Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 4
 Bisphenol A (BPA) er algengt efni í plast- iðnaðinum og er m.a. að finna í vatns- flöskum og pelum, sem og í plastefni sem húðar innri hliðar niðursuðudósa. Skiptar skoðanir eru um skaðsemi þess en fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að BPA líkir eftir estrógeni í líkamanum og gæti því truflað hormónastarfsemi. BPA hefur verið til í yfir hundrað ár og var áður notað sem gervi-estrógen en síðan uppgötvuðu menn að BPA myndaði, ásamt öðrum efnum, höggþolið og tært poly- carbonat-plast. Við gerð efnasambandsins binst þó ekki allt BPA og er það óbundna BPA-ið sem getur flætt úr plastinu við ýmsar aðstæður, t.d. þegar plastið er hitað eða kemst í tæri við ýmis efni. Skaðsemi BPA uppgötvuð fyrir til- viljun Patricia Hunt er líf- og erfðafræðingur hjá Washington State háskólanum en hún sérhæfir sig í rannsóknum á frjósemi. Fyrir rúmum 10 árum var hún að gera rannsóknir á magni hormóna í kvenkynsmúsum en hún taldi að þeir hefðu áhrif á gæði eggja. Rannsóknarniðurstöður lofuðu góðu og átti Hunt einungis eftir að bera niðurstöðurnar saman við viðmiðunarhóp músa sem hún hafði látið í friði. Sér til mikillar undrunar komst Hunt að því að 40% músanna í hópnum voru með gölluð egg. Rannsóknin var því ónýt og verðlaus og það tók Hunt fjóra mánuði að komast að því hvað hafði farið úrskeiðis. Mýsnar höfðu verið í búrum úr polycarbonat-plasti og í eitt skipti hafði sá sem sá um þrifin notað sterkt gólfhreinsiefni í stað mildrar sápu og við það fór Bisphenol A að flæða úr plastinu og eitra fyrir músunum. Skiptar skoðanir um skaðsemi Hunt fór að tala um uppgötvun sína opin- berlega og benti á þann möguleika að Bisphenol A væri hættulegt mönnum á sama hátt og músum. Fleiri vísindamenn bættust í hópinn en gagnrýnendur benda á að engar sannanir séu fyrir því að BPA sé hættulegt mönnum heldur einungis dýrum og að ekkert sé að marka dýraprófanir. Margir þessara gagnrýnenda vinna þó innan iðnaðarins og hafa gert sínar eigin rannsóknir sem eiga að sýna fram á að það magn BPA sem við komumst í tæri við sé of lítið til að valda skaða. Kollegar Hunt hafa hinsvegar komist að því að útkoma úr 90% rannsókna á BPA gefur til kynna að efnið geti verið skaðlegt og það séu einungis rannsóknir styrktar af iðnaðinum sem komast að annarri niðurstöðu. Hunt hefur gert fleiri rannsóknir þar sem áhrif BPA á ungafullar mýs voru könnuð og komst að því að BPA-„eitrun“ getur haft áhrif á þrjár kynslóðir músa. Mýs eru kannski ekki bestu staðgenglar manna í svona prófunum, en niðurstöður sem þessar ættu samt sem áður að ýta undir að efnið verði rannsakað betur. Efnið skaðlegt í litlum mæli Hunt bendir á að hluti vandans felist í því að efnið sé misskilið af yfirvöldum og því sé lítið að marka dagleg þolmörk, en Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur metið að dagleg þolmörk séu 50 mg á hvert kíló líkamsþyngdar. Hunt segir að BPA hegði sér ekki eins og hefðbundin eitur í líkamanum en þau valda meiri skaða eftir því sem magn þeirra eykst. BPA hegðar sér meira eins og hormón sem geta verið hættulegri eftir því sem magn þeirra er minna, þar sem mikið magn hormóna verður oft til þess að líkaminn slekkur á viðbrögðum við þeim. Rannsóknir Hunt hafa sýnt fram á að skaðleg áhrif vegna BPA koma fram í músum við einungis 20 mg á hvert kíló af líkamsþyngd og fleiri rannsóknir styðja niðurstöður hennar. BPA finnst í þvagi Fyrir nokkrum árum kannaði Sóttvarna- stofnun Bandaríkjanna hvort Bisphenol A fyndist í þvagi manna og niðurstöðurnar voru sláandi; 93% af rúmlega 2500 manna úrtaki mældist með BPA í þvagi. Einnig hefur verið staðfest að BPA hefur fundist í blóði manna og jafnvel í brjóstamjólk kvenna. Gagnrýnendur vilja engar áhyggjur af því hafa og benda á að ef BPA hefði skaðleg áhrif væru þau áberandi fyrst svona margir innbyrða efnið. Kanadísk stjórnvöld bregðast við Kanadísk stjórnvöld hafa ákveðið að hafa varann á og reyna nú að takmarka BPA á markaðnum, t.d. með því að banna barnapela úr polycarbonat-plasti. Sú ákvörðun hefur hreyft við neytendum og iðnaðinum og varð til þess að keðjuverslanir eins og Wal- mart hafa ákveðið að skipta smám saman út vörum úr polycarbonat-plasti og bjóða upp á vörur sem ekki innihalda BPA. Hunt telur að ákvörðun kanadískra stjórnvalda eigi rétt á sér því sagan hafi sýnt að vörur sem innihéldu skaðleg efni á borð við kvikasilfur og blý hafi verið á markaðnum um langt skeið áður en skaðsemi þeirra var uppgötvuð. BPA ennþá leyft í barnavörum innan ESB Nýverið sendi Antidote Europe, frjáls félaga- samtök vísindamanna sem stuðla að bættri heilsu manna, frá sér fréttatilkynningu þar sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu, EFSA, var harðlega gagnrýnd fyrir sinnuleysi þegar kemur að því að banna BPA EFSA hefur gefið út ráðleggingar um áætluð dagleg þolmörk af efninu (0.05 mg á hvert kíló af líkamsþyngd) sem byggir á rannsóknum á rottum. Antidote Europe samtökin gerðu sína eigin rannsókn á frumum úr mönnum sem leiddi í ljós meiri eituráhrif BPA en EFSA hefur gert ráð fyrir. Samtökin komu þessum rannsóknar- niðurstöðum til EFSA í maí á þessu ári og báðu stofnunina um að laga daglegu þolmörkin að niðurstöðunum. EFSA viður- BPA - Útbreitt en skaðlegt heilsu  NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.