Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 12
12
M Á L M S M Í Ð I
Vélsmiðja Guðmundar J. Sig-
urðssonar er starfrækt til hliðar
við Véla- og bílaþjónustu Krist-
jáns ehf., en það fyrirtæki er
kennt við Kristján Gunnarsson,
sem hóf störf í vélsmiðjunni fyrir
nokkrum áratugum. Aðalstarf
Kristjáns og starfsmanna hans eru
viðgerðir á bílum og vélum, en
járnsmiðjuvinnan í gömlu smiðj-
unni er einskonar hliðarbúgrein.
Róbert Kristjánsson, einn starfs-
manna hjá Véla- og bílaþjónustu
Kristjáns, segir að Þingeyringar
séu stoltir af vélsmiðjunni og vilji
varðveita hana eins og hún er.
Einskonar safn
„Já, við getum vel notast við
þessa níutíu ára gömlu tækni,“
svarar Róbert þegar hann er
spurður hvort járniðnaðarmenn
nútímans geti enn unnið með þau
tæki sem frumkvöðlarnir notuðu
í upphafi síðustu aldar. „Yngsti
rennibekkurinn í smiðjunni er
breskur, frá því um 1950, og
hann hefur alltaf verið kallaður
„draslið“. Þessi bekkur virkar, en
ef við erum í einhverri nákvæmn-
isvinnu, þá notum við þessa
gömlu reimdrifnu, þeir standa
alltaf fyrir sínu,“ segir Róbert.
„Það má vissulega segja að vél-
smiðjan sé einskonar safn og
hingað kemur fjöldi fólks til þess
að sjá þetta,“ bætir hann við.
Í Vélsmiðju Guðmundar J. Sig-
urðssonar eru enn þann dag í dag
steyptar og renndar línuskífur og
síðan eru ýmis tilfallandi verkefni
unnin í smiðjunni. Róbert nefndi
sem dæmi að nýverið hafi verið
steyptir langbitar og grindur fyrir
kirkjugarðinn við Suðurgötu í
Reykjavík, gluggi í hús á Pat-
reksfirði og plötur í ofn á Ísafirði.
„Það er alltaf töluvert að gera í
línuskífunum. Til dæmis vorum
við að steypa skífur fyrir Beiti í
Reykjavík, sömuleiðis er DNG-
Sjóvélar með línuskífur frá okk-
ur,“ segir Róbert, en skífurnar eru
unnar í olíukynntum þýskum
ofni frá 1955.
Vinnueftirlitið hætt að gera
athugasemdir!
Róbert segir að fulltrúar Vinnu-
eftirlitsins hafi verið nokkuð
reglulegir gestir í Vélsmiðjunni,
ekki síst vegna þess að reimarnar
sem drífa t.d. rennibekkina áfram
hafa engar hlífar. „Vinnueftirlitið
er löngu hætt að segja eitthvað,“
segir Róbert og hlær. „Reimarnar
hafa verið alla tíð frá lofti og nið-
ur á gólf og af þeirra völdum hef-
ur aldrei orðið slys,“ segir Róbert.
Skrifstofa vélsmiðjunnar hefur
ekki tekið miklum breytingum í
tímans rás. Þar er m.a. ritvél, sem
er með tvöfalt stafasett - þ.e. bæði
há- og lágstafi. „Mér er sagt að
einhvern tímann hafi Matthíasi
verið gefin rafmagnsreiknivél,
Merklegur kafli í járniðnaðarsögu landsmanna
varðveittur í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri:
Nota enn tæki og tól frá
fyrstu árum síðustu aldar
Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri á sér rösklega 90 ára
sögu - hún var sett á stofn árið 1913 og er enn starfandi. Og það sem
meira er að þegar inn í smiðjuna er komið eru tækin og tólin að stórum
hluta þau sömu og fyrir níutíu árum. Smiðjan er því í raun lifandi safn
í fullum rekstri. Enda koma margir gestir sem leið eiga til Þingeyrar í
heimsókn í Vélsmiðjuna til að sjá með eigin augum og fræðast um sögu
smiðjunnar og það handbragð og tækni sem hefur varðveist í tímans
rás.
Úr smiðjunni á Þingeyri um
1910. Um þetta leyti átti
Milljónafélagið smiðjuna, en
síðar keypti Guðmundur J.
Sigurðsson hana, en hann er
hér lengst til hægri. Þremur
árum síðar hóf Guðmundur
vélsmiðjurekstur á þessum
sama stað. Lengst til vinstri
er lærifaðir Guðmundar,
Bjarni Guðbrandur Jónsson
og milli þeirra er Ólafur
Hjartar.
Mynd: Björn Pálsson/Úr bókinni
„Eldur í afli“ eftir Sumarliða R. Ísleifsson.