Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.08.2012, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 16.08.2012, Qupperneq 8
FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR8 Viðburði á Ljósanótt þarf að skrá á vef Ljósanætur, ljosanott.is. Þannig fara þeir inn í dagskrá og kynningar- efni Ljósanætur. Síðasti dagur til að koma dagskrár- viðburðum í prentaða dagskrá er 20. ágúst. Þetta er gert með því að smella á flipann „Skrá viðburð“ á forsíðu og setja inn upplýsingar og mynd tengda viðburðinum. VIÐBURÐIR Á LJÓSANÓTT AKURSKÓLI LAUS STÖRF Akurskóli auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Starfsmaður skóla/stuðningsfulltrúi Starfar með nemendum í leik og starfi utan og innan kennslustofu. Menntun og hæfni • Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi æskileg. • Hæfni í mannlegum samskiptum Frístundaskóli/Akurskjól Starfsmenn frístundaskóla vinna með börnum í skipu- lögðu starfi eftir að hefðbundnu skólastarfi er lokið Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um þessi störf. Nánari upplýsingar um störfin veita Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri og Bryndís Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 420-4550 ROKKSTOKK 2012 Ungir tónlistarmenn og hljómsveitir takið eftir ! Samsuð í samstarfi við Ljósanæturnefnd kynnir tónlistarkeppnina Rokkstokk 2012 sem haldin verður í Frumleikhúsinu fimmtudaginn 30. ágúst nk. Glæsileg verðlaun í boði. Skráning og nánari upplýsingar á netfangið hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is eða í síma 898-1394 Innileikjagarðurinn er farinn að taka við bókunum fyrir afmælisveislur. Innileikjagarðurinn opnar svo í byrjun september. Bókanir eru í síma 898-1394 INNILEIKJAGARÐUR HELGARVINNA Í VÍKINGAHEIMUM OG DUUSHÚSUM Óskum eftir áhugasömu fólki í helgarvinnu og afleys- ingar í Víkingaheimum og Duushúsum. Lágmarksaldur 20 ár, áhugi á sögu og listum skilyrði. Sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund, snyrtimennska og nokkur kunnátta í erlendum tungumálum nauðsynleg. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst. Skemmtileg hefð hefur skapast fyrir því að veita viðurkenningu þeim sem af stakri prýði sinna umhverfi sínu og þannig fegra bæinn. Mikill tími og kostnaður getur farið í að sinna stórum heima- garði og margir sem sinna görðunum sínum vel og eru til fyrirmyndar. Íbúar eiga þakkir skilið fyrir fjölda tilnefninga og fyrir löngu búið að sýna það og sanna að gróður vex vel og dafnar hér suður með sjó. Umhverfis- og skipulagssvið hefur nú tekið að sér það verkefni að yfirfara tilnefningar og veita við- urkenningar. Þetta var ekki auðvelt verkefni og marg- ir verðugir garðar á listanum. Í dag verða viðurkenningar fyrir 2012 afhentar með athöfn í Víkingaheimum klukkan 17:00. Viðurkenningar hljóta: • Svavar Garðarsson Hafnargata 42, fyrir vel uppgert eldra hús. • Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fyrir fallegan innri garð. • Jónas Jóhannesson og Erla Hildur Jónsdóttir Borgarvegur 1, fyrir góða samþættingu á nýjum palli og eldri gróðri. • Jón Gunnarsson og Guðrún Gunnarsdóttir Hraundalur 1, fyrir snyrtilegan og vel hirtan garð. • Hannes Friðriksson og Þórunn Benediktsdóttir Freyjuvellir 6, fyrir vel hannaðan og fallegan garð. • Ásgeir Eiríksson og Ólöf Jónsdóttir Heimavellir 13, fyrir góða samþættingu á villtri náttúru og fallegum heimagarði. • Örn Bergsteinsson og Þorgerður Aradóttir Langholt 4, fyrir fallegan yndisgarð. Fagurt umhverFi ›› Reykjanesbær – veitir viðurkenningar fyrir: Freyjuvellir 6 Borgarvegur 1 Hafnargata 42 Heimavellir 13 Langholt 4 Hraundalur 1 HSS

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.