Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 32
32
F I S K M A R K A Ð I R
fjórum mánuðum ársins miðað
við sama tíma í fyrra og hjá Ís-
landsmarkaði öllum er aukningin
um sex þúsund tonn,“ segir
Ragnar.
Um skýringar á verðlækkunum
það sem af er þessu ári segir
Ragnar að þær megi væntanlega
rekja til sölutregðu á sumum
mörkuðum fyrir íslenskar sjávar-
afurðir. Steinbítsvertíðin virðist
t.d. hafa farið fyrir ofan garð og
neðan, útflytjendur hafa ekki
skýringar á reiðum höndum um
af hverju Frakkarnir hafa ekki
keypt steinbítinn eins mikið og
undanfarin ár.
Mest magnaukningin hefur
verið í ýsunni, sem er í takt við
það sem búast mátti við, enda var
umtalsverð kvótaaukning í ýsu á
yfirstandandi fiskveiðiári. Um
tíma fór ýsuverðið niður úr öllu
valdi, 40-50 krónur á kílóið, en
það hefur verið að rétta sig eilítið
við á síðustu vikum og verð á
óslægðri ýsu hefur farið upp í allt
að 150-160 krónur á kílóið.
„Stærri ýsan hefur verið keypt í
flugfisk. Dollarinn hefur verið að
styrkja sig að undanförnu gagn-
vart krónu og um leið koma
Bandaríkin sterkari inn. Síðan
hefur það mikil áhrif hvenær
Kanadamenn eru búnir með sinn
ýsukvóta, en þeir eru sömuleiðis
að flytja ýsuna inn á Bandaríkja-
markað.“
Þarf að reikna dæmið til enda
Ragnar kannast við að hafa heyrt
af töluverðum gámaútflutningi
frá Íslandi að undanförnu og hann
segir að á sjávarútvegssýningunni
í Brussel á maí hafi fiskmarkaðs-
menn í Bretlandi haft orð á því að
þar hafi verð lækkað töluvert
vegna mikils framboðs inn á
markaðina. „Þetta kemur okkur
fiskmarkaðsmönnum hér heima
ekki á óvart. Í gegnum tíðina höf-
um við fylgst með gámaútflutn-
ingi og séð hvernig verð ytra hafa
lækkað þegar mikið magn kemur
inn á markaðina. Þegar búið er að
draga frá sannarlegan kostnað,
sem er 60-65 krónur á kílóið, þá
eru menn þegar upp er staðið oft
að fá lægra skilaverð en ef fiskur-
inn væri seldur hér heima. Um
þetta gilda sömu lögmál úti og
hér heima að þegar mikið magn
kemur inn á markaðina í einu
lækka verðin.“
Minna magn í Eyjum
„Það sem af er þessu ári hefur ver-
ið samdráttur hjá okkur miðað
við sama tíma í fyrra, bæði í
magni og verðum. Það er helst að
verð á þorski hafi haldið sér
þokkalega, en aukafiskurinn hef-
ur verið í lágu verði,“ segir Páll
Rúnar Pálsson hjá Fiskmarkaði
Vestmannaeyja, en hann er fyrst
og fremst í viðskiptum við tog-
ara, netabáta og trillur. „Reyndar
hefur verið töluvert um það að
undanförnu að trillukarlarnir hafa
safnað í gáma og sent út,“ bætti
hann við.“Okkar stærstu kaup-
endur eru hér í Eyjum, en stærst-
ur hlutinn af þeim fiski sem fer í
gegnum okkur fer til aðila upp á
landi, mest til aðila á suðvestur-
horninu,“ segir Páll. Á síðasta ári
fóru um 5.000 tonn í gegnum
Fiskmarkað Vestmannaeyja, sem
var 1.800 tonna aukning frá árinu
2002.
Verð á steinbítnum niður
úr öllu valdi
Friðrik Rósmundsson hjá Fisk-
markaði Austurlands á Eskifirði
segir að verð fyrir fiskinn hafi
snarlækkað að undanförnu, eink-
um þó á ufsa, löngu og keilu.
„Þorskurinn hefur lækkað
minnst, en hann hefur þó einnig
gefið töluvert eftir,“ segir Friðrik.
„Og verðið á steinbítnum hefur
verið sérlega lágt að undanförnu,
hvað sem kann að ráða því. Stein-
bíturinn hefur verið seldur á 30
krónur kílóið (óslægður), sem er
mun lægra en við höfum áður séð.
Á þessum tíma er verðið reyndar
alltaf lágt á steinbítnum, en núna
hefur það farið niður úr öllu
valdi. Í hittifyrra var verðið á
steinbítnum hins vegar 80-90
krónur á kílóið.“
Langmest af fiski sem fer í
gegnum Fiskmarkað Austurlands
er línufiskur. Friðrik lætur af því
að veiðin hafi verið góð á síðustu
vikum. „Línuveiðin hefur verið
mjög góð að undanförnu, hún
hefur farið upp í á fimmta tonn á
tíu bala, sem er mjög gott.“
Á síðasta ári fóru um 2.600
tonn í gegnum Fiskmarkað Aust-
urlands. „Það sem af er árinu er
magnið eilítið meira en í fyrra, en
fiskverðið er lægra,“ segir Friðrik
Rósmundsson.
Menn fælast fiskmarkaðina
vegna lágs verðs
Tíðarfarið hefur verið Grímseyjar-
bátum erfitt frá áramótum og því
hefur minni fiskur farið í gegnum
fiskmarkaðinn í Grímsey en áður
á þessum tíma, að sögn Hennings
Jóhannessonar. „Þetta hefur verið
mjög lélegt, það má segja að
menn séu farnir að fælast fisk-
markaðina hvað verðið snertir.
Verðið hefur verið mjög lélegt á
aukfiskinum - ýsu, steinbíti og
öðrum tegundum. Þessar tegund-
ir hafa veiðst meira hérna fyrir
norðan að undanförnu en við
erum vanir. Við höfum verið að
leigja þessar tegundir og það ger-
ir ekki betur en að fiskast upp í
leiguverðið. Fiskurinn fer frá okk-
ur vítt og breitt. Að undanförnu
hefur töluvert farið til Stíganda í
Ólafsfirði, en einnig til GPG á
Húsavík og fleiri fyrirtækja. Þetta
hefur bara farið eftir því hvernig
kaupin gerast á eyrinni á hverjum
tíma.“
Henning Jóhannesson: Menn eru farnir að fælast fiskmarkaðina vegna lágs verðs.
Mynd: Friðþjófur Helgason.