Víkurfréttir - 10.05.2012, Page 10
10 FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Það ættu allir að hafa það á hreinu að lykillinn
að góðum svefni liggur í góðu rúmi og góðum
sængurfötum, börn elska hreint rúm. En það er
ekki bara nóg að fjárfesta í rándýru rúmi og ætl-
ast svo til þess að litlu englarnir sofi vært heldur
þarf að tryggja það að hreinlæti í rúminu sé eins
og best verður á kosið. Nauðsynlegt sé að huga
reglulega að koddanum í barnarúminu því ef það
er ekki gert getur barnið fundið fyrir alls konar
kvillum sem gera því lífið leitt. Það þarf helst að skipta um sængurföt
bæði á koddum og sæng einu sinni í viku. Ef börn og fullorðið fólk er
með astma, þá er þetta gífurlega mikilvægt.
Mannfólkið ver miklum hluta ævinnar í rúminu, allt frá og til 7-9
klukkustundir og því er nauðsynlegt að því liði vel þar. Þó er það
þannig að margir gera sér ekki grein fyrir því hvað getur verið að finna
í koddum. Í koddunum okkar er að finna tíu til fimmtán mismunandi
sveppategundir og ef við tökum meðal kodda þá safnast í hann um
100 lítrar af svita á einu ári, því við eyðum þriðjungi af lífi okkar í
rúminu. Til að fá heilsusamlegastan nætursvefn þá er best að vera með
fiðurkodda en ekki kodda úr gerviefni. Ef allt er eins og best verður á
kosið þá munu krakkarnir finna muninn. Þau vakna ekki á morgnana
með bólgin augu og þeim líður miklu betur yfir daginn. Er það ekki
það sem við viljum?
Birgitta Jónsdóttir Klasen
https//www.birgittajonsdottirklasen.com
https//www.Heilsumiðstöð Birgittu/facebook.com
GÓÐA NÓTT
Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar
LEIKSKÓLAKENNARAR ÓSKAST
Leikskólinn Gefnarborg er einkarekinn ögurra deilda leikskóli í Garði.
Í leikskólanum er unnið metnaðarfullt starf þar sem mikil áhersla er á virðingu og jákvæð samskipti.
Í starnu er stuðst við kenningar Howard Gardners og sérstök áhersla á ölmenningu og umhver-
smennt.
Í starfsmannahópinn vantar deildarstjóra og leikskólakennara á deild.
Æskilegar menntunar- og hæfniskröfur eru:
- Háskólagráða í leikskólakennarafræðum eða önnur uppeldismenntun
- Góð færni í samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til 24. maí 2012.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu leikskólans
http://www.leikskolinn.is/gefnarborg
Nánari upplýsingar veita leikskólastjóri og rekstraraðili í síma 422- 7166
Frjókornaofnæmi getur verið ansi hvimleitt og valdið viðkomandi miklum óþægindum. Frjó-
korn frá ýmsum gróðri geta valdið
bólguviðbrögðum í ónæmiskerf-
inu með aukinni framleiðslu á his-
tamíni, prostaglandínum og fleiri
bólgumyndandi efnum. Áhrifin
eru fyrst og fremst í slímhúð efri
öndunarfæra og helstu einkenni
eru augnkláði, kláði í nefi og hálsi,
nefstíflur, nefrennsli, hnerri, þreyta og þrýstingur
í höfði. Hægt er að halda einkennum í lágmarki
með náttúrulegum leiðum en hafa ber í huga að
sumir þurfa þó á ofnæmislyfjum að halda ef ein-
kenni eru mjög mikil.
Vel samsett og næringarrík fæða er að sjálfsögðu
undirstaðan að sterku og heilbrigðu ónæmiskerfi.
Ákveðin náttúruefni hafa jákvæð áhrif á einkenni
frjókornaofnæmis eins og omega 3 fitusýrur, quer-
cetin og C vítamín. Quercetin virðist koma í veg
fyrir losun histamíns og er einna helst að finna í
berjum, lauk, grapeávexti og eplum. Omega 3 fitu-
sýrur fáum við með góðu móti úr lýsi, hörfræolíu
og valhnetum. C vítamín finnst víða í grænmeti og
ávöxtum og þá sérstaklega í sítrusávöxtum og papr-
iku. Acidophilus meltingagerlar stuðla að heilbrigðri
þarmaflóru í meltingarvegi og hafa þannig styrkjandi
áhrif á ónæmiskerfið. Ýmsar jurtir geta dregið úr
einkennum frjókornaofnæmis og ber helst að nefna
brenninettlu, vallhumal, ylliblóm, kamilla, engifer og
morgunfrú. Hægt er að drekka þessar jurtir í teformi
eða taka inn í hylkjum en það þarf að taka þær inn
frekar reglulega til að draga úr einkennum. Einnig
er gagnlegt að setja eucalyptus ilmkjarnaolíu í pott
af heitu vatni og anda að sér (gufuinnöndun) en það
hefur slímlosandi áhrif.
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
Náttúruleg ráð gegn
frjókornaofnæmi
www.facebook.com/grasalaeknir.is
ATVINNA
Go2 flutningar óska eftir að ráða bílstjóra
og ýmisstörf innan fyrirtækisins.
Skilyrði er að viðkomandi hafi meira próf.
Upplýsingar í síma 770 3571
Starfsmaður óskast hjá K9.
Þarf að geta byrjað eigi seinna en 1. júni.
Upplýsingar í síma 892 0044
K9 ehf, Flugvöllum 6, Sími 421 0050
ATVINNA
LOKAHÓF
YNGRI FLOKKA KÖRFUKNATT-
LEIKSDEILDAR KEFLAVÍKUR
verður haldið í Toyotahöllinni
fimmtudaginn 10. maí kl. 18:00.
Iðkendum verða veittar viður-
kenningar fyrir góðan árangur og
iðjusemi á leiktíðinni og pylsur
verða grillaðar í mannskapinn.
Iðkendur allir og foreldrar
þeirra eru hvattir
til að mæta.
Barna- og
unglingaráð KKDK
Karlakór Keflavíkur er orðinn fastur þáttur í samfélaginu
á Reykjanesi. Svo oft og við svo
mörg ólík tækifæri hefur þessi
hressi hópur karla þanið radd-
bönd sín til að gleðja aðra og
skapa stemmningu. Og ekkert
lát varð á því á tónleikum þeirra
sl. mánudag í Hljómahöllinni.
Grunur leikur á að meiri kraftur
og hiti hafi verið á þessum tón-
leikum en endranær þar sem um
kveðjutónleika fyrir stjórnand-
ann til átta ára, Guðlaug Viktors-
son var að ræða.
Sannarlega stóðu tónleikar þessir
undir frétt inni um stórtón-
leika. Guðlaugur í meiri ham en
nokkru sinni og kórinn fylgdi svo
sannarlega. Það reynir á að syngja
lög úr West Side Story eða eftir
Leonard Bernstein en körlunum
tókst ótrúlega vel að skila þessum
erfiðu lögum á áheyrilegan hátt til
fjölmargra gesta. Hafi einhverjir
haldið að þar með væri hápunkt-
inum náð þá átti Pílagrímakórinn
eftir Tannhauser eftir að hljóma
með tilheyrandi gæsahúð. Er mér
til efs að kórfélagar hafi áður lagt sig
jafn mikið fram um að skila sam-
stilltu og áheyrilegu verki. Enda var
salurinn heldur betur með á nót-
unum – grun hef ég um að nokkur
lög af gæsahúð hafi þar orðið til.
Einsöngvara fékk kórinn til liðs við
sig, þau Einar Clausen og Þórdísi
Borgarsdóttur. Með einlægri og
fallegri „heyr mína bæn“ skaust upp
á himininn enn ein söngstjarnan á
Suðurnesjum. Einar Clausen var
ekki einhamur hvort heldur var í
ítölskum stemmum eða íslensku
poppi. Samleikur einsöngvara og
kórs var fagmannlegur og leikinn
af slíkri alúð að úr varð stórbrotinn
heild. Undirleikur Jónasar Þórs á
slaghörpuna hélt mönnum að mel-
ódíunni af kostgæfni.
En Karlakór Keflavíkur ræðast ekki
bara á stóru verkin. Hann leikur
sér líka að „léttmetinu“. Þekktir
slagarar og dægurlög öndvegis-
höfunda hleyptu enn frekara fjöri
í kórinn og ekki síður hinn lifandi
stjórnanda. Er ekki laust við að
salurinn hafi allur verið farinn að
iða undir fjörinu og klappaði dug-
lega í lokin.
Óhætt er að segja að Guðlaugur
Viktorsson skilji eftir kraftmikinn
kór og óskandi að arftaki hans
haldi uppi merkinu. Kveðjutón-
leikarnir voru besta sönnun þess
hve vel Guðlaugur hefur haldið um
sprotann með hinum söngelsku
drengjum KK. Þeir sem voru svo
ólánsamir að missa af tónleikum
Karlakórsins á mánudag geta
hrósað happi því þeir verða endur-
teknir í Hljómahöllinni kl. 20:30
fimmtudaginn 10. maí.
Ég þakka kórnum frábæra kvöld-
stund.
Hjálmar Árnason.
Stuð á Karlakórnum í Hljómahöllinni