Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Síða 81

Fréttatíminn - 08.05.2015, Síða 81
umhirða húðarHelgin 8.-10. maí 2015 9 Unnið í samstarfi við Essie, Garnier, Real Techniques, Ĺ Oreal og Neutrogena. Sublime Soft Wipes frá L’Oreal Það er nú talað um að það eigi lítið sem ekkert að nota hreinsik- lútana dags daglega en þegar tími ferðalaga er fram undan eru þeir virkilega góður ferðafélagi. Þessar þurrkur eru góðar í notkun þar sem þær þurrka ekki upp húðina heldur næra hana um leið og þær gefa henni góða yfirborðshreinsun. Sublime Soft þurrkurnar fara mjúkum höndum um húðina og ættu að vera ómissandi í öll ferðalög hvort sem þau eru innan- eða utanlands. Moisture Match Dull skin frá Garnier Eftir erfiðan vetur eru grátónalitir alls- ráðandi í húð margra kvenna. Þreyta í húðinni getur gefið húðinni grátt yfir- bragð sem við viljum helst ekki sjá yfir sumartímann. Þetta einfalda og létta rakakrem frá Garnier dregur úr þessum þreyttu litum og færir ljóma og líf yfir andlit þeirrar sem nota það. Kremið er virkilega þægilegt í notkun og það fer hratt inn í húðina, það gerir fallegan grunn fyrir aðrar förðunarvörur því frá því skín léttur ljómi sem kemur aðeins í gegn og gefur heilbrigt útlit Exfotonic Scrub frá L’Oreal Við tölum oft um það að það þurfi að hjálpa húðinni að endur- nýja sig. Húðin þarf hjálp við að losa sig við dauðar húðfrumur sem koma í veg fyrir að hún geti myndað nýjar og haldið áfram starfsemi sinni. Góður líkamsskrúbbur er allt sem þarf. Einn svona er góður í sturtuna og hann ætti að nota alla vega tvisvar í viku. Húðin verður áferðarfallegri, hún nærir sig betur með því sem þið berið á hana eftir á því það er fátt sem hindrar för þess. Einnig er gott að hafa í huga að nudda vel yfir lærin til að örva frumurnar þar og blóðrás til að koma í veg fyrir myndun appelsínuhúðar. Húðin verður hrein, áferðarfalleg og ljómandi með þessari græju. Optical Blur Cream frá Garnier Á sumrin kjósa margar konur að vera með sem minnstan farða yfir daginn. Það er þó gott að hafa í huga að nota alltaf undirstöðu sem er með góðri sólarvörn til að verja húðina og stundum viljum við eitthvað sem jafnar áferð hennar. Gar- nier færir okkur Optical Blur kremið sem „blurrar“ ójöfnur í húðinni og gerir áferð hennar jafnari og fallegri. Blur kremið er líka hægt að nota sem grunn fyrir förð- unarvörur eins og primer. Kremið kemur í einum lit sem hentar öllum konum því kremið er algjörlega litlaust. Spa Manicure handskrúbbur og handáburður frá Essie Þegar sumarið er að ganga í garð eykst notkun kvenna á litríkum og áberandi naglalökkum. Það er því um að gera að passa upp á að hendurnar sjálfar séu áferðarfallegar og vel nærðar. Handskrúbburinn frá Essie er fullkominn til að jafna áferð handanna og hjálpa þeim að losa sig við dauðar húðfrumur. Skrúbbinum er nuddað inn í rakar hendur og svo skolaður af. Eftir notkun er gott að bera handáburðinn á hendurnar til að mýkja þær enn frekar. Hendurnar verða silkimjúkar eftir notkun og þetta tvíeyki er fullkomið á snyrtiborðið og hentar einnig vel í ferðalagið. Royal Nutrition Oil frá L’Oreal Það er fátt næringarmeira fyrir líkamann en góðar olíur. Nýlega kom í sölu hjá L’Oreal þessi ótrúlega flotta olíunæring fyrir líkamann sem er fullkominn í sund- eða ræktartöskuna í sumar og að sjálfsögðu líka í sumarfríið. Olían kemur í hand- hægum úðabrúsa og það er gott að spreyja henni létt yfir allan líkamann á hverjum degi og sérstaklega eftir sturtu eða bað. Olían veitir húðinni mikla nær- ingu og slökun sem við getum örvað frekar með því að nudda henni vel saman við húðina. Nutri Gold Extraordinary Oil Cream frá L’Oreal Konur sækjast flestar eftir ljómandi fallegri húð sem er áferðarfalleg og jöfn þegar hún er ómáluð svo húðin fái að njóta sín sem best. Með hjálp Nutri Gold olíukremsins er það leikur einn. Kremið er ríkt af næringarefnum sem gefa húðinni raka, róa hana og jafnar litarhaft hennar en einnig inniheldur það örfínar agnir af olíu. Olíurnar gefa ofboðslega drjúga nær- ingu sem endist betur en nokkuð annað í húðinni og viðheldur jafnvægi húðarinnar. Kremið er ótrúlega drjúgt og gott og það er svo sannarlega frábært að nota núna í sumar. Takið það með ykkur ferðalög, innanlands sem utan og í sundtöskuna og passið að húðin fái góða næringu sem dregur fram ljóma hennar og fegurð. Nutri Gold Extraordinary Oil frá L’Oreal Létt og fljótandi formúla olíunnar smeygir sér mjúklega inn í húðina og nærir hana með dásamlegum olíum. Olían gefur húðinni ótrúlega drjúga og góða næringu sem endist henni vel og lengi. Olían kallar fram náttúrulegan ljóma húðarinnar og það er tilvalið að nota þessa á næturnar þegar húðin nær að slaka aðeins á því þá nær hún að vinna svo vel úr næringarefnunum. Þegar við vöknum á morgnana verður húðin endurnærð, afslöppuð og ljómandi falleg. Olíur þarf ekki bara að nota fyrir húðina í kulda á veturnar heldur líka á sumrin til að halda henni í góðu jafnvægi og til að hjálpa henni að ná sér eftir erfiðan vetur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.