Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 2
 1. tbl., 55. árg. – mars 2009 Útgefandi: Neytendasamtökin, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Sími: 545 1200 Fax: 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, Hildigunnur Hafsteinsdóttir Umsjón með gæðakönnunum: Ólafur H. Torfason Yfirlestur: Finnur Friðriksson Umbrot og hönnun: Uppheimar ehf. Prentun: GuðjónÓ ehf. – vistvæn prentsmiðja Forsíðumynd: Skömmtunarseðlar - Morgunblaðið/Valdís Thor Kreppan sem var: Fyrri heimsstyrjöldinni lauk fyrir níutíu árum, 11. nóvember 1918, og hún hafði afgerandi áhrif á kjör manna í Reykjavík; framan af var ástandið sæmilegt en eftir 1916 má segja að neyðarástand hafi ríkt, einkum í höfuðstaðnum á árunum 1916 til 1918. Í Sögu Reykjavíkur kemur fram að þrengingarnar hafi lýst sér í „atvinnuleysi, húsnæðisvandræðum og skorti á eldsneyti, matvælum og byggingarefni. Verðbólga lék launþega grátt og þar við bættist frostaveturinn mikli 1918 og spánska veikin.“ Upplag: 12.500 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: Árgjald Neytendasamtakanna er 4.300 krónur og innifalið í því er Neytendablaðið, 4 tölublöð á ári. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðu: prentari Leiðari ritstjóra 2 Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustan 3 BPA-skaðlegt efni í vörum 4 Orkumerki 5 Gæðakönnun á þvottavélum 6 Danskt uppeldi 9 Spánn-Ísland 10 Athugaðu hljóðstyrkinn 12 Frá formanni 13 Gæðakönnun á prenturum 14 Spáð í kreppuna 17 Flugfargjöld 21 Matjurtagarðar 22 Efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. Brynhildur Pétursdóttir. Misskilið frelsi Þegar hús og önnur mannvirki eru reist á Íslandi þarf að fylgja alls kyns séríslenskum reglum. Taka þarf tillit til vindálags, snjóþunga og jarðskjálftahættu, svo dæmi séu tekin. Kröfurnar í Evrópu eru víðast hvar ekki eins strangar og hér og í sjálfu sér er ekkert því til fyrirstöðu að við slökum á kröfum okkar og rýmkum reglur eða aukum frelsið eins og það er svo gjarnan kallað. Okkur dettur slíkt hins vegar ekki í hug því það væri algerlega óásættanlegt ef hús færu að hrynja ofan á hausinn á fólki. Það er áhætta sem við erum ekki tilbúin að taka. Nú þegar efnahagskerfið er hrunið með brauki og bramli er ekki skrítið að fólk spyrji í forundran hvernig þetta hafi eiginlega getað gerst. Ófullkomnu regluverki í Evrópusambandinu er m.a. kennt um en íslensk lög um fjármálastarfsemi hafa verið löguð að þeim evrópsku á undanförnum árum. Það hlýtur þó að vera á okkar valdi að setja lög og reglur sem taka mið af þeim aðstæðum sem ríkja á Íslandi. Við myndum aldrei taka upp byggingareglugerðir landa þar sem engin jarðskjálftahætta er fyrir hendi en okkur þótti ekkert athugavert við að laga fjármálaumhverfið hér að því evrópska – jafnvel þótt við séum með einn minnsta sjálfstæða gjaldmiðil í heimi sem við vitum að þolir ekki mikið vindálag, hvað þá alþjóðlegt óveður. Stjórnvöld virðast að mestu hafa sofið á verðinum. Enginn veit almennilega hvað Fjármálaeftirlitið var að sýsla en það er þó skjalfest að Seðlabankinn hefur varað við óvarkárri útlánastefnu bankanna. Óábyrg útlán eru ekki einkamál bankanna og því vekur furðu að ekki hafi verið gripið inn í á fyrri stigum. Fyrir utan stýrivaxtahækkanir, sem dugðu skammt, virðist Seðlabankinn ekki hafa haft nein úrræði önnur en að biðla til bankastjóranna um að sýna varkárni. Ég veit ekki til þess að það sé biðlað til verktaka um að nota nú örugglega nógu mikið steypujárn eða að hönnuðir séu vinsamlegast beðnir um að vanda burðar- þolsútreikninga. Við höfum lög og reglur sem tryggja að mannvirki standist verstu veður og ef menn brjóta lögin er þeim refsað. NEYTENDABLA‹I‹  NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.