Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 15
Reyndar er í mörgum tilvikum hagstæðara að kaupa geislaprentara (laser) ef ætlunin er að prenta aðallega svartan texta en ljósmyndir og grafík þurfa ekki að vera af háum gæðastaðli. Þó eru líka til dýrir geislaprentarar sem skila góðum litmyndum. Sumir notendur reyna að spara í blekkostnaði með því að endurhlaða prenthylkin eða kaupa hylki sem eru ekki frá framleiðanda tækisins. Mjög misjafnar sögur fara af því hversu hagkvæmt þetta er. Ódýrt blek getur t.d. verið viðkvæmara fyrir birtu þannig að litljósmyndir prentaðar með því fölna fyrr ef þær eru geymdar þar sem bjart er, t.d. á vegg, hillu eða skáp. Fjölbreytnin Fjölnotatæki og öll-í-einu geta prentað, ljósritað, skannað og faxað, eru með lítinn myndaskjá, geta prentað út af minniskortum og myndavélum, verið tengd innanhússneti og fleira. Sum þeirra þurfa ekki að vera tengd tölvu til að geta skilað verkum sínum. Þrátt fyrir fjölhæfni sína eru slík sambyggð tæki ekki endilega plássfrekari en prentari, ljósritunarvél, skanni og faxtæki hvert í sínu lagi. Það er því augljóst að tækin eru mjög heppileg þar sem þröngt er. Fyrst þegar svona tæki komu á markaðinn var oft bent á mögulegan veikleika sem fælist í því að ef eitt tækið í sambyggða tækinu bilaði þyrfti að fara með þau öll til viðgerðar í einu. Staðreyndin er hins vegar sú að bilanatíðni er alls ekki há í þessum tækjum, a.m.k. ef vel og skynsamlega er með þau farið. Kvartanir yfir þessum þætti eru því sem betur fer ekki algengar. Hitt er annað að vinnsluhraði og gæði ódýrra tækja eru minni en þeirra vandaðri og dýrari. Nettenging og „bein prentun“ Það getur verið mikill kostur að tækin séu nettengd innanhúss, þráðlaust eða með snúrum. Nú er algengt að margar tölvur séu í húsinu eða íbúðinni og mikið hagræði að allir notendur geti náð sambandi beint við tækið og þurfi ekki að arka um með afritsdiska, minnislykla og þess háttar. Athugið samt að oft eru þetta lítil net og getur þá jafnvel aðeins einn notandi verið í sambandi við tækið í einu. „Bein prentun“ vísar til þess að prentað er án þess að tölva sé notuð sem milliliður. Þá er tækið með litlum skjá og prentað út af myndavél eða minniskorti úr myndavél. Mörg tæki nota svokallaða PictBridge tækni til að tengja myndavél og prentara. Stinga má minniskortinu úr myndavélinni í önnur tæki.Væntanlegur kaupandi þarf að kynna sér hvaða gerðir minniskorta eru í myndavélum sem nota á með tækinu og hvaða gerðum tækið getur tengst. Algengar gerðir eru CF, MMC, MS, SD og xD. Prenthausar og -hylki Eitt af því sem getur verið ólíkt í tölvuprenturum eru blekhausarnir, þ.e. þeir hlutir sem sprauta blekdoppunum á pappírinn. Stundum er prenthausinn hluti af prenthylkinu en stundum hluti af prentar- anum. Best er að ráðfæra sig við sölumenn til að fá greinargóðar upplýsingar um hvað hentar hverjum notanda. Ef prentarinn er í daglegri notkun þarf hann kannski annars konar prenttækni en prentari sem sjaldan er látinn vinna. Stundum er eitt prenthylki með svörtu bleki og annað með þremur grunnlitum; bláum, gulum og rauðum. Stundum er eitt hylki fyrir hvern lit og getur það verið heppilegast fyrir venjulegan notanda, svo hann þurfi t.d. ekki að henda lithylki bara af því að blái liturinn kláraðist vegna þess að margar ljósmyndir með sumarhimni höfðu verið prentaðar. Sumir framleiðendur selja tvö hylki til viðbótar, með ljósbláu bleki og ljósrauðu, sem gefur ljósmyndum meiri fyll- ingu og tilbrigði. Til athugunar • Þótt undarlegt megi virðast er það nokkuð algengt að USB- tölvusnúra fylgi ekki prenturum og fjölnotatækjum. Tryggið ykkur að hún sé í pakkanum, jafnvel fleiri en ein, því annars er tækið til lítils gagns nema nota megi það þráðlaust til allra verka. • Ef tækið hefur verið sett upp samkvæmt leiðbeiningum en vinnur síðan ekki sitt verk eru sterkar líkur á því að það vanti viðeigandi rekil (driver) í hugbúnað þeirrar tölvu eða þeirra tölva sem tengjast því. Þá þarf að heimsækja vefsvæði framleiðandans með öllum tölvunum og slá inn heitið á gerð hverrar tölvu til að leita að reklunum og hlaða þeim niður. Þetta er algengt og ekkert óeðlilegt, hugbúnaður er oft uppfærður og notandinn fær nýjustu og bestu útgáfuna. Fjöldi tækja í gæðakönnun og markaðskönnun Í markaðskönnun Neytendablaðsins Framleiðandi Í gæða- könnun ICRT Bleksprautu- prentarar, margnota tæki og öll-í-einu Geisla- prentarar (laser) HP 20 30 15 Epson 15 Canon 11 18 1 Lexmark 11 1 Dell 7 2 Brother 3 8 2 Kodak 3 Oki 3 1 Samsung 3 9 Konica Minolta 2 6 Ricoh 1 Xerox 2 Alls 70 68 36 HP Photosmart C5380 HP Photosmart D5460 1 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.