Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 15
Foreldrar þeirra barna sem fermast í vor eru sjálfsagt farnir að leiða hugann eitthvað að því hvort halda skuli veislu og þá hvernig. Sumir kjósa að halda veisluna heima og sjá sjálfir um veitingar á meðan aðrir kaupa bæði veitingar og aðstöðu. Það er sama hvaða leið er valin, allir vilja halda eftirminnilega veislu þar sem nóg er af veitingum fyrir alla. Því miður verður reynslan ekki alltaf jafn ánægjuleg og hjón nokkur leituðu til Neytendasamtakanna eftir að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með veisluþjónustu frá veitingastaðnum Ránni. Þau höfðu gert samning við veitingastaðinn um að halda fermingarveislu sonar síns og var m.a. samið um hvaða kökur og réttir ættu að vera í veislunni. Þegar til kom voru ekki allar kökurnar bornar fram og engu var bætt við á borðið eftir að réttir og kökur kláruðust. Veitingarnar dugðu ekki fyrir gestina og voru hjónin að vonum afar ósátt við þetta. Neytendasamtökin reyndu að ná sáttum með aðilum en það tókst ekki og var málið því lagt fyrir úrskurðarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar og Neytendasamtakanna. Þar sem veitingastaðurinn er innan Samtaka ferðaþjónustunnar var hægt að leggja málið fyrir þá nefnd. Hjónin höfðu greitt rúmlega helminginn af reikningnum og gerðu þá kröfu að afgangurinn yrði felldur niður. Veitingastaðurinn skýrði ekki sína hlið málsins fyrir nefndinni þrátt fyrir ítrekanir, en hjónin lögðu hins vegar fram ýmis gögn. Nefndin taldi gögnin sýna fram á að veitingastaðurinn hefði ekki staðið við samninginn og féllst á kröfur hjónanna. Eins og kveðið er á um í samþykktum nefndarinnar er veitinga­ staðurinn bundinn við úrskurðinn þar sem honum var ekki mótmælt innan fjögurra vikna. Engu að síður hyggst veitingastaðurinn halda innheimtunni áfram. Gestir svangir í fermingarveislu Síhringikort eru debetkort sem hringja eftir heimild í hvert skipti sem þau eru notuð og er því ekki hægt að taka meira út en innistæða er fyrir. Þannig eru kortin a.m.k. gjarnan kynnt og samræmist það líka venjulegum orðskilningi. Því miður er þó ekkert tryggt í þessum efnum og eru fjölmörg dæmi þess að fólk hafi tekið út umfram innistæðu þrátt fyrir að vera með síhringikort. Ástæðan getur t.d. verið sú að verslun hafi slökkt á búnaði sem hringir eftir heimild vegna mikils álags og biðraða við afgreiðslukassa. Kostnaðurinn fyrir neytandann er a.m.k. 750 kr. fyrir hverja færslu. Kostnaðurinn er gjarnan kallaður FIT­kostnaður en allir bankarnir taka 750 kr. fyrir hverja færslu umfram innistæðu ef færslan er lægri en 5.000 kr. Þetta þýðir að kortanotandi þarf ekki að fara fram yfir innistæðu nema um nokkrar krónur til þess að fá á sig 750 króna kostnað. Þá geta notendur farið nokkrum sinnum fram yfir innistæðu á stuttum tíma, t.d. þegar farið er í nokkrar búðir í verslunarleiðangri og fengið á sig mörg þúsund króna FIT­kostnað. Nokkur atriði þarf að athuga í þessu samhengi. Í fyrsta lagi má spyrja hvort viðskiptavinir fái réttar upplýsingar frá bankanum þegar þeir fá síhringikortið í hendur, þ.e. að þeim sé gerð grein fyrir því að mögulegt sé að fara fram yfir innistæðu. Í öðru lagi þarf að skoða hvort fyrir liggi samþykki korthafa fyrir að greiða FIT­kostnað og hvort 750 krónur endurspegli raunverulegan kostnað sem bankarnir verða fyrir í hvert skipti sem farið er fram yfir innistæðu. Á þetta við hvort sem um síhringikort er að ræða eða ekki. Það hljómar ekki sannfærandi að banki verði fyrir 750 króna kostnaði vegna þess að traustur kortanotandi hefur tekið út 10 krónum meira en hann átti inni. Raunar virðist það ósanngjörn refsing og rétt er að benda á að samkvæmt Evróputilskipun mega bankar ekki krefja neytendur um óeðlilega háa fjárhæð í bætur í svona tilvikum. Neytendasamtökin hafa frétt af tilvikum þar sem kortanotendur hafa fengið FIT­kostnað felldan niður þegar harkaleg mótmæli voru höfð uppi og bendir það til þess að bankarnir telji sig ekki hafa góðan málstað að verja. Full ástæða er til að skoða nánar innheimtu bankanna á FIT­kostnaði. Gjöld bankanna Síhringikort og FIT-kostnaður 15 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2007 Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.