Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Qupperneq 17

Neytendablaðið - 01.03.2009, Qupperneq 17
Í ljósi þeirra hremminga sem dunið hafa yfir þjóðina er áhugavert að skoða efnahagsskýrslur og -spár aftur í tímann. Hvernig stóð á því að engar þær stofnanir og greiningardeildir sem best þekktu til hér á landi sáu þessi ósköp fyrir? Þegar horft er til baka er þó varla hægt að segja að brotlending íslensks efnahagslífs hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þótt flestir kunni að hafa leitt hjá sér gagnrýnina var hún til staðar þótt óhjákvæmilega færi meira fyrir jákvæðum fréttum af uppgangi efnahagslífsins og landvinningum íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu. Blikur á lofti 2005 Þegar árið 2005 höfðu margir áhyggjur af stöðu mála. Alþýðu- samband Íslands, ASÍ, hefur gefið út fjölmargar hagskýrslur á undan- förnum árum. Vorið 2005 sendi ASÍ frá sér skýrsluna Hagstjórn á villigötum. Á þessum tíma var mikill gangur í efnahagslífinu og kom sérstaklega tvennt til; stóruiðjuframkvæmdir og stóraukinn aðgangur fyrirtækja og heimila að lánsfé. Í skýrslunni gagnrýnir ASÍ aðhaldsleysi ríkisstjórnarinnar á þenslutímum og telur að illa tímasettar skattalækkanir og breytingar á íbúðalánamarkaði hafi ýtt undir ójafnvægi í hagkerfinu. Viðskiptahallinn stefndi í að verða 12% af landsframleiðslu sem var nýtt met. ASÍ taldi þörf á ábyrgari hagstjórn og vitnar í skýrslu OECD þar sem sagði að stórauka þyrfti aðhald í ríkisfjármálum ef ekki ætti að koma til alvarlegrar kreppu í lok stóriðjuframkvæmda. Seðlabanki og fjármálaráðuneytið ósamstíga ASÍ gaf út aðra spá haustið 2005; Erum við í góðum málum? Viðskiptahallinn hafði aukist sem og verðbólgan, krónan var mjög sterk og stýrivextir höfðu hækkað. Hagfræðingar ASÍ undruðust ólíka afstöðu Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins og sögðu engu líkara en að bankinn og ráðuneytið lifðu hvort í sínu hagkerfinu. ASÍ benti á að vissulega hefði efnahagskerfið breyst hratt og að breytingarnar væru jafnvel fordæmislausar og því ekki óeðlilegt að mat manna væri misjafnt. Við þessar aðstæður þyrfti festu og ábyrgð í hagstjórninni og taldi ASÍ verulegt áhyggjuefni hversu ólíka sýn Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið höfðu á stöðu efnahagsmála og þörfina fyrir aðgerðir. Efnahagsspá í pólitískum tilgangi? ASÍ benti á vaxandi tilhneigingu hjá fjármálaráðuneytinu „til að nota framsetningu fjárlaga og þjóðhagsspár sem innlegg í pólitískt dægurþras, þar sem innihaldslitlar fullyrðingar og orðagjálfur hafa forgang fram yfir festu og ábyrgð á hagstjórninni.“ Fjármálaráðuneytið taldi hins vegar að öll gagnrýni um skort á aðhaldi væri á veikum stoðum byggð og spáði mjúkri lendingu. Þá hefði aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum skapað grundvöll fyrir skattalækkanir sem myndu ekki raska stöðugleikanum. Skuldsett heimili og fyrirtæki Seðlabanki Íslands, SÍ, hafði einnig uppi varúðarorð í riti sínu Fjármálastöðugleiki 2005. Þar er bent á að erlend skuldasöfnun þjóðarbúsins sé áhyggjuefni en skuldirnar nemi tvöfaldri þjóðarframleiðslu. Í ljósi bættra lánakjara höfðu heimilin og fyrirtækin allar forsendur til að treysta stöðu sína, þ.e. lækka skuldir, en gerðu það ekki. Heimilin juku skuldir sínar og segir bankinn skuldastöðu heimilanna áhyggjuefni til lengri tíma litið því ekki þurfi mikið út af að bregða til að fólk standi ekki í skilum. Fyrirtækin voru einnig mjög skuldsett og segir í skýrslunni að skuldir fyrirtækja hafi aukist meira á milli áranna 2004 og 2005 en nokkru sinni fyrr. Taldi bankinn svona hraða skuldaaukningu áhættumerki óháð því hverjar ástæður hennar væru. Efnahagskreppa - óvænt eða fyrirséð? Hagvöxtur hefur verið mikill undanfarin ár og náði hámarki 2004 og 2005. Heimild: ASÍ Skuldsetning íslenskra heimila hefur vaxið jafnt og þétt. Heimild: SÍ Hagvöxtur -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 2003 2004 2005 2006 2007 Áætlun 2008 Spá 2009 Spá 2010 Spá 2011 % 0 200.000 400.000 600.000 800.000 1.000.000 1.200.000 1.400.000 1.600.000 1 9 8 0 1 9 8 1 1 9 8 2 1 9 8 3 1 9 8 4 1 9 8 5 1 9 8 6 1 9 8 7 1 9 8 8 1 9 8 9 1 9 9 0 1 9 9 1 1 9 9 2 1 9 9 3 1 9 9 4 1 9 9 5 1 9 9 6 1 9 9 7 1 9 9 8 1 9 9 9 2 0 0 0 2 0 0 1 2 0 0 2 2 0 0 3 2 0 0 4 2 0 0 5 2 0 0 6 2 0 0 7 m.kr. Skuldir heimila við lánakerfið, alls: 17 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.