Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Side 3

Neytendablaðið - 01.03.2009, Side 3
Bindisamningar gegnum síma Talsvert er um það að fólk bindi sig til samninga í ákveðinn tíma. Þetta á t.a.m. oft við þegar samið er við öryggisfyrirtæki, líkams- ræktarstöðvar og fjarskiptafyrirtæki eða þegar samið er um sjón- varpsáskrift. Sér í lagi hefur verið talsvert kvartað vegna aðgangs- hörku sölumanna hjá símafyrirtækjunum. Er þá gjarnan hringt heim í fólk og því boðið að skipta um símfyrirtæki án þess að fá nánari kynningu á skilmálum eða tíma til umhugsunar. Svo er fólk einfaldlega látið staðfesta hinn nýgerða samning með tölvupósti eða sms-i. Neytendasamtökin hvetja neytendur eindregið til þess að ganga aldrei til samninga nema að vel athuguðu máli eftir að hafa lesið skilmála samningsins vel og vandlega og gert verðsamanburð. Frá leiðbeininga- og kvörtunarfljónustunni Ársskýrsla leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar Árið 2008 var með fjörugra móti hjá leiðbeininga- og kvörtunar- þjónustunni en alls bárust 12.643 erindi (þar af 9.860 símtöl) á árinu, sem er ríflega 40% aukning frá árinu 2007. Flest voru erindin vegna verðlags og auglýsinga, ferðalaga, fjármálafyrirtækja og raftækja. Einnig voru margar fyrirspurnir vegna bifreiða og fjarskiptafyrirtækja. Mest var aukningin á seinni hluta ársins – en álagið jókst mjög í kjölfar bankahrunsins. Einnig hafði leiðbeininga- og kvörtunarþjónustan milligöngu í 235 kvörtunarmálum. Flest vörðuðu málin póst og fjarskipti, Evrópsku neytendaaðstoðina (ECC) og ferðamál. Ársskýrslan er aðgengileg í heild sinni á www.ns.is. Hrósið Kona hafði samband við Neytendasamtökin og hrósaði skartgripa- versluninni Gullkúnst Helgu á Laugavegi. Konan hugðist gefa manninum sínum bindisnælu og ermahnappa í afmælisgjöf en þar sem maðurinn var ekki mikið fyrir glingur var hún fremur hikandi við kaupin. Hún spurðist þá fyrir um hvernig skilaréttarreglur væru hjá versluninni (og hugðist þá kaupa úr eða eitthvað annað í staðinn ef gjöfin félli ekki í kramið). Verslunin bauðst hins vegar til þess að taka niður kreditkortanúmer konunnar og bíða með að hringja færsluna inn þar til ljóst væri hvort maðurinn vildi gjöfina. Neytendasamtökin telja þetta fyrirmyndarþjónustu, ekki síst á þessum síðustu og verstu tímum þegar munar um hverja krónu og það er illt að eyða fé í gjafir sem nýtast svo ekki. Bindisnælan og ermahnapparnir féllu vel í kramið hjá eiginmanninum og því varð af kaupunum. Strætókort Strætófarþegar á Akranesi höfðu samband við leiðbeininga- og kvörtunarþjónustuna vegna viðskipta við Strætó bs. Þeir höfðu keypt níu mánaða kort sem gilda áttu meðal annars í strætó frá Reykjavík til Akraness. Um áramótin vildi Strætó bs. hins vegar rifta samningnum þar sem nýr rekstraraðili hefði tekið við samningnum. Farþegunum var boðin endurgreiðsla og að kaupa mun dýrara kort í stað þess gamla (fargjaldið þrefaldaðist um áramót). Eftir aðkomu kvörtunarþjónustunnar ákvað Strætó bs. þó að kortin skyldu áfram gilda eins og samið var um í upphafi og leystist málið því farsællega að lokum. Heldur þú heimilisbókhald? Neytendasamtökin halda námskeið í neytendarétti og heimilis- bókhaldi fimmtudaginn16. apríl frá kl. 18.30 til 21.30. Áhugasamir skrái sig í síma 545 1200 eða á netfangið ns@ns.is Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Nokkur sveitarfélög hafa staðið fyrir námskeiði í heimilisbókhaldi í samvinnu við Neytendasamtökin. Tímatöflu má sjá á ns.is.  NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.