Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 12
Vísindamenn telja að 5-10% af þeim sem nota MP3-spilara stilli hljóðið það hátt að hætta sé á varanlegum heyrnarskaða við lang- varandi notkun. ANEC (samstarfsvettvangur neytendasamtaka til að hafa áhrif á staðlastarf) kallar eftir aðgerðum til að minnka hættuna á heyrnarskaða vegna MP3-spilara. Hemill á hljóðstyrk Erfitt er fyrir fólk að greina hversu mikill hljóðstyrkurinn er og hvort hann er „hættulega“ hár. Þá taka börn og unglingar hæfilega mikið mark á athugasemdum fullorðinna um hugsanlegan heyrnarskaða í óljósri framtíð. ANEC mælir því með því að MP3-spilarar séu þannig úr garði gerðir að hljóðstyrkurinn fari ekki yfir ákveðin hávaðamörk. Þó bendir Stephen Russel, formaður ANEC, á að taka þurfi tillit til aðstæðna, s.s. umhverfishljóða, og því ætti að vera til staðar sá möguleiki að stilla tækið handvirkt á hærri hljóðstyrk þegar það á við. Hvað er hátt? Hljóðstyrkur er mældur í desibelum dB(A). MP3-spilarar geta náð 110 dB hljóðstyrk. Hljóðstyrkur hárþurrku og ryksugu er um 80 dB, umferðarniður er 80 dB, barnsgrátur 100 dB og sársaukamörk eru talin liggja í kringum 120 dB. Eftir því sem fólk er lengur útsett fyrir háan hljóðstyrk (hærri en 85 dB) því meiri líkur eru á heyrnarskaða. Ef hávaðinn er um eða yfir 110 dB er ekki horft til tímans og hávaðatoppar yfir 110 dB eru skaðlegir þótt þeir vari í mjög skamman tíma. Hvatt til neytendaverndar Hæglega er hægt að koma í veg fyrir heyrnarskaða af völdum MP3- spilara og forvörn er því mjög mikilvæg að mati ANEC. Í lok janúar hélt Evrópuráðið fund með hagsmunaaðilum þar sem ræddar voru aðgerðir til að gera MP3-spilara öruggari. Þar hvatti ANEC til þess að settar yrðu reglur og tæknin nýtt til að tryggja öryggi neytenda. Þegar seljandi verður gjaldþrota er staða neytanda yfirleitt ekki góð. Inneignarnótur og gjafabréf geta tapast og ef galli kemur upp er oft erfitt að fá úrbætur. Ef vara er greidd á raðgreiðslum er í sumum tilfellum hægt að sækja rétt sinn vegna gallaðrar vöru. Nokkrir stórir seljendur hafa orðið gjaldþrota undanfarna mánuði og í kjölfarið hafa Neytendasamtökin sett inn upplýsingar á ns.is. Í sumum tilfellum taka nýir eigendur við gömlum gjafa- og inneignanótum og ábyrgjast vörur komi galli upp. Sjá nánar upplýsingar um gjaldþrot einstakra seljenda á ns.is undir „Molar“. Peningamarkaðsbréf Landsbankans hafa verið mikið í umræðunni en eigendur þeirra töpuðu stórum hlut þegar Landsbankinn varð gjaldþrota. Neytendasamtökin sendu Landsbankanum bréf og spurðu hvort starfsmenn hans hefðu fengið þóknun fyrir að ná viðskiptavinum í Peningamarkaðssjóð. Svar barst frá Landsbankanum í byrjun febrúar. Í því segir að starfsmenn hafi fengið greiðslur fyrir að beina viðskiptavinum í reglubundinn sparnað og gilti þá einu hvort um var að ræða sparnað á hefðbundinn innlánsreikning eða í verðbréfasjóði. Starfsmenn fengu ekki greitt fyrir einstakar milli- færslur af innlánsreikningum yfir í peningamarkaðssjóð. Neytendasamtökin telja eðlilegt að starfsmenn banka sem stunda ráðleggingar til viðskiptavina upplýsi um það ef þeirra eigin fjár- hagslegu hagsmunir eru í húfi. Viðskiptavinir þurfa að geta greint á milli ráðgjafa og sölumanna. Seljandi gjaldþrota – hvað er til ráða? MP3-spilarar og heyrnarskaði Ráðgjafi eða sölumaður? 1 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.