Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 13
Jóhannes Gunnarsson forma›ur Neytendasamtakanna Svo mikið hefur verið fjallað um erfiða fjáhagslega stöðu heimilanna að það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að gera það hér. En miðað við þann vanda sem blasir við fjölmörgum heimilum verður ekki hjá því komist, enda ber Neytendasamtökunum að gæta hagsmuna heimilanna og hafi þess einhvern tímann þurft er það einmitt nú. Martröð heimilanna byrjaði í upphafi síðasta árs þegar íslenska krónan tók að falla með tilheyrandi verðhækkunum á nauðsynja- vörum. Vegna vísitölubindingar lána hækkuðu afborganirnar ört milli mánaða, svo ekki sé talað um gengistryggðu lánin sem ruku upp úr öllu valdi. Síðan hrundu bankarnir og efnahagur landsins lagðist á hliðina. Þessa sögu þarf ekki að rekja frekar; svo skýrt blasir hún við heimilunum sem mörg eru komin á vonarvöl. Það er ljóst að staða heimilanna er mjög misjöfn. Staða sumra er með þeim hætti að þau geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar, allavega enn. Hjá öðrum þarf einhver aðstoð að koma til svo þeim verði komið á réttan kjöl á nýjan leik. Svo er það þriðji hópurinn, einkum fólk á milli 30 – 40 ára, en þar er staðan oftar en ekki verulega alvarleg og þar þarf að koma til mikill stuðningur ef vel á að fara. Því dugar ekki ein einföld aðferð til að leysa vanda heimilanna. Raunar þarf að skoða vandann eins og hann blasir við hverju heimili og leysa hann í samræmi við það. Þetta verða að vera sértækar aðgerðir gagnvart heimilum. Með fyrstu aðgerðum stjórnvalda var frestun á vandanum; lánin voru fryst og nauðungaruppboðum heimila frestað. En þetta eru bara tímabundnar aðgerðir. Það mun hjálpa sumum að fá að taka út viðbótarlífeyri til niðurgreiðslu skulda, eins og frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fryrir. En það gengur afar skammt, eins og ýmsar fleiri aðgerðir. Það er skoðun mín að lög um greiðsluaðlögun séu besta og rétt- látasta aðferðin til að bjarga heimilunum. Sá sem sækir um greiðslu- aðlögun vegna greiðsluörðugleika fær greiðslugetu sína metna miðað við þær tekjur sem heimilið hefur. Hægt er að grípa til nokkurra aðgerða, þar á meðal að fella niður höfuðstól þannig að heimilið geti staðið í skilum. Vissulega er hér um tímafreka aðgerð að ræða en stjórnvöld verða að tryggja að hægt sé að ráðast í þetta verk og það á sem skemmstum tíma. Þegar þetta er skrifað heyrist lítið um þetta frumvarp en spenningur stjórnmálamannanna var það mikill fyrir nokkrum vikum að fram komu ekki færri en þrjú frumvörp um þetta efni. Neytendasamtökin leggja höfuðáherslu á að þetta mál nái fram að ganga á þessu þingi. Jafnframt harma Neytendasamtökin hve mörg ár hefur tekið að afgreiða þetta mál. Á ráðstefnu sem Neytendasamtökin héldu árið 1991 var greiðsluaðlögun kynnt og ellefu sinnum hafa verið flutt lagafrumvörp um þetta efni en þau hafa aldrei náð að koma til afgreiðslu. Það hefði verið til mikilla bóta ef þessi lög hefðu verið samþykkt á sínum tíma. Þá hefði verið komin góð reynsla á framkvæmd þeirra auk þess sem búið væri að sníða af þeim ýmsa agnúa. Lagafrumvarpinu um greiðsluaðlögun sem dómsmálaráðherra lagði fram er mikilvægt að breyta. Þar má nefna að þetta eiga að vera sérlög en ekki hluti af flóknum lagabálki, gjaldþrotalögum. Þessi lagasetning er mjög mikilvæg fyrir almenning og lögin þurfa því að vera aðgengileg. Einnig er rétt að öll mikilvæg atriði komi fram í lögunum sjálfum en ekki í greinargerð frumvarpsins, þar á meðal að þeir sem fá greiðsluaðlögun ástundi „hóflega neyslu“ og slíka neyslu þyrfti einnig að skilgreina betur. Það er dapurlegt að það hafi þurft efnahagshrun til að koma málinu á dagskrá. Að lokum er ástæða til að leggja áherslu á að vextir verði lækkaðir tafarlaust og það mikið. Vextirnir eru að drepa heimilin en þeir eru líka að drepa atvinnulífið. Og hvar er hagur heimilanna án atvinnu- lífs? Til hjálpar heimilunum 1 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.