Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 5
Panasonic DMR EH65 Panasonic DMR EX85 Philips DVDR7250H Toshiba RD-XS24S Sony RDR-HX520 Tímahopp Tímahopp (e. timeshift, timeslip, chase playback) er eiginleiki sem gerir notendum kleift að byrja að horfa á upptekið efni áður en upptöku lýkur. Þetta þýðir að ef komið er heim í miðri upptöku er hægt að byrja að horfa á það sem þegar hefur verið tekið upp á meðan tækið klárar að taka lokahluta þáttarins upp. Tímahoppið gerir notendum einnig kleift að svara í símann eða hita kaffi án þess að missa af nokkru. Með því að þrýsta á „pásuhnappinn” er hægt að skella sér frá og þegar viðkomandi er tilbúinn að horfa á nýjan leik er þrýst á „spila” og tækið spilar þá frá þeim stað þar sem hætt var að horfa en heldur á um leið áfram að taka upp eins og ekkert hafi í skorist. Með þessari tækni er einnig hægt að nota endurspilunina (e. replay). Það getur t.d. verið ergilegt að rétt missa af stórkostlegu marki í fótboltaleik. Þá er hægt að ýta á „bakspilunarhnappinn” og horfa á markið en spóla síðan hratt áfram á réttan stað og halda áhorfinu áfram. Aðrir eiginleikar: · Verkseðlaval fyrir 4:3 letterbox, 4:3 pan og scan og 16:9 skjáhlutföll. · Skrun (e. browsings) eftir smámyndum (e. thumb-nail) sem aðstoð við að þekkja upptöku frá mynd af fyrstu senu. · Hliðrænn magnari sem heimilar sjálfvirka og handvirka fínstillingu á stöðvum. · Hnapp sem leyfir að afspilun hefjist aftur eftir pásu þegar horft er á DVD. · Möguleika á að afrita af harða disknum yfir á DVD á eðlilegum hraða eða meiri hraða. · Möguleika á að afrita af DVD yfir á harða diskinn. Vandamál með diskasniðmátin Því miður virka ekki allir DVD-diskar í hvaða spilara sem er. Það er vegna þess að gögn dreifast með mismunandi hætti á diskinn eftir því hvort fylgt er forskrift frá the DVD Forum eða the DVD Alliance en þessir aðilar eiga í harðri samkeppni og því miður fyrir okkur neytendur á forskrift þeirra ekki alltaf saman. Hér eru nokkur diskasniðmát: DVD-R er DVD-sniðmát fyrir eina upptöku, ekki ósvipað DVD+R, og getur geymt 4.7 GB. Ekki er hægt að taka aftur upp á slíkan disk. Stutt af DVD Forum. DVD-RW er endurskrifanlegt sniðmát, ekki ósvipað DVD+RW. Hægt er að þurrka gögn út og skrifa aftur mörgum sinnum án þess að miðillinn skemmist. Stutt af DVD Forum. DVD+R er DVD-sniðmát sem gerir mögulegt að tekið sé upp á diskinn einu sinni, ekki ósvipað og DVD-R. Ekki er hægt að taka aftur upp á slíkan disk. Stutt af DVD Alliance. DVD+RW er endurskrifanlegt sniðmát. Hægt er hreinsa gögn af DVD+RW diski og skrifa aftur og aftur án þess að miðillinn verði fyrir skemmdum. Stutt af DVD Alliance. DVD-videó. Nánast allir DVD-spilarar keyra DVD-videódiska. Þeir eru algengir undir kvikmyndir. DVD-RAM (stendur fyrir DVD-Random Access Memory). Hægt er að taka oft upp á DVD-RAM og þurrka gögn út en slíkir diskar eru eingöngu samhæfðir tækjum sem styðja DVD-RAM sniðmátið. DVD-RAM diskar eru yfirleitt geymdir í lokuðu hylki (kassettu). Fleira um upptökur í DVD  NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2007 Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.