Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 9
„Konur eiga ekki að sitja eins og páfagaukar á öxl manna sinna ef þær vilja að mennirnir taki virkan þátt í uppeldinu.“ Kristian Witt Hún er vökul, ávallt til staðar og fylgist með því hvort faðirinn setji bleyjuna ekki örugglega rétt á bossann, hvort hann hiti nú pelann almennilega og hvort hann haldi rétt á barninu. Og hún er ekkert að skafa utan af því ef hún er ekki ánægð með aðferðirnar. Það endar oft með því að maðurinn gefst upp á að sinna barninu. Þörf kvenna til að stjórna umönnun og uppeldi barnanna er nefnilega oft ástæða þess að foreldrar ungra barna slíta samvistum. Þessu heldur Kristian Witt fram en hann er fjögurra barna faðir, fyrirlesari og rithöfundur bókarinnar Bare vent til far kommer hjem. Kristian segir að vilji karlmenn hafa meiri áhrif á heimilinu og í uppeldinu þurfi þeir oft að hafa virkilega fyrir því. Hann segist einnig upplifa yfirgang kvenna á fyrirlestrum. „Ef ég spyr karlana svara konurnar fyrir þá og þá verð ég að spyrja þá: „Já en hvað finnst ykkur?“ „Það gengur ekki að konan líti alltaf yfir öxlina á manni sínum og segi: „nei það gengur ekki að gera þetta svona því þá pissar hann í gegn.“ Margir feður missa trúna á sjálfa sig og fara aftur í hlutverk fyrirvinnunnar. Þeir standa sig kannski vel í vinnunni og því halda þeir sig kannski þar meira en góðu hófi gegnir.“ Að mati Kristians er lausnin sú að mæðurnar haldi aðeins aftur af sér og t.d. geti verið gott ráð að þær yfirgefi herbergið meðan faðirinn skiptir á barninu. Kristian segir föður- inn þurfa að vera inni í myndinni alveg frá byrjun; annars verði vandamálin bara stærri þegar barn númer tvö kemur í heiminn. Láttu karlinn í friði – og leyfðu strákunum að slást! Á dönsku heimasíðunni www. navlestreng.dk má finna áhugaverðar greinar um uppeldi. Hvort hægt er að heimfæra umfjöllunina upp á íslenskar aðstæður skal ósagt látið en þarna má þó sjá áhugaverð viðhorf, s.s. það að mæður séu of stjórnsamar þegar kemur að uppeldi barnanna og að það eigi beinlínis að leyfa drengjum að slást, annars sé ekki von á góðu. Jesper Juul er þekktur fjölskylduráðgjafi og rithöfundur í Danmörku. Hann heldur því fram að leikskólakennarar ættu oftar að leyfa litlum slagmálahundum að slást í stað þess að skerast í leikinn um leið og einhverjar hrindingar byrja. Árásargirni drengjanna er ekki vel séð í leikskólanum og kvenleg gildi hafa tekið völdin bæði í skólakerfinu og á heimilum. Kvenleg gildi eru auðvitað góð en ef þau verða allsráðandi er verið að bæla niður náttúrulega árásargirni drengjanna og það getur haft alvarlegar afleiðingar, segir Jesper. Árásarhneigð er hluti af tilfinningaskalanum og strákar geta að sögn Jespers aðeins lært að hafa stjórn á þessum tilfinningum ef þeir fá leyfi til að fá útrás fyrir árásarhneigðina og upplifa árásarhneigð annarra. Það eigi því ekki að stoppa slagsmálin of snemma heldur leyfa litlu óeirðarseggjunum að ráða fram úr sínum málum. Jesper bendir á að fjögurra ára börn séu jafnvel betri í að leysa ágreining sín á milli en fullorðnir. Ef árásarhneigðin er kæfð getur farið svo að menn verði veiklyndir og láti alfarið stjórnast af konum; þeir verði „pleasers“ eins og Jesper orðar það. Eitt ráð gegn kvenlegum yfirgangi er að takast ærlega á við strákana og hvetur Jesper feður til að slást við syni sína, í gamni auðvitað, 3- 4 sinnum í viku eða sjá til þess að strákarnir fái útrás fyrir kraftana í einhverjum íþróttum. Úrdráttur úr greinum á www.navlestreng.dk eftir Peter Andersen Kvenleg gildi í fyrrirúmi Stjórnsamar mæður  NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.