Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 7
Eigendur þvottavéla frá Miele, Bosch og Fisher & Paykel voru líklegastir til að kaupa sömu tegund aftur en áberandi færri eigendur Whirlpool, LG, Maytag eða Ariston sögðust aftur mundu kaupa þá sömu. Hvítu flygsurnar Stuttur skol- og vindutími þarf ekki sjálfkrafa að skila verri þvotti. Núna eru æ fleiri þvottavélar með styttri skolkerfi en áður, í umhverfisverndarskyni. En stutt og ófullkomið skol getur verið sérlega pirrandi ef um er að ræða dökkan fatnað. Þá kunna leifar af þvottaefni að sitja á efninu sem hvítir blettir eða flygsur. Þetta eru suðusteinar (geislasteinar, zeólítar) sem eru notaðir sem vatnsherðandi efni í þvottaduft. Yfirleitt er auðvelt að bursta eða hrista slíka bletti af eftir þurrkun, eða strjúka þá af með blautum klút. Til þess að losna við þennan vanda er gott ráð að láta minna af þvotti í vélina en ella eða að keyra hana með aukaskoli. Annað ráð gegn suðusteinum er að nota helmingi minna af þvottaefni en ráðlagt er og leysa það fyrst upp í volgu vatni og hella svo í þvottahólfið. Einnig ber að varast að nota lélegt eða gamalt þvottaefni. Sumir sérfræðingar ráðleggja heimilum að kaupa ekki þvottaefni í stórum pakkningum því þegar pakkinn hefur verið opnaður fer duftið að draga í sig meiri raka og kögglast, sem getur stuðlað að hvítum ummerkjum á þvottinum. Eitt ráð við þessu er svo að geyma duftið í loftþéttum umbúðum svo raki nái ekki til þess. Allt er þetta að minnsta kosti betra en að nota flest fljótandi þvottaefni. Þau hreinsa verr en þvottaduft og fela í sér fleiri efni. GÓÐ RÁÐ Kaupið af yfirvegun: Þvottavélar með stóra tromlu (sem tekur sjö kg eða meira) eru ekki hentugar fyrir einhleypa. Stóru vélarnar henta best í heimilishaldi þar sem hrúgur eða fjöll af þvotti hlaðast sífellt upp. Hærra innkaupsverð og notkunargreiðslur borga sig aðeins ef vélarnar eru nýttar til fulls. Stóru vélarnar eru dýrari og nota meira vatn og rafmagn en hinar smærri. Einhleypingum eða pörum sem eiga litlar vélar dugar oft að fara með stóra rúmteppið sitt eða aðra stóra gripi í þvottahús einu sinni á ári. Þvoið af yfirvegun: Þvottareglurnar sex eru þessar: 1) Flokkið þvottinn. 2) Fyllið vélina eins mikið og ráðlagt er sem hámark í hverju þvottakerfi fyrir sig. 3) Þvoið við lægsta hitastig sem unnt er, veljið viðeigandi kerfi miðað við eðli þvottanna. 4) Notið rétt þvottaefni – sérstakt efni fyrir hvítt, annað fyrir litaðan þvott og enn annað fyrir ull. 5) Miðið magn þvottaefnis við gerð óhreinindanna, magn þvotts og hörkustig vatns. (Hérlendis er vatn „mjúkt“). 6) Notið þvottaduft en ekki fljótandi þvottaefni nema nauðsynlegt sé. Þurrkið af yfirvegun: Þvottavél með vindu sem snýst 1200 hringi á mínútu pressar um 10% minna af vatni úr þvottinum en 1600 snúninga vél. Í könnuninni var 52-61% raki í mislitum þvotti þvegnum við 40°C. Æskilegast er að þurrka svo blautan þvott á snúru utanhúss eða inni í óupphituðu eða svölu herbergi. Þurrkari eyðir miklu rafmagni. Topphlaðnar vélar Aðeins þrjár gerðir af topphlöðnum þvottavélum fundust á markaði hérlendis í febrúar. Margar slíkar vélar eru dýrari en sambærilegar framhlaðnar vélar (með lóðréttri hurð) en topphlöðnu vélarnar taka minna pláss og eru oft eini kosturinn í þröngum íbúðum þar sem gólfflötur er lítill og vélin má kannski ekki vera breiðari en 40- 45 sm til að komast fyrir - kjósi fólk ekki hreinlega að borga fyrir þvottinn í þvottahúsi. Topphlaðnar vélar nota meira þvottaefni en framhlaðnar, svo að hver þvottur er dýrari. Gæði topphlöðnu vélanna eru ekki lakari en hinna, að minnsta kosti hvað varðar vélar frá AEG-Electrolux, Miele og Quelle. Þær eru með marga valkosti, aukaskolun, spar- og stutt-kerfi. Og það sem mestu varðar: Þær eru jafn endingar- góðar, öruggar og hag- kvæmar í notkun og hinar breiðu „systur“ þeirra. HLUTFALL ÁN VIÐGERÐA % Af öllum þvottavélum 90 BOSCH (328) 97 MIELE (432) 95 SAMSUNG (237) 92 SIMPSON (754) 92 FISHER & PAYKEL (1805) 90 WESTINGHOUSE (260) 89 ASKO (296) 88 WHIRLPOOL (697) 88 LG (698) 87 MAYTAG (207) 85 KLEENMAID (130) 83 ARISTON (127) 77 Heimild: Choice, Ástralíu, 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.