Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 11
Dregur úr bílasölu Bílaumboð spá samdrætti í sölu á nýjum bílum á þessu ári og spurning er hvort það sé vegna þess að markaðurinn er mettaður frekar en af þeim sökum að almenningur sé að átta sig á alvöru umhverfisáhrifa einkabílsins. Bílaumboðin segja reyndar að díselbílar séu að verða vinsælli og stóru bensínslafrandi fjórhólatrukkarnir að fara úr tísku. Bandaríkjamarkaður hefur einmitt fundið fyrir því og er það ekki síður vegna hækkandi olíuverðs en umhverfismála. Þar fer eftirspurn eftir smábílum vaxandi og bílaframleiðendurnir Ford og General Motors hafa þurft að bregðast við harðri samkeppni sem japanskir bílaframleiðendur veita þeim á heimavelli. Stjórnvöld hér á landi geta gert ýmislegt til að ýta undir sölu á umhverfisvænum bílum, t.d. með breytingu á gjöldum og sköttum eftir mengunarstigi bílsins, sbr. nýja skýrslu vettvangs um vistvænt eldsneyti. Reyndar hyggjast stjórnvöld hvetja til aukinnar notkunar á vistvænum ökutækjum m.a. með því að fella tímabundið niður vörugjöld af metan- og rafmagnsbílum. Íslendingar háðir innfluttu eldsneyti Íslendingar nota um 900 þúsund tonn af olíu á ári og notkunin fer vaxandi. Bílaflotinn notar mest af þessari olíu, þá skipaflotinn og loks flugsamgöngur. Það kann að koma nokkuð á óvart að Íslendingar nota svipað magn eldsneytis og aðrar þjóðir OECD sé miðað við fólksfjölda. Þrátt fyrir hátt hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa hér á landi er losun koltvísýrings mjög mikil. Íslendingar eru því háðari innfluttu eldsneyti en marga grunar. Enginn bíll, meiri tími? Tímaleysi er ein ástæða þess að fólk kaupir sér bíl. Flestum þykir einfaldlega of tímafrekt að sitja í strætó eða ganga/hjóla í og úr vinnu. En rekstur á einkabíl kostar sitt. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu FÍB er rekstrarkostnaður á nýjum bíl með fjármagnskostnaði frá 650.000 kr. ef miðað er við 15.000 km akstur á ári. Það má því spyrja hvort það sé betra að vinna lengur fyrir rekstri og kaupum á einkabíl eða að spara sér þann kostnað og nota tímann í aðrar samgönguleiðir og jafnvel viðbótar gæðatíma með börnunum. Þriggja mánaða afsláttarkort kostar 12.700 kr. hjá Strætó bs. Það er nokkuð ljóst að stór hluti þess tíma sem við eyðum í vinnunni fer í að vinna fyrir kostnaði sem myndast vegna tímaskorts. ÞH, BP Bílaþjóðin Íslendingar Hversu umhverfisvænn er bíllinn? Sigurður Friðleifsson, framkvæmda- stjóri Orkuseturs, bendir á að val á bíl sé ein mikilvægasta umhverfis- ákvörðunin sem fólk tekur. Hver innfluttur bíll verður í umferðinni næstu 9-10 árin óháð því hvort hann tilheyrir á þeim tíma einum eiganda eða fleirum. Íslenski bílaflotinn verður seint talinn umhverfisvænn en hann einkennist af jeppum og jepplingum, svo ekki sé talað um pallbílana, en stjórnvöld lækkuðu á sínum tíma tolla á þessum bílum og hafa þeir því notið nokkurra vinsælda á Íslandi. Á heimasíðu Orkuseturs,www.orkusetur. is, er reiknilíkan sem sýnir útblástur frá hinum ýmsu bíltegundum. Sem dæmi losar Toyota Prius tvinnbíll 12,5 tonn af koldíoxíði á tíu árum á meðan Toyota Landcruiser losar frá 30-46,4 tonn á tíu árum, allt eftir því hvaða undirtegund er valin. Eldsneytiskostnaður á tíu árum er 567.000 krónur fyrir Prius en 2.151.000 ef eyðslufrekasti Landcruiser-bíllinn er valinn. Það munar því um minna, bæði fyrir budduna og umhverfið. 11 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2007 Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.