Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 7
2007 Í mörg ár hafa legið niðri í skúffu í umhverfisráðuneytinu drög að reglugerð um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Neytendasamtökin hafa allt frá því að þessi matvæli komu á markað krafist þess að þau séu merkt sem slík og að neytendur hafi val um að velja þau eða hafna á grundvelli upplýsinga. Neytendasamtökin hafa einnig ítrekað bent á að við njótum þess vafasama heiðurs að vera eina landið á EES-svæðinu þar sem ekki er skylt að merkja slík matvæli sérstaklega. Ráðherra boðar breytingar Á síðasta þingi Neytendasamtakanna, í lok septembermánaðar, hélt Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra ávarp þar sem hún sagðist vera að íhuga að setja reglugerð um þessar merkingar. Og nú hefur skúffan verið opnuð og rykið dustað af drögunum og þau send til umsagnar hagsmunaaðila. Neytendasamtökin fagna mjög þessu framtaki umhverfis- ráðherra sem fyrirrennarar hans létu dankast. Fljótt á litið er einn ljóður á þessari reglugerð frá neytendasjónarmiði og það er að samsett matvæli mega innihalda erfðabreytt hráefni sem nemur allt að 0,9% heildarmagns vörunnar. Norðmenn ganga lengra og miða við 0,5%. Við sækjum oftar en ekki viðmið til frænda okkar Norðmanna varðandi neytendalöggjöf og því ekki að gera það líka í þessu máli? Ekki er skylt að merkja erfðabreytt matvæli á Íslandi. Merkingar á erfðabreyttum matvælum Í tilefni af alþjóðadegi neytendaréttar 15. mars veittu Neytendasamtökin og Bylgjan hin árlegu Neytendaverðlaun. Val á fyrirtæki fór fram með netkosningu, þar sem neytendur sjálfir tilgreindu hvaða fyrirtæki þeir teldu vera best að þessum verðlaunum komin. Þau 10 fyrirtæki sem hlutu flestar tilnefningar frá neytendum komust áfram í úrslit. Það fyrirtæki sem hlaut flest atkvæði og hlaut Neytendaverðlaunin 2007 er verslunin Bónus. Þau tvö fyrirtæki sem urðu í öðru og þriðja sæti hlutu hvatningarverðlaun, en það eru Iceland Express og Atlantsolía. Röð fyrirtækjanna er eftirfarandi: 1. Bónus 2. Iceland Express 3. Atlantsolía 4. Sparisjóðirnir 5. Krónan 6.-7. Fjarðarkaup 6.-7. Rúmfatalagerinn 8. IKEA 9. Office 1 10. Húsasmiðjan Neytendasamtökin óska þessum fyrirtækjum til hamingju. Neytendaverðlaunin 1 2 3 Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.