Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 45
við Hrafnistuheimilið í Laugarási
í Reykjavík viðbygging með 60
hjúkrunarrýmum. Þá hefur
Hrafnista með höndum í umboði
heilbrigisráðuneytis rekstur
hjúkrunarheimilanna í Víðinesi
og á Vífilstöðum - og nú er í
deiglunni að byggja hjúkrunar-
heimili í Kópavogi á Vatnsenda-
svæðinu í samstarfi við bæjaryfir-
völd og byggingafélagið Hús-
virki. Fleiri viðfangsefni mætti
nefna.
Til að skilja aðstæður
Guðmundur Hallvarðsson segir
að vissulega séu áhrif sjómennsku
og útgerðar á mannlíf í Reykjavík
minni nú en þegar sjómannadag-
urinn var fyrst haldinn fyrir 66
árum. Hlutverk þessa dags sé þó
öðrum þræði alltaf að minna fólk
á hve miklu máli atvinnuvegur-
inn skipti fyrir þjóðarfélagið.
„Við getum kannski sagt að eftir
því sem borgin hefur stækkað
hafi áhrif útgerðar á mannlífið
orðið minni. Slíkt er vitaskuld
eðlilegt, en á hinn bóginn er okk-
ur mikilvægt að hafa þennan dag
og minna þjóðina á hve þýðingar-
mikill þessi atvinnuvegur er og
þar með sjómannadagurinn. Það
voru öðrum fremur sjómenn sem
breyttu Reykjavík úr bæ í borg.“
Áður en Guðmundur Hall-
varðsson var kjörinn til setu á Al-
þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn
árið 1991 var hann um langa hríð
starfsmaður Sjómannafélags
Reykjavíkur. Þar kynntist hann
gjörla stöðu og hagsmunum um-
bjóðenda sinna en reyndi þó að
mikilvægt er að kynna sér að-
stæður sjálfur. „Einhverju sinni
snemma á árinu 1980 kom til
mín ungur maður, þá skipverji á
einum togara Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, og leitaði hjá mér
svara við ákveðnum réttindamál-
um sínum. Þegar hann var farinn
gerði ég mér ljóst að ég þekkti
lítið til hvernig hlutirnir gerðust
á skuttogurunum; mín þekking
miðaðist við kaupskipin og síðu-
togarana sem ég hafði verið á sem
ungur maður. Ég lét því slag
standa, setti mig í samband við
BÚR og falaðist eftir plássi.
Skammur tími leið uns ég var
kominn út á Vestfjarðamið þar
sem ég var háseti á Hjörleifi RE.
Eftir þetta fór ég næstu árin
nokkra túra á hverju ári á fiski-
og fragskiptum. Með því tókst
mér að skilja betur aðstæður
þeirra manna sem ég starfaði fyr-
ir. Rétt eins og ég vona að sjó-
mannadagurinn veki land-
krabbana til umhugsunar um
mikilvægi sjómannastéttarinnar.“
„Hér í Reykjavík er Hátíð hafsins nú seinni árin haldin um sjómannadagshelgina, sem
hefur aftur styrkt þennan hátíðisdag mjög í sessi, svo engum þykir hann í dag mega
missa sín,“ segir Guðmundur Hallvarðsson m.a. í viðtalinu.
45
S J Ó M A N N A DA G U R I N N