Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 13
Jóhannes Gunnarsson forma›ur Neytendasamtakanna Virðisaukaskattslækkunin Það var greinilegt að neytendur voru í viðbragðsstöðu þegar virðisaukaskattur á matvæli var lækkaður 1. mars. Hátt í 300 manns hafa leitað til Neytendasamtakanna þar sem þeir töldu að seljendur hefðu ekki lækkað verð eða að lækkunin væri ekki í samræmi við það sem tilefni var til. Einnig barst fjöldinn allur af kvörtunum til Neytendastofu og Verðlagseftirlits ASÍ. Það skiptir miklu þegar gripið er til aðgerða eins og nú var gert að allir standi saman og neytendur stóðu svo sannarlega sína stöðu. Sú vakning sem varð hjá þeim er vonandi aðeins upphafið að verðugu aðhaldi því ekki veitir af. Neytendasamtökin vona svo sannarlega að neytendur fylgist áfram grannt með verði og kvarti við viðkomandi seljanda ef ástæða er til. Þá munu Neytendasamtökin áfram fylgjast með vöruverði og með dyggri aðstoð neytenda veita markaðnum nauðsynlegt aðhald. Nú hefur komið fram í vísitölumælingu Hagstofunnar að lækkunin á matvælaverði hefur að mestu skilað sér til neytenda. Lækkunin skilaði sér í matvöruverslunum og eins hafa fjölmargir aðrir seljendur sem kvartað var yfir til Neytendasamtakanna tilkynnt um lækkanir til neytenda. Þar má m.a. nefna kvikmyndahús og sjoppur, en nokkuð bar á kvörtunum vegna þessara aðila fyrstu viku marsmánaðar. Hins vegar virðast veitingahús hafa brugðist. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hafa greinilega allt of mörg veitingahús aðeins lækkað verð óverulega ef þau hafa þá á annað borð lækkað verð. Strax á fyrstu dögum mánaðarins tóku að berast mjög margar kvartanir frá neytendum vegna veitingahúsa og raunar mötuneyta einnig. Fjölmiðlar voru látnir vita af þessu í þeirri von að opinber umfjöllun yrði til þess að veitingahús og mötuneyti sæju að sér. Því miður hefur það ekki gerst. Neytendasamtökin gera þá kröfu að þessir aðilar lækki verð umsvifalaust. Virðisaukaskattslækkunin var ætluð sem kjarabót fyrir neytendur en ekki veitingahús og mötuneyti. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað kvartað yfir allt of háu mat- vælaverði og bent á að það dragi úr sam- keppnishæfni ferðaþjónustunnar. Þannig blöskri erlendum ferðamönnum svo verðið að þeir fari frekar í ferðalög til landa þar sem verðið er lægra. Því er það hlálegt að nú þegar stjórnvöld taka ákvörðun um lækkun matvælaverðs þá skuli allt of mörg veitingahús telja sig stikkfrí og stinga lækkuninni í eigin vasa í stað þess að skila henni til viðskiptavina sinna. Veitingahúsamenn hafa einnig kvartað yfir allt of háu verði á áfengum drykkjum og því þurfi að lækka áfengisgjald. Nú þegar veitingahús hafa fallið á fyrsta prófinu er varla ástæða til að ætla að lækkun áfengisgjalds skili sér til neytenda. Ef veitingahús eiga að vera trúverðug í framtíðinni þá verða þau að taka sér tak og skila því sem neytendum ber vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvæli. Al- menningur í landinu mun einfaldlega ekki þola annað. Það er líka full ástæða til að ætla að neytendur muni refsa þeim veitingahúsum sem stinga verðlækkuninni í eigin vasa og lái þeim hver sem vill. Það gera þeir einfaldlega með því að forðast að borða á slíkum stöðum. Vilja veitingahús það? Verum þess minnug að vald neytenda er mikið og það skulum við nota okkur gagnvart þeim sem ekki lækka verð en hefðu átt að gera það um síðustu mánaðamót. Eins og áður var nefnt hér hafa Neytenda- samtökin í hyggju að fylgjast eins vel með matvælaverði og þeim er mögulegt. Það gerum við ekki án dyggrar aðstoðar neytenda sem láta okkur vita verði þeir varir við óeðlilegar verðbreytingar (þ.e. að ekki fáist fullnægjandi skýring hjá seljendum). Virðisaukaskattslækkunin á að vera hagsbót til frambúðar fyrir neytendur. Við munum ekki sætta okkur við að í framhaldinu sjái einhverjir seljendur ástæðu til lauma inn hækkunum án annarrar ástæðu en þeirrar að hækka álagningu sína og auka þar með eigin hagnað. Það er von Neytendasamtakanna að neyt- endur taki áfram virkan þátt í verðlags- eftirliti og að sú neytendavakning sem varð um síðustu mánaðamót sé komin til að vera. Minnt er á að afnám vörugjalds á matvæli önnur en sykur og sælgæti á enn eftir að skila sér í vöruverði. Þess vegna hvetja samtökin neytendur til að hafa samband vegna verðhækkana eða ófullnægjandi verðlækkana sem þeir verða varir við. Neytendasamtökin munu fylgja öllum slíkum ábendingum eftir. Við skulum tryggja það í sameiningu að þær kjarabætur sem fólust í ákvörðunum stjórnvalda séu varanleg kjarabót fyrir neytendur en ekki notaðar til álagningarhækkunar hjá seljendum. Neytendur krefjast þess einfald- lega að þessi kjarabót sem þeim var ætluð skili sér að fullu. Veitingahús og mötuneyti verða að taka sér tak 13 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2007 Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.