Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 12
Má örugglega setja ryðfrí stálhnífapör í uppþvottavél? Þó að hnífapörin séu merkt „dishwasherproof” koma samt ryðblettir á hnífsblöðin! Þarf að kaupa það allra besta og það allra dýrasta eða geta ryðfrí stálhnífapör á skikkanlegu verði staðist ryð? Hvað þýða styrkleikatölurnar? Hér er stutt grein sem birtist í nýjasta neytendablaði Choise um það sem skiptir mestu máli varðandi ryðfrí stálhnífapör. Ryðfrítt stál er stál með viðbættu krómi til ryðvarnar og jafnvel nikkeli til varnar sýru. Hágæða ryðfrítt stál (18/11) inniheldur 18% króm og 10% nikkel. Venjulega er það dýrara, bjartara og hvítara á lit en lággæða ryðfrítt stál (13/11) sem getur verið gráleitt og er einnig segulvirkara en hágæðastálið. Lággæða ryðfrítt stál hefur einnig meiri tilhneigingu til að ryðga. Þrátt fyrir nafnið veita flestar málmblöndur sem notaðar eru í hnífapör aðeins viðnám gegn ryði og eru því ekki alveg ryðfríar. Flestir gafflar og skeiðar eru ágætlega laus við tæringu, en hnífsblöð eru frekar gerð úr harðara stáli sem gerir eggina endingarbetri og blöðin líklegri til að ryðga að lokum eftir endurtekinn þvott í uppþvottavélinni. Eftirfarandi ráð gætu dugað til að minnka hættuna á ryði: ` Ekki skilja súrar eða saltar matarleifar eftir á hnífapörunum. Það getur blettað þau. Skolið vel af hnífapörunum áður en þau eru sett í uppþvottavélina, sérstaklega ef ekki stendur til að setja hana strax í gang. ` Ekki geyma skítug hnífapör í uppþvottavélinni í marga daga. · Ekki skilja þvegin og rök hnífapörin eftir í uppþvottavélinni yfir nótt. Opnið vélina eftir að hún hefur lokið sér af við þvott til að flýta fyrir þurrkun, eða takið hnífapörin út og þurrkið þau strax eftir þvottinn. · Ekki yfirfylla hnífaparakörfuna. Notið grind, ef hægt er, svo stykkin liggi ekki saman. Það er sérstaklega mikilvægt að ryðfrí stykki úr stáli eða kopar eða stykki með silfurhúð snertist ekki, þar sem efnasvörunin með heitu vatni og uppþvottaefni getur valdið blettamyndun. · Ekki þvo hnífapör með viðar-, plast-, bein- eða postulínsskafti í uppþvottavélinni nema það sé sérstaklega merkt sem uppþvottavélaþolið. · Ekki hella uppþvottavélaefni beint á hnífapör. Silfurhúðuð hnífapör geta orðið varanlega blettótt. Einnig getur fallið á ryðfrítt stál á nokkrum mínútum. · Ekki skola hnífapör í langan tíma í sápuvatni, bleikingarefni eða saltvatni. · Ekki nota grófa/hrjúfa hreinsiklúta. Vatnsbletti er auðveldlega hægt að nudda af hnífsblöðum og á erfiða ryðbletti er gott að nota mjúkt málmhreinsikrem eða vökva (fyrir ryðfrítt stál, ekki silfurhreinsi) ef nauðsyn þykir til. Á „regnbogalitaða” bletti er gott að nota sítrónusafa. · Sérfræðingar mæla venjulega með því að þvo hnífapör í höndum. Fyrir utan hættuna á ryðblettum getur bit hnífseggja eyðst í uppþvottavélinni þegar hnífarnir rekast utan í diska, hnífapör eða rimla. Og að sjálfsögðu er alltaf öruggara að láta ekki beitta hnífa liggja innan um hin hnífapörin. Þýtt úr ástralska neytendablaðinu Choise jan/feb. 2007 Ryðga hnífapör úr ryðfríu stáli? 12 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2007 Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.