Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 14
Nýjustu gæludýr heimilanna eru forvitnir litlir náungar sem snuðra í öll horn og kima á meðan enginn er heima. Þetta eru svokölluð ryksuguvélmenni og í desemberblaði TÆNK birtist umfjöllun um ICRT gæðaprófun á þessum tegundum ryksuga. Í prófuninni var gengið út frá venjulegri heimilisnotkun og sömu kröfur gerðar um árangur og gert er til venjulegrar ryksugu. Vélmennin voru látin sjúga upp mylsnu og hár og mælt var hversu nálægt veggjum og hornum þau komust. Einnig var mælt hversu vandlega vélmennin hreinsuðu bæði gólfteppi og harðan gólfflöt og hvernig þau brugðust við hindrunum eins og t.d. borði. Þá var einnig kannað hversu notendavæn ryksuguvélmennin voru og mældur hávaði og endingartími hleðslu. Þegar vélmennið fer af stað í húsverkin lítur út fyrir að þar sé fagmaður að verki. Rýmið er vandlega mælt upp og herbergjaskipan fest í minnið. En vélmennin eru misjöfnum eiginleikum búin og það skiptir miklu máli áður en svona tæki er keypt að gera sér grein fyrir aðstæðum á heimilinu. Ef margar lausar leiðslur liggja á gólfinu þarf tækið að vera næmt fyrir hindrunum en ef það er mikið um stóra auða gólffleti á heimilinu skiptir hraðinn meira máli. Mylsna er ekki vandamál fyrir besta tækið af þeim fjórum sem TÆNK fjallar um, Electrolux Trilobite, en þetta vélmenni náði um 51% árangri í gæðaprófinu. Það sýgur hratt og örugglega upp gólfmylsnu og það sama má segja um þau tvö tæki frá iRobot sem prófuð voru. Dýrasta tækið, Kärcher, stendur sig ekki eins vel í gólfmylsnunni en því betur gengur því að hreinsa upp hundahár. Hér stendur Electrolux-tækið sig reyndar einnig vel. Þegar kemur að hundahárum bregst iRobot tækjunum hins vegar bogalistin. Þá er stærðin á rykhólfinu vandamál. Kärcher trítlar heim í hleðsluhúsið og tæmir sig en Electrolux Trilobite er með langstærsta geymslurýmið, 1,2 l. Geymslurými hinna tveggja tækjanna er svo lítið að framleiðandinn mælir með að það sé tæmt eftir hverja ferð. Ekkert tækjanna sem prófað var nær sama árangri og venjuleg ryksuga. Þau geta kannski haldið heimilinu snyrtilegu en ekki gert það hreint. Ef draumurinn er að hafa ryksuguvélmenni heima hjá sér þá er hægt að uppfylla hann fyrir 3.000 DKK (33.000 krónur) en það verður þó vart hjá því komist að ryksuga sjálfur af og til. Gerð ryksuguvélmennis Verð Árangur 1. Electrolux Trilobite 10.000-12.000 DKK 51% 2. iRobot Roomba SE 2.200-3.000 DKK 40% 3. Kärcher RC3000 12.500-16.000 DKK 37% 4. iRobot Roomba basic 1.900 DKK 33% Ryksuguvélmenni TÆNK komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir allar kúnstirnar kynni ryksuguvélmennið ekki að gera heimilið hreint. Það á til að kafna í hundahárum eða festast í loðnum teppum. Hvort sem keypt er dýrt eða ódýrt vélmenni er ekki ráðlegt að losa sig við handstýrðu ryksuguna. Hvað varðar þær fjórar gerðir ryksuguvélmenna sem prófaðar voru á vegum TÆNK er nefnilega mikill verðmunur á þeirri ódýrustu og þeirri dýrustu en ekki svo mikill munur á árangri. 14 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2007 Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.