Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 19
með viðhlítandi hætti. Það er með öðrum orðum sagt fært um að sinna hlutverki sínu með skipulegum og skilvirkum hætti. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst vel áhættupróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert.“ Stjórnmálamenn lofa stöðugleika Það var kannski ekki að undra að það orð sem oftast heyrðist í kosningabaráttunni 2007 var „stöðugleiki“. Menn greindi þó á um það hvort viðhalda ætti stöðugleikanum eða koma á stöðugleika. ASÍ spáði enn og aftur mjúkri lendingu þrátt fyrir mikið ójafnvægi í efnahagsmálum. Þó mætti ekki mikið út af bregða í hagstjórninni. ASÍ gagnrýndi ennfremur óábyrg kosningaloforð sem leiddu til óraunhæfrar bjartsýni meðal landsmanna og áréttaði í skýrslu sinni; „Það sem almenningur þarf nú er ábyrg hagstjórn en ekki loforð stjórnmálamanna sem allir vita að ekki er innistæða fyrir.“ Bjartsýn spá ASÍ 2007 Í haustskýrslu ASÍ 2007 er því áfram spáð að jafnvægi fari að nást og var spáin tiltölulega bjartsýn: „Þrátt fyrir ójafnvægi og óvissu teljum við að hagvöxtur muni verða þokkalegur. Hann mun dragast eitthvað saman en við erum ekki að tala um samdrátt og því síður kreppu.“ Vorskýrsla ASÍ árið 2008 ber nafn með réttu; Gamanið kárnar, en það er síðasta spá ASÍ fyrir hrunið. ASÍ sá ekki fyrir gjaldþrot heillar þjóðar frekar en aðrar hagdeildir. Gert var ráð fyrir snarpri tveggja ára aðlögun, auknu atvinnuleysi, minni hagvexti og hárri verðbólgu. Fjármálakerfið traust en þörf á viðbúnaði Í Fjármálastöðugleika SÍ vorið 2008 er reynt að meta styrk fjármála- kerfisins við þær breyttu aðstæður sem ríktu og telur SÍ þær reyna á viðnámsþrótt bankanna. Staða fjármálafyrirtækjanna var þó talin ágæt og ársreikningar bankanna gáfu ekki annað til kynna en að þeir væru þróttmiklir. Eiginfjárstaða, arðsemi og lausafjárstaða var þannig viðunandi. SÍ bendir á ýmsa áhættuþætti en „á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert.“ Bindiskyldan Seðlabankar geta skyldað viðskiptabanka til að leggja ákveðið hlutfall af innlánum inn á reikning í seðlabankanum, þar með geta viðskiptabankarnir ekki lánað það fé út. Þetta er kallað bindiskylda. Einnig geta seðlabankar skyldað viðskiptabanka til að liggja með ákveðið hlutfall af innlánum sem seðla og mynt (eða aðrar tilteknar eignir). Þetta er kallað lausafjárskylda. Líkt og bindiskylda dregur lausafjárskylda úr getu viðskiptabanka til útlána. Heimild: Vísindavefurinn Áhyggjur af útlánaþróun Á ársfundi Seðlabankans árið 2005 lýsti Birgir Ísleifur Gunnarsson, þáverandi seðlabankastjóri, yfir áhyggjum af útlánum bankanna en þau höfðu aukist mikið og þá sérstaklega fasteignaveðlán. Birgir Ísleifur nefndi að erlendar skuldir bankanna væru einna veikasti þátturinn í efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins og ábyrgð bankanna væri því mikil. Orðrétt sagði Birgir Ísleifur: „Af miklum útlánavexti verður ekki hjá því komist að álykta að bankarnir hafi farið offari. Enginn vafi er á því að þessi mikla aukning á verulegan þátt í vaxandi þenslu og þeirri verðbólgu sem hún hefur haft í för með sér og kallar á hærri stýrivexti en ella. Bankarnir eru mjög mikilvægur þáttur í efnahagskerfi okkar. Þeir gera kröfur til Seðlabanka og ríkisvalds um að sýna aðhald og stuðla að efnahagslegum stöðugleika og verða því einnig að gera sambærilegar kröfur til sjálfra sín.“ Bankarnir lofa varkárni Á ársfundi SÍ 2006 tók Davíð Oddsson seðlabankastjóri undir orð Birgis Ísleifs og sagði að því miður hefðu aðvaranir Birgis ekki haft áhrif því útlán bankanna höfðu vaxið sem aldrei fyrr og því yrði að breyta. Davíð sagði að SÍ hefði átt fundi með bönkunum sem hefðu lofað meiri varkárni. „Enn sem komið er heldur þó útlánaaukningin Bankarnir fóru offari – hvað gerði Seðlabankinn? 1 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.