Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2008, Page 12

Víkurfréttir - 18.12.2008, Page 12
12 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Húsfyllir var á jólatónleikum í safnaðar- heimili Keflavíkurkirkju á sunnudagskvöld. Þ e i r h ó f u s t m e ð ó v æ n t u s ö n g a t r i ð i bæjarstjórahjónanna, Bryndísar og Árna Sigfússonar þar sem þau sungu frumsamið lag eftir Árna. Fjórir kórar komu síðan fram, Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Gospelkór Hjálpræðishersins og Kirkjukór Keflavíkur. Hinn landskunni tónlistarmaður, Sigurður Flosason lék í mörgum laga kvölds- ins. Undirleikur var í höndum Arnórs Vilbergs- sonar, hins nýja organista Keflavíkurkirkju. Þá söng Jóhann Smári Sævarsson sem er nýkom- inn heim frá útlöndum. Hjálmar Árnason, kynnir kvöldsins sagði að það hefði verið gott að endurheimta þessa tvo syni Keflavíkur en Arnór var á Akureryri við störf undanfarin ár og Jóhann í Austurríki og víðar í Evrópu. Það var jólaandi yfir vötnunum þetta kvöld og séra Skúli Ólafsson flutti stutta tölu í anda ástandsins og komandi jóla. Í lokin var há- punktur kvöldsins þegar allir kórarnir sungu saman með Jóhanni Smára og með undirleik Arnórs og Sigurðar. Aldeilis frábær flutningur og góð skemmtun. Yfir 300 manns voru í safnaðarheimilinu þetta skemmtilega kvöld sem var til styrktar Velferð- arsjóði Suðurnesja en séra Skúli og Keflavíkur- kirkja veita honum forstöðu. Aðrir tónleikar til styrktar Velferðasjóði verða haldnir í Lava sal Bláa lónsins á fimmtudags- kvöld. HÚSFYLLIR Á VELFERÐARTÓN- LEIKUM Í SAFNAÐARHEIMILINU Árni og Bryndís, Jóhann Smári og kórarnir í safnaðarheimilinu sl. sunnudagskvöld.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.