Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 14
Sala á sambyggðum tækjum með prentara, ljósritunarvél, skanna, faxi og fleiri möguleikum hefur aukist verulega undanfarin misseri. Tækin eru enda flest þægileg og uppfylla kröfur margra neytenda. En fjöldi gerða er mikill og ráðlegt að kanna rækilega úrvalið áður en kaup eru gerð. Röng ákvörðun getur valdið vonbrigðum og kostað meira fé en ástæða er til. Markaðskönnun Neytendablaðið gerði í febrúar markaðskönnun á þeim fjórum flokkum tækja sem almenningur, fyrirtæki, samtök og stofnanir nota gjarnan til að prenta skjöl og ljósmyndir á pappír í stað þess að fara með verkin í prentsmiðju eða ljósmyndaþjónustu. Sum tækin geta gert fleira en að prenta og önnur geta prentað á fleira en pappír. Á íslenska markaðnum reyndust vera alls 109 gerðir tækja í fyrrnefndum fjórum flokkum. Verðbilið er geysilega mikið sem sýnir ekki bara að tækin eru misjafnlega vönduð og endingargóð heldur ekki síður hve mismunandi fjölhæf þau eru. Bleksprautuprentarar (inkjet printers) 40 gerðir af bleksprautuprenturum voru á markaði hérlendis. Sá dýrasti var 13 sinnum dýrari en sá ódýrasti. Ódýrastur var HP DeskJet 2560 á kr. 6.495 í Elko en dýrastur Canon Pixma PRO 9000 á kr. 84.995 í Elko. Geislaprentarar (laser printers) 36 gerðir af geislaprenturum voru á markaðnum. Sá dýrasti var næstum 16 sinnum dýrari en sá ódýrasti. Ódýrastur var Konica Minolta PagePro 1400w sem kostaði kr. 13.900 í Kjaran en dýrastur Konica Minolta MagiColor 5450 á kr. 219.000 í Kjaran. Fjölnotatæki (multifunction devices/printers, MFD/MFP) 18 gerðir af fjölnotatækjum voru á markaðnum. Þessi tæki eru yfirleitt sambyggður prentari, ljósritunarvél og skanni. Dýrasta tækið var fjórum sinnum dýrara en hið ódýrasta. Ódýrast var Canon MP 240 sem kostaði kr. 15.900 í Nýherja en dýrast Samsung CLX- 3160N á kr. 69.900 í Ormsson. Öll-í-einu (all-in-one) 15 gerðir af öllum-í-einu voru á markaðnum. Þessi tæki eru sambyggður prentari, ljósritunarvél, skanni og oft fax og jafnvel enn fleiri kostir. Dýrasta tækið var 13 sinnum dýrara en hið ódýrasta. Ódýrast var Canon MX 300 sem kostaði kr. 19.900 í Nýherja en dýrast Dell 2335 dn á kr. 267.400 í EJS. Markaðskönnunin er birt í heild sinni á www.ns.is. Þar koma fram vörumerki og tegundarheiti, verð og seljandi, en einnig hvort hægt er að nota prentarann þráðlaust og nettengdan, hvort hann getur prentað báðum megin á blaðið í sömu umferð og hvort hann getur prentað af minniskorti án þess að nota tölvu til samskipta. Gæðakönnunin Í gagnasafni International Consumer Research and Testing (ICRT) eru niðurstöður gæðakannana á prenturum og tækjum af því tagi sem hér eru til umfjöllunar frá árunum 2008 og 2009. Gagnasafnið nær til 70 prentara og af þeim voru 13 á markaði hérlendis í febrúar. Nokkrar niðurstöður varðandi þá eru birtar hér í töflu. Þegar á heildina er litið eru prentgæði viðunandi hjá nær öllum gerðum þeirra tækja sem hér um ræðir nema helst hjá sumum hinna allra ódýrustu. Ekkert af sambyggðu tækjunum skilar öllum möguleikum mjög vel og sum þeirra eru verulega hægvirk, sérstaklega í litljósmyndaprentun. Kostnaðurinn Áður en prentari er keyptur ætti að kanna hvort henti betur sambyggt tæki (margnotatæki, fjölnotatæki, öll-í-einu) eða bara prentari og hvað varðar verð er mjög mikilvægt að skoða ekki bara innkaupsverð prentarans. Rekstrarkostnaður prentara, aðallega vegna kaupa á blekhylkjum, er mjög mismunandi. Sé mikið prentað af ljósmyndum og grafík veldur það miklu hærri kostnaði en ef bara er prentaður svartur texti. Kostnaðarsöm blekhylkjakaup fyrir ódýran prentara geta fljótt gert dæmið miklu óhagstæðara heldur en ef dýrari og sparneytnari prentari er keyptur í upphafi. Sérstakur ljósmyndapappír er líka alldýr. Tölvuprentarar og fjölnotatæki Bleksprautuprentarar, geislaprentarar, fjölnotatæki og öll-í-einu Canon-Pixma mp 9801 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.