hreinskilin og viðurkenni að ég nenni ekki alltaf að hreinsa húðina á morgnana en á kvöldin er það algjört skilyrði,“ segir Iðunn Jónasardóttir. Mynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.