Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 21
Ólína Þorvaðardóttir er neytandinn að þessu sinni. Ólína hefur verið háskóla­ kennari og fræðimaður til margra ára og vinnur nú sem verkefnastjóri hjá Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands á Ísafirði. Ólína er fimm barna móðir og býr á Ísafirði ásamt manni sínum og yngsta syni. Flokkar þú heimilisúrgang? Já. Hefur ýtinn sölumaður fengið þig til að kaupa eitthvað sem þú hefðir aldrei annars keypt? Ó, já. Hvenær fórst þú síðast í strætó? Fyrir tveimur árum. Hefur þú notfært þér leiðbeininga­ og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna? Já, einu sinni. Hefur þú veitt í matinn? Já, já - lax og ýsu (en það er orðið langt síðan). Biður þú um tax free þegar þú verslar erlendis? Já, oftast. Hvenær skiptir þú síðast um banka eða tryggingafélag? Það er svo langt síðan að ég man það ekki. Reynir þú stundum að semja um lægra verð fyrir vöru eða þjónustu? Já, og það er mesta furða hvað kaupmenn eru stundum tilkippilegir að prútta pínulítið – ég hef svolítið gaman af prútti. Hvert er versta neytendahneykslið sem þú manst eftir? Hmmm . . . ætli það hafi ekki verið kjötfars- hneykslið sem tröllreið fjölmiðlum fyrir um tuttugu árum. Annars man ég ekki eftir neinu nýlegu neytendahneyksli, enda eru fjölmiðlar því miður ekki mjög iðnir við að fjalla um neytendamál núorðið. Ef ég á að nefna það hvenær ég varð persónulega hneyksluðust sem neytandi, þá hefur það sennilega verið þegar ég gerði mér grein fyrir að svokallaðir „blómadropar”, sem eru í glösum á stærð við vanilludropaglas, voru seldir á 3000 krónur glasið! Ég segi og skrifa 3000 krónur! Þá var mér ofboðið, því hvað svo sem segja má um trú fólks á óhefðbundnar lækningar (og þá trú hef ég vissulega sjálf til að bera) þá er þetta fáránlegt. Það vill nefnilega þannig til að ég veit upp á hár hvað er í þessum glösum og því veit ég að framleiðslukostnaðurinn við blómadropana getur aldrei réttlætt þessa verðlagningu. Hverju myndir þú vilja breyta varðandi neyslu þína? Engu sérstöku – ég er enginn neyslubósi, held ég. Hinsvegar myndi ég vilja eiga meira val um lífrænt ræktaðar matvörur í verslunum á landsbyggðinni og hafa betra aðgengi að góðu grænmeti heldur en raun er á. Svo myndi ég vilja að erfðabreytt matvæli yrðu sérmerkt fyrir neytendur svo ég geti valið sjálf hvort ég vil kaupa þau eða ekki. Það val hef ég því miður ekki. Sniðgengur þú einhver fyrirtæki eða vörumerki? Ætli það séu ekki bara dýrustu merkin sem maður tímir ekki að kaupa hvort eð er. Fyrir 27 árum hætti ég að drekka kók eftir fregnir af illri meðferð kókframleiðenda á fólki. Sögur af barnaþrælkun og þess háttar hafa líka aftrað mér frá því að kaupa ákveðnar íþróttavörur. Kaupir þú vörur sem eru með vottuðu umhverfismerki? Já, ef ég man eftir að gá að því (sem er auðvitað ekki alltaf). Ert þú fylgjandi því að áfengi sé selt í matvöruverslunum? Ég er fylgjandi léttvíns- og bjórsölu í matvöruverslunum – undir eftirliti að sjálfsögðu. Erlendis sér maður þetta víðast hvar og ekkert að því. Maður á að gera keypt sér borðvínið á sama stað og matinn, finnst mér. Finnst þér íslenskir neytendur nógu með­ vitaðir og kröfuharðir? Nei, hreint ekki. Það er landlægur ósiður hér að láta nánast allt yfir sig ganga. Þeir sem kvarta eða gera athugasemdir í verslunum eru litnir hornauga og álitnir nískupúkar og kverúlantar. Eins hef ég á tilfinningunni að þjónustulipurð meðal verslunarfólks fari þverrandi. Það gerist æ sjaldnar að maður fái faglega þjónustu í verslunum. Þetta stafar m.a. af því, held ég, að neytendakröfur eru lágar hérlendis. Öflugri neytendavitund meðal almennings myndi auka þrýsting á verslunarfólk og kaupmenn um að koma til móts við neytendur, vanda verðlagningu og bæta þjónustu. Hvað er til ráða? Ég veit satt að segja ekki hvernig á að efla neytendavitund meðal fólks. Þó sýnist mér augljóst að umfjöllun fjölmiðla um neytendamál þyrfti að vera mun meiri en nú er. Það vantar einhvern sprækan fjölmiðlamann sem gerir neytendamál að sínu sérsviði, og finnur á þeim skemmtilega fréttafleti. Sú var tíðin að Neytendasamtökin birtu reglulega kannanir um verðlag og þjónustu. Það hefur minna farið fyrir því í seinni tíð, sem er miður því veitendur þjónustu og verslunarmenn verða að sjálfsögðu að hafa aðhald og starfa undir vökulu auga þeirra sem gæta hagsmuna viðskiptavinanna. Neytandinn svarar 21 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2007 Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.