Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 23
plönturnar ekki of þétt. Hafðu a.m.k. 30 sm milli kálplantna en 20 sm milli salatsplantna. Vökvaðu varlega yfir jarðveginn eftir gróðursetninguna. Umhirða yfir vaxtartímann Þegar plönturnar eru orðnar stálpaðar (u.þ.b. 5-7 sm) má þekja beðin með t.d. nokkurra sm lagi af þurru grasi til þess að minnka myndun illgresis. Illgresi keppir við grænmetið um næringu, birtu og pláss. Hægt er að ná betri árangri í ræktuninni með því að leggja akrýldúk eða netdúk, sem hleypir bæði vatni og ljósi í gegn, yfir beðið til þess að hækka hitastigið. „Smáplöntur þarf að vökva oftar því þær hafa lítið rótarkerfi sem liggur grunnt og jarðvegurinn í kringum þær þornar fljótt”, bendir Nonni á. Blaðplöntur, svo sem salat og kál, þurfa ríkulega vökvun til þess að vaxa vel og verða ekki beiskar á bragðið. Best er að vökva vel (rakinn á að ná 7-10 sm niður), helst seinni part dags þegar jarðvegshiti er hæstur. Næsta ár... Meðan á ræktuninni stendur er gott að skrifa hjá sér hvað hefur gengið vel og hvað mætti betur fara. Til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma, skaðvalda og „jarðvegsþreytu” á ekki að rækta plöntur af sömu ætt í sama beði, eða á sama stað í beðinu, ár eftir ár. Svokölluð skiptiræktun er nauðsynleg og gerir líka illgresinu erfiðara fyrir. Í heimilisgrænmetisgarðinum er þriggja ára skiptiræktun nóg. Grænmetið er flokkað eftir þeim áhrifum sem það hefur á næstu ræktun á eftir og gott er að rækta rótargrænmeti eftir blaðgrænmeti, eins og dæmið hér sýnir: Næsta ár eru tegundir sem voru ræktaðar á svæði 1 ræktaðar á svæði 2, tegundir á svæði 2 á svæði 3 og tegundir sem voru á svæði 3 færast yfir á svæði 1. Svona gengur þetta koll af kolli. LW Svæði 1 Svæði 2 Svæði 3 Baunir, blaðlaukur, radísur, salat, sellerí, spínat og steinselja. Gulrætur, kartöflur, rauðrófur og aðrar rófur. Blómkál, grænkál, hvítkál, kínakál og spergilkál. Nonni með glænýtt grænmeti á markaðinum í Mosfellsdal Um þessar mundir gætir ört vaxandi áhuga á matjurtarækt og óskum eftir leigu á garðlöndum hefur fjölgað. Í höfuðborginni var ákveðið að stíga grænt skref og fjölga garðlöndum til útleigu sumarið 2009. Leigugjald verður 4.400 kr. og skiki fyrir garðhýsi verður leigður út á 5.200 kr. Neytendablaðið kannaði hvort fleiri sveitarfélög bjóði íbúum sínum garðlönd til leigu og hafði samband við 18 stærstu sveitarfélög landsins. Eftirfarandi sveitarfélög leigja út skika sumarið 2009: Akranes, Akureyri, Borgarbyggð, Fjallabyggð, Garðabær, Hafnarfjörður, Hornafjörður, Hveragerði, Ísafjarðarbær, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Vestmannaeyjar. Fyrirspurn okkar var nokkuð snemma á ferðinni og í flestum tilfellum var ekki búið að ákveða leigugjald, stærð eða jafnvel fjölda garðlanda. Við munum því birta verðkönnun og aðrar upplýsingar á heimasíðu Neytendasamtakanna þegar líða tekur á vorið. Dæmi eru um að garðyrkjubændur og jarðeigendur bjóði uppá útleigu á skika. Til dæmis munu Mosskógar í Mosfellsdal bjóða leigubeð í sumar þar sem fagmaður veitir upplýsingar og fræðslu. Matjurtarækt er einmitt tilvalin afþreying, holl útivist og góð búbót fyrir fjölskyldur á erfiðum tímum. Neytendasamtökin vilja gjarna fá upplýsingar um aðila sem bjóða garðlönd til leigu og þá einnig um hvort aðrir kostir séu í boði eins og þátttaka í haustuppskeru þar sem utanaðkomandi geta mætt í vinnu við uppskeru gegn ákveðnum hlut á móti bóndanum. Viðkomandi eru beðnir um að senda línu á netfangið ns@ns.is þar sem fram kemur staðsetning, verð og tengiliður. Matjurtagarðar til leigu  NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.