Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 15
15
spil, stýrisvélar o.fl. Um 1930 var
svo komið að fjórir menn voru að
jafnaði í fullu starfi við málm-
steypuna auk módelsmiðs. Vél-
tæknikunnátta Matthíasar Guð-
mundssonar kom sér vel og hann
teiknaði að öllum líkindum fyrsta
glussadrifkerfið af minni gerð hér
á landi. Um var að ræða olíudælu
sem var drifin af vél bátsins,
tengd með tveggja tommu rörum
í stjórnloka og glussamótor sem
tengdur var spilinu. Þessi kerfi
voru sett í minni báta og urðu
mjög vinsæl og eftirsótt.
Fjölbreytt framleiðsla
Um 1940 var farið að framleiða
togvindur, fyrir allt að 50 tonna
báta, dragnótarspil og sömuleiðis
voru framleiddir dráttarkarlar
með öllum búnaði. Þá voru fram-
leiddar blakkir og blakkarhjól í
tveimur til þremur stærðum,
dekkpumpur í tveimur stærðum
auk keðjudrifinna stýrisvéla og
eldavélaplata, rista í eldavélar,
polla, keðjustoppara fyrir akker-
iskeðju o.fl.
Úr kopar steypti Vélsmiðja
Guðmundar J. Sigurðssonar fóðr-
ingaefni, dæluhjól, skipsskrúfur
og skrúfublöð af ýmsum stærð-
um. Um þetta leyti unnu í vél-
smiðjunni 12-15 menn.
Erlendir togarar til Þingeyrar
Upp úr seinni heimsstyrjöld fóru
erlendir togarar, fyrst og fremst
enskir togarar, að koma ótt og títt
til Þingeyrar og leituðu eftir
þjónustu vélsmiðjunnar, auk
vatns og vista. Bilanir voru nokk-
uð tíðar í kötlum skipanna, spil
þurfti að laga sem og gálga og
blakkir auk þess sem stundum
komu göt á síðurnar af völdum
íss við landið.
Sjávarútvegurinn var þannig
lengi vel sú atvinnugrein sem
skipti mest við Vélsmiðju Guð-
mundar J. Sigurðssonar, en síðar
bættust við viðgerðir á heyvinnu-
vélum og síðar bílum. Enn þann
dag í dag er málmsteypan í full-
um gangi fyrir sjávarútveginn,
þar eru m.a. framleiddar línuskíf-
ur, netaskífur og blakkir.
Iðnskóli í tengslum
við smiðjuna
Þegar saga Vélsmiðju Guðmund-
ar J. Sigurðssonar er rifjuð upp
má ekki gleyma einum stórmerk-
um kafla í sögu hennar - iðnskóla
sem var starfræktur frá því á
fjórða áratug síðustu aldar fram
til 1965, í tengslum við smiðj-
una, þar sem var boðið upp á iðn-
nám allra vélfræðigreina auk
málmsteypunáms. Þetta nám
sóttu ekki bara Vestfirðingar, þeir
komu víðar að af landinu. Bók-
legt nám í skólanum var á heimili
þeirra feðga, Guðmundar og
Matthíasar, en verkþjálfun var í
smiðjunni. Nemendurnir störf-
uðu í vélsmiðjunni til kl. 16 á
daginn, en settust síðan á skóla-
bekk kl. 17. Kenndar voru al-
mennar greinar fram að kvöld-
mat, en að kvöldmat loknum var
tekið til við fagfögin.
Endurbygging
smiðjunnar hafin
Við fráfall Matthíasar Guðmunds-
sonar vorið 1995 lauk rúmlega
áttatíu ára starfsemi Vélsmiðju
Guðmundar J. Sigurðssonar & co.
en fyrirtækið hætti formlega
starfsemi 31. júli 1995. Þá tók
Kristján Gunnarsson við rekstrin-
um og rekur vélsmiðjuna enn
þann dag í dag við hlið Véla og
bílaþjónusta Kristjáns ehf., sem
fyrr segir.
Nú þegar hefur verið tekið
stórt skref í þá átt að varðveita þá
menningarsögulegu heimild, sem
Vélsmiðja Guðmundar J. Sig-
urðssonar er. Að frumkvæði fjöl-
skyldunnar, þ.e. afkomenda Guð-
mundar J. Sigurðssonar, hefur
verið sett á stofn sjálfseignar-
stofnun um vélsmiðjuna þar sem
gert er ráð fyrir „að varðveita og
viðhalda vélsmiðjunni sem lifandi
safni um sögu og þróun iðnaðar á
Íslandi á 20. öld.“
Þak smiðjunnar var farið að
leka illilega og var ráðist í það sl.
vetur að skipta um þak. Til þess-
arar framkvæmdar fékkst styrkur
frá ríkinu, en í það heila má ætla
að kostnaður við endurbætur á
húsinu og nágrenni þess, þ.m.t.
sjóvörn, geti numið um 25-30
milljónum króna.
Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar er einstakt safn til sögu járnsmíði og málm-
steypu á Íslandi. En hér er ennþá smíðað - m.a. búnaður fyrir sjávarútveginn.
Myndir: Atli Rúnar Halldórsson.