Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 4
Gæðakönnun á DVD-upptökutækjum Þekkir þú ekki muninn á composite video frá component? Engar áhyggjur: hér er leiðarvísir um helstu tækniorð tengd DVD og myndbandsvinnslu og til hvers fyrirbærin sem þau vísa til eru notuð. Composite video signal: Er samsett hliðrænt myndbandsmerki (e. analog video signal) með litaupplýsingum. Það er einnig kallað CVBS. Flest sjónvarps- og myndbandstæki hafa slíka tengingu. Tengin eru yfirleitt gul að lit. S-video: S-Video (þekkist sem lítil hringlaga kló með fjórum pinnum), einnig þekkt sem Y/C og (ranglega) S-VHS, er hliðrænt myndmerki. S-Video mun skila betri mynd en samsett merki (e. composite) þar sem sjónvarpið þarf ekki að aðskilja birtu- og litaupplýsingar sem eru saman í samsettu merki. Component: Skiptir myndinni enn frekar í lita- og skerpumerki frá composite video signal og skilar þannig enn betri myndgæðum. Þrjá kapla þarf í þetta tengi. Enn hafa tiltölulega fá sjónvarpstæki component video-tengi en það er þó að breytast. RGB: Svipar til Component en er ekki eins algengt. DVI: Digital Visual Interface (DVI) er myndbandstengi sem er hannað til að hámarka sjónræn gæði stafrænna skjáa, eins og LCD-tölvuflatskjáa og stafrænna skjávarpa. DVI-tengið á tækinu ber eitt af þremur nöfnum sem tengjast virkni þess: DVI-D (aðeins stafrænt), DVI-A (aðeins hliðrænt) eða DVI-I (bæði stafrænt og hliðrænt). DVI nýtur aukinna vinsælda hjá framleiðendum skjákorta í tölvur og hafa flest kort sem keypt eru í dag bæði VGA- og DVI- útgangstengi. Til viðbótar því að nýtast sem nýjasti tölvutengillinn er DVI óðum að verða vinsælasta stafræna yfirfærsluaðferðin fyrir HDTV, EDTV, Plasmaskjái og aðra háskerpuskjái fyrir sjónvarp, kvikmyndir og DVD-diska. Jafnvel nokkrir af betri DVD-spilurunum hafa nú í vopnabúri sínu DVI-tengi til viðbótar hágæða hliðræna Component Video-tenginu. HDMI: High-Definition Multi-media Interface (HDMI) er óþjappað, stafrænt hljóð/myndtengi. HDMI styður venjulegt, aukið eða háskerpumerki, auk margrása stafræns hljóðmerkis, á einum kapli. Scart: SCART (Syndicat des Constructeurs d’Appareils Radio- récepteurs et Téléviseurs) er upprunalega franskur staðall með 21 pinna tengi til að tengja hliðræn (e. analogue) hljóð- og myndtæki við sjónvörp. Tengið er einnig kallað Péritel (sérstaklega í Frakklandi þar sem orðið SCART er lítið þekkt) og Euroconnector annars staðar í Evrópu. ICRT (International Research and Testing) gerði nýlega gæðakönnun á 48 DVD- upptökutækjum. Þau atriði sem voru könnuð eru m.a. gæði myndar og hljóðs, þægindi í notkun, orkunotkun og hvernig tækin bregðast við ef villa kemur fram á diski. Prófunum var skipt í tugi yfir- og undirflokka en vægi yfirflokkanna er eftirfarandi: myndgæði 35%, hljómgæði 17,5%, hljóðtruflanir og/eða villuleiðrétting í keyrslu 12,5%, notendaviðmót 20%, orkunotkun 5% og fjölhæfni 10%. Ítarlegri tafla með undirflokkum er aðgengileg á ns.is undir Gæðakannanir en lykilorð er á bls. 2 hér í blaðinu. Markaðskönnun var framkvæmd hér á landi nú í febrúar hjá 17 söluaðilum sem selja samtals 48 tegundir DVD-spilara. Þar af eru 10 tegundir sem prófaðar voru í gæðakönnun ICRT. Þegar taflan fyrir DVD-upptökutækin er skoðuð sést að hæsta verðið er 79.900 krónur fyrir tæki með 250 GB hörðum disk en að lægsta verðið er 44.900 krónur fyrir tæki með 160 GB harðan disk DVD-upptökutækin bjóða upp á mun meiri sveigjanleika en gömlu myndbandstækin. Hins vegar er notendaviðmót ekki alltaf nógu gott. Jafnvel tæknisinnaðasta fólk getur átt í erfiðleikum með að finna út úr órökréttum verkseðlum á skjá, flóknum fjarstýringum og fjöldanum öllum af tengimöguleikum. Í greininni hér á eftir , „Vel tengdur”, eru útskýringar á ýmsum tækniatriðum sem skipta máli þegar DVD-upptökutækið er sett upp í fyrsta sinn. Einnig er farið yfir nokkra eiginleika og vandamál varðandi DVD-upptökutæki í greininni “Fleira um upptökur í DVD” hér á eftir. Vel tengdur Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.