Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 29

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 29
29 Æ G I S V I Ð TA L I Ð Eitt af burðarfyrirtækjunum á Húsavík Fullyrða má að Íshaf er eitt af burðarfyrirtækjunum í atvinnulífinu á Húsavík og því er mikið undir að vel takist til í rekstrinum. Í sjálfri verksmiðjunni starfa 40-50 manns, á skrifstofu eru þrír starfsmenn og á skipunum eru rösklega 30 störf. Þessu til viðbótar er fjöldi svokallaðra afleiddra starfa, þ.e. þjónustustörf sem skapast í kringum þessa starfsemi. Í það heila tengjast því um 100 manns starfsemi Íshafs á einn eða annan hátt á Húsavík. Þrátt fyrir að rækjuiðnaðurinn sé í því sem næst stöðugum andbyr telur Bergsteinn að verksmiðja Ís- hafs á Húsavík hafi góða möguleika til þess að gera góða hluti. Verksmiðjan hafi gott orð á sér á mörk- uðunum og gott orðspor hafi mikið að segja þegar kemur að sölu afurðanna. „Við vonum og ætlum okkur að þessi verksmiðja muni lifa af þessar þreng- ingar. Það er markmið stjórnar fyrirtækisins að efla starfsemina frekar en hitt. Það vill að sjálfsögðu enginn tapa í rekstri, en hins vegar sýnist mér það alveg ljóst miðað við stöðuna í dag að það er ekki hægt að reikna með hagnaði. Við gerum væntanlega ekki betur en að halda sjó. Að undanförnu hefur rækjuveiðin verið heldur léleg hér á heimamiðum, en við gerum okkur vonir um að hún muni aukast þegar kemur fram í júní. Það segir sig sjálft að það er dýrt að gera skipin út þegar olían hefur hækkað jafn mikið og raun ber vitni og því myndu betri aflabrögð létta róðurinn verulega,“ segir Bergsteinn Gunnarsson. • Nætur • Rækjutroll • Fiskitroll • Rækju- og smáfiskaskiljur • Snurvoðir • Rockhopper • Víraþjónusta • Flottroll • Gúmmíbátaþjónusta • Alhliða þjónusta við fiskeldispoka og kvíar • Þvottastöð fyrir fiskeldispoka Eigum ávallt á lager allt til veiðanna Neskaupstað Sími 4 700 807 Fax 4 700 801 Skrifstofa 4 700 800 Akureyri Sími 4 700 820 Fax 4 700 821 Reyðarfjörður Sími 4 700 813 Fax 4 700 814 Fáskrúðsfjörður Sími 4 700 810 Fax 4 700 811 Seyðisfjörður Sími 4 700 816 Fax 4 700 817 Siglufjörður Sími 4 700 825 Fax 4 700 826 Netagerð Vestfjarða hf. Ísafirði Sími 456 5313 - Fax 456 4588 Alhliða veiðarfæraþjónusta Þegar blaðamaður var í heimsókn í rækjuvinnslu Íshafs var unnið að því að pakka rækju fyrir verslanakeðjuna Tesco.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.