Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Síða 6

Neytendablaðið - 01.03.2009, Síða 6
Sífellt fleiri neytendur kaupa nú minni og ódýrari þvottavélar en áður. Það er oft hárrétt ákvörðun. Flestar nútíma þvottavélar eru ágætistæki fyrir þau verkefni sem þeim eru ætluð. Nýjasta gæðakönnun ICRT á þvottavélum nær til um 190 gerða. Níu þeirra fást hérlendis og má hér í töflu sjá nokkur atriði úr gæðaprófuninni á þeim. Þvegið var í þremur þvottavélum af hverri gerð, 1.840 sinnum í mismunandi kerfum. Það samsvarar um 10 ára notkun miðað við að þvegið sé að meðaltali 3,5 sinnum í viku. Markaðskönnun Í markaðskönnun Neytendablaðsins í febrúar fundust hérlendis 105 gerðir af þvottavélum á verðbilinu um 80.000 – 430.000 kr. Af 20 ódýrustu vélunum voru sjö frá Candy. Af 20 dýrustu gerðunum voru átta frá Miele. Sjá nánar markaðskönnuninni á www.ns.is, einungis aðgengileg félagsmönnum. Verðlag og búnaður Verð á sumum ódýrari þvottavélum er lægra af því að vinduhraði er minni og vindutími skemmri en í dýrari gerðum. Það hentar einmitt sumum notendum. Ef eigandinn getur þurrkað þvottinn úti á snúru eða í þvottaherbergi er hægt að spara skynsamlega með því að sleppa því að kaupa innbyggðan eða sjálfstæðan þurrkara. Rannsóknir á vegum neytendasamtaka hafa sýnt að sumar ódýrar þvottavélar frá Bosch, Siemens, Otto/Hanseatic, Quelle/Privileg og Electrolux (að undantekinni AEG-Electrolux Lavamat) þvo og skola nákvæmlega jafn vel og dýrari vélar sem bjóða upp á meiri vinduhraða. Þær ódýru nota líka flestar hverjar minna rafmagn og vatn en hinar dýru og eru því vistvænni. Og margar bjóða upp á einn dýrmætan kost í viðbót: Þær eru með nýjar gerðir af vatnsskaðavarnarbúnaði til að koma í veg fyrir flóð. Varnir gegn vatnstjónum Víða er bannað að hafa þvottavélar á íbúðarhæðum í húsum þar sem vatnsflóð frá þvottavél á einni hæð getur valdið miklu tjóni á hæðum fyrir neðan. Þvottavélar eru þá hafðar í kjallara eða sérútbúnu þvottaherbergi. Stundum er skylda að vera sérstaklega tryggður fyrir vatnsskaða frá þvottavélum. Margar nútímaþvottavélar eru með skynjara og varnarkerfi sem eiga að fara í gang og stöðva vélina ef bilun verður og hætta myndast á vatnsflóði. Margt getur bilað; vatnsrör og samskeyti, lausar lokur, ventlar og gúmmí, óþétt botnplata o.fl. Er notendum eindregið ráðlagt að taka enga áhættu í þessum efnum heldur kanna það sérstakleglega hvort skynjarar og varnir séu í vélinni. Sumar ódýrar vélar eru ekki með varnir heldur einfaldan skynjara sem gerir bara aðvart ef eitthvað er að fara úrskeiðis en sé enginn heima, eða vélin niðri í kjallara, er hann gagnslaus og vatn getur sprautast eða lekið út um allt. Vélar sem eru þannig útbúnar ætti aðeins að setja í kjallara eða þvottaherbergi með niðurfalli í gólfi. Vélar sem henta fötluðum Ef notandinn er í hjólastól eða slæmur í baki er yfirleitt hentugast fyrir hann/hana að nota framhlaðna vél sem hefur verið púkkað undir og hún hækkuð til að viðkomandi einstaklingur nái vel til stjórnbúnaðar og hurðar. Ef notandinn er veikburða í höndum eða getur ekki hreyft þær nægilega er best að kaupa framhlaðna þvottavél sem auðvelt er að opna, loka og þreifa innan. Einnig þarf að vera auðvelt að nota stjórntakka. Fatlaðir sem skynja umhverfi sitt illa, hafa t.d. takmarkaða sjón, ættu að fá þvottavél sem er með forstilltum kerfum og hægt er að stjórna með aðeins einni eða tveimur hreyfingum. Engar þvottavélar eru sérstaklega heppilegar fyrir sjónskerta; það vantar á allar gerðir skærari liti og fleti til leiðbeiningar og líka upplýsinga- og svörunarhljóð um notkunina. Gagnlegir eiginleikar Jafnvægis-réttari (out-of-balance correction). – Hann skynjar það sjálfkrafa ef vélin hefur komist úr jafnvægi og sendir skilaboð svo að vélin deilir strax þunganum til leiðréttingar upp á nýtt. Hún gerir það með hægagangi á vindunni fyrir vindingu eða með því að taka inn á sig meira vatn. Þvottavél sem kemst úr jafnvægi getur farið að hreyfast um gólf og fallið á hliðina. Sérstaklega er þetta varasamt ef vélin stendur á upphækkun eða stalli. Rétt er að kanna alltaf öðru hvoru hvort vélin stendur rétt á fótum. Algengasta vandamál nýlegra þvottavéla í Ástralíu á undanförnum árum var jafnvægisskortur, skv. neytendablaðinu Choice. Sjálfvirkur vatnsborðsstillir. – Þessi búnaður getur sparað orku, vatn og tíma með því að skynja og stilla sjálfkrafa hæð vatnsborðsins í vélinni eftir því sem hentar hverju þvottakerfi um sig. Stillanlegur vinduhraði. – Með þessum búnaði er hægt að stilla vinduhraðann í sumum kerfum. Hærri vinduhraði skilar þurrari þvotti en lægri hraði er hentugur fyrir viðkvæman þvott eða efni sem krumpast auðveldlega. Hversu áreiðanlegar? Á síðasta ári gerði ástralska neytendablaðið Choice könnun meðal félagsmanna sinna á því hve vel þvottavélar þeirra hefðu enst. Kannað var hvort vélar keyptar á árinu 2000 eða síðar hefðu þurft að fara í viðgerð. Alls bárust svör varðandi 7.000 þvottavélar frá 12 framleiðendum. Að meðaltali höfðu 10% þeirra þurft viðgerð. Bestu útkomu vörumerkjanna hlaut Bosch en þá slökustu Ariston. Gæðakönnun á þvottavélum  NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.