Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 2
NEYTENDABLA‹I‹ 1. tbl., 53. árg. - mars 2007 Útgefandi: Neytendasamtökin, Síðumúla 13, 108 Reykjavík Sími: 545 1200 Fax: 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, Íris Ösp Ingjaldsdóttir Umsjón með gæðakönnunum: Ásmundur Ragnar Richardsson Yfirlestur: Finnur Friðriksson Umbrot og hönnun: Ásprent Stíll ehf. Prentun: GuðjónÓ ehf. – vistvæn prentsmiðja Forsíðumynd: Aðalsteinn Svanur Sigfússon Upplag: 12.500 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: 4.000 krónur og gerist áskrifandi um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Bla›i› er prenta› á vistvænan hátt – Merkt norræna Svaninum. Lykilorð á heimasíðu: bilar4 Gæðakönnun á DVD-spilurum 4 Merkingar á erfðabreytt matvæli 7 Samráð olíufélaganna 8 Almenningssamgöngur 10 Bílaþjóðin Ísland 11 Ryðguð hnífapör 12 Frá formanni 13 Ryksuguvélmenni 14 FIT-kostnaður bankanna 15 Orkusparnaður á heimilum 16 Gæðakönnun á tölvuprenturum 17 Sjónvarpsefni við hæfi barna 20 Neytandinn svarar 21 Gæðakönnun á skyndibitakeðjum 22 Efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. Brynhildur Pétursdóttir. Þarfasti þjónninn Þegar ég bjó í Danmörku hjólaði ég allra minna ferða og fannst það ekki tiltökumál. Einu sinni sem oftar var ég stopp á ljósum og varð þá litið inn í nærstaddan bíl. Þar sat kona með samanbitnar varir og báðar hendur krepptar um stýrið. Þótt konan sæti inni í upphituðum bíl, hlustaði á útvarpið og eina líkamlega áreynslan í morgunsárið væri smá skúbb á bensíngjöfina annað slagið var hún greinilega ekki sátt. Hjólreiðafólkið í kringum mig leit hins vegar út fyrir að vera frekar afslappað og lét veðrið og biðina við ljósin ekki á sig fá. Upp frá þessu hef ég haft þá kenningu að einkabíllinn geri fólk stressað. Það má einu gilda hversu þægilegur og fullkominn bíllinn er eða hversu margar götur eru lagðar; við komumst aldrei nógu hratt á milli staða. Við erum nefnilega löngu hætt að vera þakklát fyrir að geta setið á rassinum, snúið lykli og færst á milli staða án nokkurra vandkvæða. Okkur finnst það einfaldlega sjálfsögð mannréttindi. Við komumst heldur aldrei nógu nálægt áfangastaðnum og fyrir vikið skapast svokallað bílastæðavandamál. Kannski felst þessi vandi þó fyrst og fremst í tregðu okkar sem fullfrísk erum til að ganga nokkur skref. Þessi vitleysa nær hámarki þegar maður stendur sjálfan sig að því að hringsóla í kringum líkamsræktarstöðina bölsótandi yfir skorti á bílastæðum við innganginn. Vissulega er hægt að halda því fram að við getum ekki án bílsins verið sökum veðráttu og dreifðrar byggðar en við þurfum ekki að nota einkabílinn í hvert einasta skipti sem við förum út úr húsi. Kannanir hafa sýnt að þriðjungur bílferða á höfuðborgarsvæðinu er innan við einn kílómetri. Það tekur um 12 mínútur að ganga einn kílómetra og 3 mínútur að hjóla sömu vegalengd. Veðrið er sjaldan svo slæmt að ekki sé hægt að klæða það af sér. Reyndar hefur skipulag bæja og borga miðast við að greiða för einkabílsins og það er óskiljanlegt að öðrum ferðamátum sé ekki gert hærra undir höfði. Mörg vandamál myndu leysast ef við værum almennt duglegri við að ganga, hjóla eða taka strætó, þótt ekki væri nema endrum og eins. Það er hins vegar stjórnvalda að skapa skilyrðin líkt og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum. Svifryksmengun er orðin svo alvarlegt vandamál suma daga að leikskólabörnum er haldið innan dyra. Það birtast engar áskoranir frá yfirvöldum um að fólk leggi einkabílnum þessa daga en eitthvað er þó muldrað um skaðsemi nagladekkja. Enginn stjórnmálamaður þorir að segja einkabílnum stríð á hendur jafnvel þótt mengun af völdum umferðar sé jafn heilsuspillandi og óbeinar reykingar. Það vekur líka athygli að þessi einkabílavæðing bitnar verst á börnunum. Þau eru stærsti hluti gangandi vegfarenda og þau þola svifryksmengun verr en fullorðnir. Á meðan börnum er sagt að halda sig innan dyra vegna mengunar leika bílarnir lausum hala. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að börnin verði verst úti því íslenskt þjóðfélag verður seint talið mjög barnvænt. Eitt mesta hneyksli sem ég hef upplifað var þegar íslensk börn voru send heim úr grunnskólum landsins og skilin eftir heima í sjö vikur. Ráðamenn vísuðu hver á annan og við foreldrar vorum svo upptekin í vinnunni að við höfðum engan tíma til að berjast fyrir sjálfsögðum rétti barna okkar. En ef við þyrftum að skilja einkabílinn eftir heima í sjö vikur yrði hins vegar allt vitlaust.  NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2007 Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.