Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 10
Fyrir réttu ári reit undirritaður grein í Neytendablaðið um aðstæður barna og sitthvað fleira á Spáni, hafandi þá verið búsettur eina sex mánuði í landinu. Nú er liðið á annað ár og línur farnar að skýrast í stóru jafnt sem smáu. Byrjum á lífs- dropanum. Tíu dropar úr helvíti Frá því ég flutti til Spánar í júlí 2007 hef ég ekki fengið góðan kaffibolla. Lengi vel tamdi ég mér jákvætt hugarfar og prófaði kaffi víða um bæinn. En það var alltaf eins. Alltaf hörmung. Reyndar fékk ég mjög gott kaffi um páskana og á þriggja vikna tímabili í ágúst. Þá var ég reyndar staddur á Íslandi. Einhvers staðar verða vondir að vera Fyrir nokkrum árum voru innleiddar tilskipanir Evrópusambandsins um bann við reykingum. Á einhvern afar sérkennilegan máta hefur veitinga- og kaffihúsabransanum tekist að sveigja þessar tilskipanir að þörfum reykingafólks. Um daginn fór ég með krakkana á einn hlekk kaffiteríukeðjunnar Rodilla. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var sestur að annar hver maður var að reykja – leitaði þá að skiltum og sá að reykingar voru leyfðar – og síðan sá ég stigaop sem vísaði niður í gluggalausan kjallara – hann var fyrir hina reyklausu. Einhvers staðar verða vondir að vera. Grænmeti og ávextir Kannski er þetta sá póstur í innkaupum sem við eigum eftir að sakna mest: að geta ekki lengur farið til Miguels í litlu grænmetisbúðinni hjá skólanum og keypt tíu kíló af grænmeti og ávöxtum á sirka 15 evrur. Að sitja á strák sínum Sonurinn á heimilinu er að verða sex ára. Hann er búinn að sitja á skólabekk í á annað ár. Og þá meina ég sitja. Á meðan leikskólinn íslenski snýst mikið um hreyfingu og útivist þá eru aðrar áherslur hér. Fjögurra ára eru börnin í bekk undir stjórn kennara og það er stíf innlögn. Hann er orðinn mjög öruggur að draga til stafs og teikna allskyns form og lesturinn er að detta inn. En það er mjög lítið um frjálsan leik og fari hitinn undir 8 gráður og leiki grunur á úrkomu fara þau ekki út í frímínútur. Undanfarnar vikur hefur verið óvanalega kalt í Madríd og börnin hafa verið mikið inni og horft á videó. Minn maður er búinn að fá uppi í kok. Ég er handviss um að hér hafa íslenskir leikskólar vinninginn. Íþróttir og tómstundir eftir skóla Þetta fyrirkomulag er prýðilegt; félögin koma til krakkanna í skólana – ekkert skutl. Í skólanum okkar, sem kenndur er við Filippus prins, er boðið upp á fótbolta, körfubolta, dans, júdó, ensku og sitthvað fleira. Það virkar þannig að skólinn er í samstarfi við íþróttafélög sem bjóða upp á tíma í skólanum að skóladeginum loknum. Þá sækir til dæmis fótboltaþjálfarinn þá sem skráðir eru í fótbolta inn í bekkina og æfingin hefst. Foreldrarnir koma síðan klukkutíma síðar. Einn fullkominn hlutur Það er langt í frá að allt sé fullkomið hér í Spánarveldi. Þó er einn sá hlutur: skóladagurinn hefst að jafnaði ekki fyrr en klukkan níu. Einn klukkutími milli vina virðist ekki mikið en munurinn á stemningunni er geysilegur. Að fara með krakkana í skólann hér á Spáni er ljúf aðgerð. Krakkarnir eru útsofnir, það er orðið bjart, margir foreldranna hafa þegar verið á fótum í tvo tíma og eru búnir að fá sér kaffi og búnir að opna fyrir litla hjartað og líst bara alls ekki illa á heiminn. Á Íslandi er þessu öðruvísi farið. Íslendingurinn opnar augun, fer í föt, treður seríosi í krakkana og er örugglega búinn að hvæsa og urra alloft áður en stokkið er ofan í vök hins ískalda dags. Allir sáttir? Nei, ekki allir sáttir. Íslendingurinn fer síðan í vinnuna og næsta klukktímann drekkur hann kaffi, ornar sér við mbl.is og er farinn að þiðna upp úr hálf tíu. Ég legg til að skóladagurinn hefjist klukkan níu. Það yrði hluti af endurskipulagningu hins Nýja-Íslands. Og þið efasemdarfólk og þið sem þurfið virkilega að mæta til vinnu í bítið, hér eru góðu fréttirnar: Hér hafa menn þann háttinn á að bjóða upp á vistun fyrir skóla fyrir þá sem þurfa. Allir sáttir. Bjargvætturinn Lucía Oft hef ég blótað krökkunum í hverfinu fyrir að vera innipúkar og aldrei til taks. Ég hef líka á tilfinningunni að þeir hangi dálítið mikið í „La play“ eins og þeir kalla Playstation og tölvuleiki almennt. En burtséð frá þessu hef ég séð töluverð tilþrif í mannlegum samkiptum hjá skólafélögum krakkanna. Börnin á heimilinu þurftu að taka á honum stóra sínum fyrstu mánuðina í nýju landi. Fyrsta skóladaginn afhentum við þau við hliðið og sáum á bak þeim inni í framandi byggingu með framandi fólki sem talaði framandi tungumál. Hér var ekkert sem hét aðlögun og að við mættum vera hjá þeim í skólastofunni fyrstu dagana eins og tíðkast oft. Ísland | Spánn: pælingar Reykingar á veitingastöðum þykja ekkert tiltökumál Úrvalið hjá Miguel er mikið og verðið gott 10 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.