Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 5
 kenndi að mikill munur væri á milli manna og nagdýra en leiddi rannsókn Antidote Europe hjá sér og stendur við upprunalegar ráðleggingar sínar. Munur á mönnun og dýrum Sér til stuðnings leggur EFSA áherslu á að menn brjóta niður og losa BPA fljótar en nagdýr og að fóstur manna eru í lítilli hættu af áhrifum BPA því móðirin losar efnið svo fljótt úr líkamanum. Með þessu er verið að segja að hröð efnaskipti á kemísku efni veiti vernd gegn hættulegum áhrifum. Samt sem áður eru til mörg lyfseðilsskyld lyf sem brotna hratt niður og losna úr líkamanum innan fárra tíma en hafa samt mikil lyfjaáhrif á líkamann. Antidote Europe hvetja því EFSA til að byggja ráðleggingar sínar á rannsóknum á mannafrumum, sem er orðin almennt viðurkennd aðferð, fremur en á óáreiðan- legum upplýsingum úr dýraprófunum. Evrópuþingmenn kalla eftir banni Í lok síðasta árs sendu nokkrir Evrópu- þingmenn áskorun til Evrópuþingsins um að banna notkun BPA í pelum. Evrópusamtök neytenda taka heilshugar undir áskorunina og hvetja Evrópusamtökin til að hafa hagsmuni yngstu neytendanna í huga. Fróð- legt verður að sjá hver niðurstaðan verður en því miður þarf allt of oft langa baráttu áður en skaðleg efni eru tekin úr umferð. Þeim sem vilja forðast Bisphenol A er bent á að losa sig við pela, flöskur og aðrar plast- vörur (polycarbonat-plast er merkt með endurvinnslunúmeri 7) sem bera merki um mikla notkun (ský og rispur) og að hita ekki þessar vörur (t.d. með matvælum í örbylgju- ofni). Heimildir: www.JSOnline.com, www.Sciam.com -ÁVB- Flestir þekkja orðið nokkuð vel merkingar á raftækjum sem segja til um orkunýtni. Samkvæmt nýrri könnun þekkja evrópskir neytendur vel þessar merkingar og nú leggur Evrópusambandið til að þær verði settar á öll rafmagnstæki, allt frá ryksugum að hárblásurum. Þessu fagna hagsmunasamtök neytenda í Evrópu en þó er einn galli á gjöf Njarðar. Framleiðendur hafa komið með þá hugmynd að nota tölur í stað hinna vel þekktu bókstafa og Evrópusambandið hefur því gert einhverja málamiðlunartillögu sem er sambland af tölum og bókstöfum. Slíkt ruglar neytendur í ríminu og í fyrrnefndri könnun kom í ljós að bókstafirnir féllu mun betur í kramið en nýjar tillögur iðnaðarins og Evrópusambandsins. Neytendasamtök í Evrópu krefjast þess því að áfram verði notast við bókstafina. Öll raftæki fái orkumerkingu Á heimasíðu dönsku umhverfisstofnunarinnar miljoeogsundhed.dk má finna lista yfir pela sem eru án Bisphenol-A Neytendasamtök telja enga ástæðu til að breyta merkingum sem nú þegar eru mjög vel þekktar.  NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.