Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.05.2012, Side 2

Víkurfréttir - 10.05.2012, Side 2
2 FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR LANDNÁMSDÝRA- GARÐURINN OPNAR Landnámsdýragarðurinn hjá Víkingaheimum verður formlega opnaður laugardaginn 12. maí kl. 12:00 og verður opinn frá þeim tíma til kl. 17:00 á hverjum degi til 13. ágúst og einnig Ljósanæturhelgina. Opnunarhátíð verður á laugardaginn sem hefst kl. 13:00 og verða grillaðar pylsur og safi í boði meðan birgðir endast milli kl. 13:00 – 14:00. SÍÐASTA SÝNINGARHELGI Sýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar, Völlurinn, nágranni innan girðingar í Duushúsum sem opnuð var 30. mars 2009 lýkur nú um helgina. Þetta eru síðustu forvöð að sjá þessa áhugaverðu sýningu. HEIÐARSKÓLI ATVINNA Þroskaþjálfi óskast til starfa í Heiðarskóla fyrir næsta skólaár. Um er að ræða 100% starf. Kennari óskast til starfa í Heiðarskóla fyrir næsta skólaár í 100% starf. Um er að ræða kennslu á mið- og unglingastigi. Upplýsingar gefa Gunnar Þór Jónsson, skólastjóri, í síma 894-4501 og Sóley Halla Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 894-4502 og 420-4500 Sækja skal um störfin á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf . Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum og er umsóknarfrestur til 24.maí nk. BARNAHÁTÍÐ Í REYKJANESBÆ 12. OG 13. MAÍ Margt er um að vera og ókeypis á alla viðburði! Meðal viðburða eru: Skólahreystimeistarar í hreystibrautinni, Krílasund, hjólahátíð, Danssýningar, Alvöru víkingar, þrumuguðinn Þór í Víkingaheimum, hoppukastalar, opnunarhátíð í landnámsdýragarðinum, Listahátíð barna- sýningar og smiðja, grenndargarðar, bangsasmiðja, lifandi sögu- stund, ljósmyndasýning, lærðu að tálga, vinabanda- smiðja, lummur, blöðrur og sögustund í Skessuhelli, töfrabragðanámskeið, gæludýrasýning, fjölskyldu- ganga, flottir flaututónleikar, fjölskyldustund í Kefla- víkurkirkju og ýmislegt fleira. Kynntu þér alla dagskrána á barnahatid.is ›› FRÉTTIR ‹‹ STÆRÐIN SKIPTIR MÁLI Forvarnir með næringu NÝTT HÁGÆÐA HUNDAFÓÐUR KYNNINGARTILBOÐ 15 kg. poki - Verð 6.950 kr. STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík, sími 421-2300 TI LB O Ð G IL D IR Ú T M A Í GLÆSILEGUR STAÐUR AÐ HAFNARGÖTU 12 STÓR (12”) 1200 LÍTILL (6”) 790 HÁDEGISTILBOÐ (ALLA DAGA FRÁ 10:00 - 14:00 www. hlollabatar.is - s. 421 8000 Barnahátíð í Reykjanesbæ verður sett með formlegum hætti fimmtudaginn 10. maí í Duushúsum þegar sýningin „Sögur og ævintýri“ verður opnuð að viðstöddum elstu börnum allra tíu leikskólanna í bænum. Sý ning in er l e i kskól a h luti Listahátíðar barna sem er sam- starfsverkefni Listasafns Reykja- nesbæjar, allra 10 leikskólanna og allra 6 grunnskólanna í bænum. Leikskólabörnin hafa unnið með sögur og ævintýri stóran hluta úr vetri og afraksturinn, heill ævin- týraskógur sem þau hafa skapað, verður til sýnis í Duushúsum ásamt listasmiðju og ýmsu öðru. Sýningar leikskólanna hafa ekki verið neinar venjulegar sýningar og dregið að sér þúsundir gesta ár hvert. Síðari hluti formlegu setningar- innar verður föstudaginn 11. maí kl. 14:00 þegar grunnskólahluti Listahátíðarinnar, „Listaverk í leiðinni,“ verður opnaður í Nettó. Yfirskriftin vísar til þess að verk grunnskólabarnanna eru sýnd víðs vegar um bæinn í þeim tilgangi að fólk rekist á þau á förnum vegi og fái þannig notið þess frábæra starfs sem unnið er í skólum bæjarins í list- og verkgreinum. Listaverkin eru líka af öllu tagi og þar má sjá gott yfirlit yfir vinnu vetrarins, margvísleg vinnubrögð og óþrjót- andi sköpunargleði barnanna. Þarna var ekki unnið undir einu yfirheiti heldur fékk fjölbreytnin að ráða ferðinni og afraksturinn er ótrúlegur, við sjáum verk frá öllum grunnskólunum frá ýmsum árgöngum. Fjölmargt fleira er þó á dagskrá Barnahátíðar og fer meginþungi þeirrar dagskrár fram helgina 12. og 13. maí. Meðal viðburða má nefna nýjar og flottar sýningar í Víkingaheimum og heimsókn frá „alvöru“ víkingum, opnunarhátíð í landnámsdýragarðinum, fjöl- skyldusmiðjur þar sem m.a. verður hægt að búa til víkingaklæði á bangsann sinn, búa til skemmtileg vinaarmbönd og lyklakippur, nám- skeið þar sem kennt verður að tálga og annað þar sem einn fremsti töframaður landsins kennir töfra- brögð, lifandi sögustund með Þór Tulinius, heimboð hjá Skessunni í hellinum þar sem boðið verður upp á lummur, blöðrur og sögustund, krílasund í sérstaklega upphitaðri sundlaug, flotta flaututónleika og ýmislegt fleira. Dagskrána í heild sinni, með tímasetningum, staðsetningum og nánari upplýsingum má nálgast á vefsíðunni barnahatid.is.Þess skal getið að frítt er á alla við- burði Barnahátíðar. Kaffiveitingar verða seldar alla helgina í Víkinga- heimum. Barnahátíð í Reykjanesbæ Segir rekstur Reykjanesbæjar á rangri leið sem fyrr Ársreikningur Reykjanesbæjar 2011 sýnir að meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ hefur einn eitt árið mistekist að halda rekstri bæjarsjóðs réttu megin við núllið án þess að selja eignir bæjarsins, segir í bókun fulltrúa Samfylkingar í bæjar- stjórn Reykjanesbæjar um árs- reikning Reykjanesbæjar 2011. Af eintóna og einhliða fréttatil- kynningu meirihluta Sjálfstæðis- flokksins, senda út i nafni Reykja- nesbæjar, mátti skilja að að rekstur Reykjanesbæjar hafi gengið vel á síðasta ári og að bæjarsjóður hafi skilað jákvæðri niðurstöðu upp á 33 milljónir. Hið rétta er að á síðasta ári tókst að koma í veg fyrir um 1.000 milljóna króna taprekstur Reykjanesbæjar með sölu eigna. Þá fékk Reykjanes- bær 1.500 milljónir króna framlag frá Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga. Friðjón Einarsson í ræðustól í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Ellefu vilja verða skólastjórar Gerðaskóla Samtals bárust ellefu umsóknir um stöðu skóla- stjóra Gerðaskóla en starfið var auglýst nýverið. Nú munu Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanes- bæjar og Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Háskóla Íslands yfirfara umsóknir og gera til- lögu að nýjum skólastjóra sem lögð verður fyrir bæjar- stjórn Sveitarfélagsins Garðs. Eftirtaldar umsóknir bárust um starf skólastjóra við Gerðaskóla: Anna Lilja Sigurðardóttir Björn Vilhelmsson Erla Gígja Garðarsdóttir Guðbjörg Málfríður Sveinsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Hulda Ingibjörg Rafnsdóttir Ingveldur Eiríksdóttir Óskar Birgisson Sigríður Aðalsteinsdóttir Skarphéðinn Jónsson Stella Á. Kristjánsdóttir Næsta blað kemur út miðvikudaginn 16. maí. Skilafrestur á auglýsingum er því mánudaginn 14. maí til kl. 17:00. Auglýsingasíminn er 421 0001 og pósthólfið er gunnar@vf.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.