Víkurfréttir - 16.08.2012, Síða 13
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 13
Ferðamenn komu fyrr í ár
Svala Sveinsdóttir hjá B&B Guesthouse við Hringbraut í Reykjanesbæ
segir að hún finni fyrir mikilli aukningu á straumi ferðamanna hingað.
Hún segir að heimsóknir ferðamanna hafi hafist fyrr þetta árið en vana-
lega og hún segir að það sé alls staðar fullt eftir því sem hún best veit.
Hún segir ennfremur að töluvert af Íslendingum heimsæki gistiheimili
hennar, bæði þeir sem séu áð leið í flug, sem og aðrir ferðalangar. Hún
finnur fyrir því að þrátt fyrir að töluvert hafi aukist af heimagistingum
og öðru slíku hér þá sé alltaf fólk að koma til hennar sem vantar her-
bergi.
Hún telur ekkert óvanalegt við ferðasumarið í ár fyrir utan aukinn fjölda
ferðamanna en hún er ekki alls kostar sátt við aðstöðu til þess að taka á
móti ferðamönnum við Leifsstöð. Þar er engin aðstaða að hennar sögn
fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Við megum hvergi leggja og það er ekkert
pláss fyrir okkur til þess að þjónusta okkar gesti. Við megum hvergi vera
og ég tel að þarna þurfi að breyta til, þessu er mjög ábótavant,“ sagði Svala
í samtali við Víkurfréttir.
Úr fiskvinnslu í ferðabransann
Bræðurnir Þorsteinn, Gísli og Ein-
ar Heiðarsynir hófu rekstur gisti-
húss í Garðinum síðastliðið haust
en fóru á fullt strax eftir áramót
og líkar vel að sögn Þorsteins sem
var að undirbúa komu hóps á gisti-
heimilið þegar blaðamann Vík-
urfrétta bar að Garði, en það er
einmitt nafn gistihússins.
„Þetta er búið að vera nokkuð gott
í júní, júlí og ágúst, september lofar
svo góðu. Við erum öðruvsí að því
leyti að við erum bara með íbúðir í
boði en við erum með gistiaðstöðu
fyrir 30 manns,“ segir Þorsteinn. En fyrirtækið stílar aðallega inn á hópa.
„Við byrjuðum með herbergi en breyttum því strax en við erum að reyna
að koma til móts við fjölskyldur og hópa sem ferðast saman.“ Þeir bræður
voru lengi vel með fiskvinnsku en ákváðu svo að breyta húsnæði sínu í
gistiheimili. Það var það fyrsta sem kom til greina að sögn Þorsteins.
Bókanir fara að langmestu leyti fram á netinu og þá með góðum fyrivara,
en þó segir Þorsteinn að það hafi komið á óvart hve margir hreinlega detti
inn af götunni og
spyrjist fyrir um gistingu. Þorsteinn segir þetta vera skemmtilegt starf og
hann hefur sérstaklega orð á því hve fólk gangi vel um og er ánægt hér á
svæðinu. Hann telur svo vera að fólk gisti hér fyrstu nætur sínar á ferðalagi
um landið og svo undir lok ferðar, það er því ekki mikið um langtímagist-
ingu. Langflestir eru útlendingarnir en þó gistir þarna fólk sem er að sækja
ættarmót og ferðir á vegum fyrirtækja
Aukning í
Sandgerði
Valborg Jónsdóttir hjá Listatorgi í
Sandgerði segist hafa orðið vör við
mikla aukningu erlendra ferða-
manna til Sandgerðis í sumar.
Hún ásamt um tug annarra selja
handverk og hönnun í Listatorg
Gallerý í Sandgerði. Hún sagði að
það komi fleiri rútur að heimsækja
Fræðasetrið í Sandgerði en meira
af því fólki mætti hugsanlega kíkja
við í Gallerýið að hennar sögn,
enda mikið af fallegum munum
þar til sölu og sýnis.
Töluverð umferð um
Suðurstrandarveginn
Sverrir Karl Björnsson starfsmaður á tjaldsvæðinu í Grindavík segir að
umferðin sé töluverð um Suðurstrandarveginn. Hann segir hlutfalls-
lega fleiri útlendinga koma á tjaldstæðið og þá eru það aðallega þýsku-
mælandi ferðamenn frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Hann telur að
það sé töluverð aukning af ferðafólki sem heimsæki Grindavík þetta
sumarið en hann starfaði einnig á tjaldstæðinu síðasta sumar. Auðvitað
séu flestir sem heimsæki Bláa lónið en þó séu margir að skoða svæðið
og keyra m.a. veginn sem liggur frá Grindavík að Reykjanesvita.
Útlendingar sækja í fuglalífið í
Sandgerði
Reynir Sveinsson hjá Fræðasetrinu í Sandgerði segist finna fyrir gríð-
arlega mikilli aukningu ferðamanna og margir greinilega að nýta sér
Suðurstrandarveginn, en Reynir segist gefa sér góðan tíma til þess
að spjalla við ferðamenn og forvitnast um ferðir þeirra og áhugasvið.
Hann segir að margir hafi á orði að hér á svæðinu séu tvö af flottari
tjaldstæðum landsins, þá á hann við tjaldstæðin í Grindavík og Sand-
gerði.
Reynir segir mikið af Þjóðverjum komi hingað og nýti sér þjónustu í Sand-
gerði.
Útlendingarnir sækja mikið í fuglalífið hérna á svæðinu. „Með tilkomu
Ósabotnavegar opnast hér skemmtilegur hringur sem allur skaginn getur
notið góðs af.“
Ekki annað eftirspurn
„Það er líklega um 50% aukning í útleigu hjá okkur á þessu ári,“ segir
Magnús Þorsteinsson hjá bílaleigunni Blue car rental. Fólk er mikið að
sækjast í minni bíla að sögn Magnúsar og þá sérstaklega minni fjór-
hjóladrifna. Magnús segist skynja það dálítið að fólk fari nánast sam-
stundis af svæðinu og á höfðuborgarsvæðið eða út á land. Það er þróun
sem Magnús vill sjá breytast til betri vegar.
Við rekstur bílaleigu er mikið verið að sækja farþega upp í Leifsstöð en þar
er aðstaðan sífellt að verða minni. „Aðstaðan á Keflavíkurflugvelli er nán-
ast engin og með fjölgun farþega er aðstaðan sprungin,“ segir Magnús en
hann kvartar þó ekki enda hefur verið mikið að gera í allt sumar og hefur
bílaleiga ekki haft undan að anna eftirspurn eftir bílum.
Strandblak og
sjósund
vinsælt
„Aukningin er gífurleg,“ segir
Kristinn Ólafsson sem sér um
rekstur Byggðasafnsins og tjald-
stæðisins á Garðskaga þegar hann
er spurður um það hvort hann
hafi orðið var við aukningu í
heimsóknum ferðamanna í sum-
ar. „Það var gott í fyrra en aukn-
ingin er orðin miklu meiri, því get
ég alveg lofað.“
Kristinn segir vera aukningu á
heimsóknum Íslendinga á tjald-
stæðið en auðvitað eru útlendingar í
miklum meirihluta. Sérstaklega eru
húsbílahópar duglegir í því að heim-
sækja svæðið að hans sögn. Kristinn
segir það vera verulega vinsælt að
stinga sér til sunds við Garðskagann
og hafi aldrei fleiri stundað sjósund
þar en einmitt núna í sumar. „Það
var talað um það í fyrra að bæta
aðstöðuna fyrir sjósundið en það
hefur lítið gerst í þeim málum enn
sem komið er,“ segir Kristinn. Einn-
ig hefur hann orðið var við það að
strandblakvöllurinn sé mikið not-
aður, ekki síst vegna veðurblíðunnar
sem hefur verið í sumar.