Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Side 21

Neytendablaðið - 01.03.2009, Side 21
Mörgum flugfarþegum er ráðgáta hvaða forsendur liggja að baki verðlagningu á fargjöldum. Svokallaður fargjaldafrumskógur er samnefnari fyrir mishátt verð og óljós gjöld sem leggjast ofan á auglýst verð. Flestir neytendur gera sér grein fyrir því að í einni og sömu flugvélinni geta setið annars vegar farþegar sem hafa greitt einhvers konar lágmarksfargjald og hins vegar þeir sem hafa greitt allt að fimmtán– tuttugufalt fargjald, eftir því hvar og hvenær miðinn var keyptur. Við kaup á farseðlum þurfa neytendur oftast að fara langleiðina í kaupferlinu á netinu og gera jafnvel margar tilraunir til að finna hagstæðasta verðið án þess þó að vera vissir um að vera með besta kostinn í sigtinu. Skýringin felst í því að framboð og verð gengur út á að flugfélaginu takist í senn að hámarka sætanýtingu og tekjur. Lægsta fargjaldið er ekki endilega ódýrasti kosturinn. Hafa þarf í huga hvort tími og þægindi skipta máli og hvort við bætist annar kostnaður, t.d. vegna langrar biðar eða tengingar við aðrar samgöngur eða jafnvel vegna aukanætur í gistingu. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitisins nr.11/2007 er ágætis skýring á verðlagningu og mismunandi markhópum flugfélaganna og birtist hún hér: Tekjustýring og kvik verðlagning Þar sem farþegar í áætlunarflugi eru mis tímabundnir miðar verð­ lagning flugfélaga í áætlunarflugi almennt að því að verðaðgreina á milli tímabila (e. intertemporal price discrimination). Við verð­ lagninguna er almennt notast við svokallaða tekjustýringu og kvika verðlagningu (e. yield management and dynamic pricing). Þar sem ótímabundnir farþegar geta skipulagt ferðalög sín löngu áður en ferð er farin eru þeir líklegastir til þess að kaupa flugmiða með góðum fyrirvara þegar langur tími er til brottfarar og verð á flugfargjöldum einna lægst. Ótímabundnir farþegar horfa því frekar til þess hver býður lægsta verðið en hvenær flogið er. Þeir eru þar að auki hugsanlega tilbúnir til að leggja á sig tímafrekari ferðalög ef þau eru ódýrari en beint flug. Þegar nær dregur flugi hækkar verðið síðan þar sem hlutfall tímabundinna farþega eykst, þ.e. þeirra farþega sem þurfa að geta bókað flug með skömmum fyrirvara og eru tilbúnir að sætta sig við hærra verð af þeim sökum. Viðskiptafarrými eru sérsniðin að þörfum slíkra farþega. Þeir þurfa ekki að bíða í löngum biðröðum til þess að innrita sig, hafa forgang við að fara um borð og frá borði og njóta jafnvel fljótlegri öryggisskoðunar. Fargjöldin eru sömuleiðis sveigjanlegri, hægt er að breyta þeim með skömmum fyrirvara og hægt er að fá ónotaða farseðla endurgreidda. Það getur að sama skapi verið mjög mikilvægt fyrir farþega í viðskiptaerindum sem ferðast mikið og dveljast hugsanlega skamman tíma á áfangastað að fá sem mesta hvíld meðan á flugi stendur, eða jafnvel að geta nýtt tímann til vinnu, sem er vissulega hentugra í viðskiptafarrými þar sem er meira pláss, betri þjónusta og meira næði en á almennu farrými. Þrátt fyrir að bæði flug á almennu farrými og viðskiptafarrými feli í sér flutning farþega á milli tveggja staða leiðir sú verðaðgreining sem er á milli farþegarýmanna til þess að ekki er um staðgöngu milli þeirra að ræða. Á heimasíðu economicexpert.com kemur fram að Yield manage- ment kerfi tekur tillit til eftirspurnar og framboðs þar sem neytenda- hegðun er skoðuð eftir árstíð og vikudögum og að sjálfsögðu hefur verðlagning hjá samkeppnisaðilum einnig áhrif. Þetta kerfi er notað víðar en í flugi, t.d. í hótelrekstri, óperu- og leikhúsrekstri og jafnvel við sölu á rafmagni. Flugfargjöldin lúta ekki frumskógarlögmáli 1 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.