Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 20
K Í T Ó S A N
„Það má segja það að þessi
kaup hafi haft ákveðinn aðdrag-
anda. Fyrirtækin hafa starfað sam-
an síðan 1998, Primex hefur verið
aðalbirgi Vanson HaloSource fyrir
kítósan. Á síðastliðnu ári lá fyrir
að Vanson HaloSource yrði að
hætta eigin framleiðslu, þar sem
verksmiðja fyrirtækisins var úr
sér gengin. Það lá því ljóst fyrir
að fyrirtækið yrði annað hvort að
setja upp nýja verksmiðju eða
finna einhvern framleiðanda fyrir
sig. Í framhaldinu tókum við upp
viðræður við Bandaríkjamennina
og niðurstaðan varð sú að Primex
myndi kaupa kítósanhluta fyrir-
tækisins. Til að byrja með verður
framleiðslan áfram úti í Banda-
ríkjunum, en við horfum til þess
að flytja hana til Siglufjarðar þeg-
ar fram í sækir,“ segir Haukur.
Sterkari staða í
Bandaríkjunum
Í þessum kaupsamningi felst að
Primex kaupir birgðir, einkaleyfi,
vörumerki og framleiðslutækni
Vanson HaloSource ásamt dreifi-
leiðum fyrir kítósanafurðir, þar
með talið vörumerkið LipoSan
Ultra sem bundið er einkaleyfi.
Vanson HaloSource hefur þróað,
framleitt og selt sérhæfðar lausnir
til notkunar við vatnshreinsun, í
heilsuvörur og heilbrigðistækni.
Lausnir fyrirtækisins byggja á
kítósanformúlum og nýrri sótt-
hreinsunartækni. Með þessum
kaupum Primex fær sá hluti fyrir-
tækisins sem nú er í Bandaríkjun-
um betra svigrúm til þess að ein-
beita sér að þróunarþættinum,
jafnframt því sem Primex fær
mun sterkari markaðsstöðu þar
vestra heldur en félagið hefur haft
til þessa.
Aukin spurn eftir kítósan
Primex, sem hóf framleiðslu á
Siglufirði 30. apríl 1999, er
stærsti framleiðandi á kítósan og
-kítinafurðum í heiminum.
Framleiðsluvörurnar eru notaðar í
líftækni-, lyfja- og heilbrigðis-
tækniðnaðinum - t.d. í sáraum-
búðir.
Framleiðsluhluti Primex er á
Primex á Siglufirði hefur fest kaup á kítósanhluta
Vanson HaloSource í Bandaríkjunum:
Stærstir í kítósanfram-
leiðslu í heiminum
„Að sumu leyti hefur þetta verið nokkuð erfið
fæðing, en fyrirtækið hefur verið í vexti og ég
vænti þess að með þessum kaupum í Banda-
ríkjunum séum við komin á beinu brautina,“
segir Haukur Ómarsson, framkvæmdastjóri
Primex á Siglufirði, en fyrir nokkrum vikum
festi Primex kaup á kítósanhluta fyrirtækisins
Vanson HaloSource í Raymond í Washington,
á vesturströnd Bandaríkjanna. Fullyrða má að
þessi samningur marki ákveðin tímamót hjá
Primex því hann styrkir fyrirtækið og tryggir
stöðu þess sem leiðandi aðili á alþjóðlegum
markaði fyrir kítósan.
Haukur Ómarsson, framkvæmdastjóri
Primex á Siglufirði.
Úr vinnslusal Primex á
Siglufirði.