Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 17
ICRT-gæðakönnunin náði til 27 tækja sem teljast ekki til dýrari og fullkomnari atvinnutækjanna. Af þessum 27 tækjum eru 8 seld á Íslandi. Það tæki sem kom best út úr heildarmælingunni fékk 4,40 stig af 5,50 mögulegum en það sem kom verst út fékk 2,64 stig. Þau tæki sem seld eru á Íslandi raðast í neðri hluta töflunnar með tveimur undantekningum. Canon IP5200R fær 4,40 stig og HP Deskjet 6980 fær 3,65 stig en önnur tæki sem hér fást fengu frá 3,43 niður í 2,67 stig. Þessi niðurstaða bendir til þess að úrvalið sem íslenskum neytendum stendur til boða sé ekki eins gott og æskilegt væri. Mat á prenturunum fór fram eftir stöðluðum prófunum á hinum ýmsum eiginleikum og hafa þeir mismikið vægi í heildareinkunn. Þættirnir sem skoðaðir voru eru: · Prentun (prenthraði, prentgæði) 55%, · Notendaviðmót 20%, · Fjölhæfni 15% · Umhverfisþættir 10%. Töflur með aðalþáttum og undirþáttum ásamt markaðskönnun er að finna á ns.is á læstum síðum félagsmanna. Markaðskönnun var framkvæmd nú í febrúar hjá helstu söluaðilum á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kom að 43 tegundir bleksprautuprentara eru til sölu hjá 20 söluaðilum og 14 tegundir leysiprentara hjá 14 söluaðilum. Hraði Leysiprentarar eru hraðvirkastir. Þó ber að hafa í huga að hraðvirkasti bleksprautuprentarinn getur skilað fimm blaðsíðum af texta á innan við 30 sekúndum. Sá hægvirkasti þarf hins vegar meira en átta mínútur til að skila því sama. Minniskort Ef ætlunin er að prenta ljósmyndir beint af minniskorti myndavélarinnar er æskilegt að athuga hvort prentarinn taki minniskort myndavélarinnar. Í þessu sambandi er vert að skoða prentara með LCD- skjá þar sem slíkir skjáir auðvelda alla vinnslu við myndirnar, val þeirra og forvinnslu fyrir prentun. Hefur prentarinn PictBridge- hugbúnað? PictBridge-staðallinn gerir kleift að tengja stafræna myndavél beint við prentarann með USB-kapli. Þetta er handhægur eiginleiki sem gerir prentun mynda úr myndavélinni hraðvirkari þar sem ekki þarf að færa myndirnar úr myndavélinni yfir á tölvuna áður en þær eru prentaðar. Ekki geta allir prentarar notað PictBridge- staðalinn og því ástæða til að vera vakandi fyrir þessum möguleika við val á prentara. Kostnaður við prentun Einn neikvæður þáttur við prentara er hinn stöðugi kostnaður við endurnýjun á blekhylkjum enda hefur blek á prenturum stundum verið kallað „svarta gullið”. Það getur verið umtalsverður munur á prentkostnaði á milli prentara. Mögulega er hægt að spara eitthvað í upphafi með því að kaupa ódýran prentara, jafnvel á tilboði, en kostnaðurinn er fljótur að stíga til lengri tíma litið. Kostnaðurinn við endurnýjun blekhylkja getur á örskömmum tíma farið yfir verðið á prentaranum sjálfum. Það er því full ástæða til að hvetja fólk til að meta fyrirsjáanlegan prentkostnað áður en prentari er keyptur. Blekhylki fyrir leysiprentara eru ekki ódýr en þau endast hins vegar lengi þannig að leysiprentarar koma hagstæðar út en bleksprautuprentarar þegar til lengri tíma er litið. Það er vissulega þægilegt að geta prentað litmyndir heima með bleksprautuprentara en það er líka dýrt. Gæðakönnun á tölvuprenturum 17 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2007 Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.