Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 39

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 39
39 F I S K I M J Ö L Niðurstöður Prófuð voru mismunandi sýni af loðnu-, síldar- og kolmunna- mjöli, og gerð á þeim stöðug- leikapróf, hefðbundnar þránunar- mælingar og ýmsar aðrar lítt reyndar mælingar eins og mæling á flúrljómandi efnum, litarmæl- ingar og mælingar með rafnefi. Margar þeirra aðferða sem próf- aðar voru á fiskimjölinu reyndust gefa misvísandi svör, það er mæligildin ýmist hækkuðu eða lækkuðu með geymslutíma. Áreiðanlegustu aðferðirnar reynd- ust vera stöðugleikapróf með Ox- ipres-tæki og mælingar á litar- breytingum sem verða á mjöli með tíma. Þessar aðferðir reynd- ust hafa háa fylgni hver við aðra (r = 0,77) og við ýmsar aðrar mæl- ingar sem sýndu hækkun með geymslutíma mjölsins. Það voru einkum mælingar á litarbreyting- um á mjöli sem sýndu háa fylgni við mæliþætti eins og brún litar- efni mæld með ljósgleypnimæli og magn flúrljómandi efna og konjúgeraða tríena í mjölfitunni. Hins vegar sýndi hvorug þessara aðferða marktæka fylgni (P < 0,05) við magn pólaðra efna í mjölfitunni, en sú mæling er mikið notuð til þess að ákvarða gæði steikarfitu eftir hitun. Kost- urinn við mælingar á stöðug- leikaprófi með Oxipres-tæki og mælingar á litarbreytingum með tíma í mjölinu, er sá að ekki er þörf á neinni meðhöndlun á fiski- mjölinu fyrir mælingu. Flestar mælingar á gæðum fitu krefjast þess að fyrst sé fitan einangruð úr sýninu með lífrænum leysum, sem gerir kröfu um sérstakar var- úðarráðstafanir og auk þess er fituútdrátturinn tímafrekur. Stöð- ugleikapróf með Oxipres-tæki, eða sambærileg próf, hafa þekkst um nokkurt skeið og er einkum notuð á fitu og olíu, en einnig er hægt að nota þau á fiturík mat- væli, fóður og mjöl. Oxipres mælingar krefjast ákveðinna tækja, tækni og útreikninga við að meta niðurstöður, sem væntan- lega hefur gert það að verkum að aðferðin hefur ekki náð mikilli útbreiðslu. Litarmælingar eru hins vegar mikið notaðar við gæðaeftirlit á matvælum, en að- ferðin hefur ekki náð útbreiðslu í gæðaeftirliti á fóðri og mjöli svo vitað sé. Í þessari rannsókn var sett upp einfalt geymsluþolspróf þar sem fiskimjölið var mælt fyrir og eftir tveggja mánaða geymslu við 10°C. Liturinn á mjölinu var mældur með litarmæli (Minolta CR-300 Chroma meter, Minolta Camera Co., Ltd., Osaka, Japan) fyrir og eftir geymslutímann. Í flestum tilfellum jókst guli litur mjölsins við geymsluna (Mynd 1), en það var mæling á heildar- litarbreytingu (_E*ab) sem gaf áreiðanlegustu niðurstöðurnar (Mynd 2), þ.e. því hærra _E*ab, því minni var stöðugleiki mjöls- ins á Oxipres-prófi og fyrrgreind- um aðferðum eins og mælingu á brúnum litarefnum, flúrljómandi efnum og konjuúgeruðum tríen- um í mjölfitunni. Til samanburð- ar við tveggja mánaða geymslu- tíma var prófað að geyma mjölið í tvo tíma við 105°C og mæla lit- inn á mjölinu fyrir og eftir hitun. Niðurstöður gáfu jákvæðar vís- bendingar um að hægt væri að flýta geymsluþolsprófinu með því að hækka hitann, því fylgnin á milli þessara tveggja prófa var marktæk með fylgnistuðulinn, r = 0,72 (P < 0,05). Lokaorð Markaður fyrir fiskimjöl er vax- andi, einkum vegna aukningar í fiskeldi í heiminum. Samkvæmt mati Alþjóðasamtaka fiskimjöls- framleiðenda munu gæðakröfur til fiskimjöls aukast í framtíðinni, því fóðurframleiðendum er í mun að þróa fóður sem eykur vaxtar- hraða og bætir fóðurstuðla. Fiski- mjölsiðnaðurinn hefur mikla möguleika til þess að bæta gæði framleiðslu sinnar og þar er mik- ilvægt að hafa aðgengilegar mæli- aðferðir til þess að tryggja gæði mjölsins. Í þessari rannsókn var gerð um- fangsmikil prófun á mismunandi aðferðum við mælingar á stöðug- leika fiskimjöls gagnvart þránun. Margar þessar aðferðir, sem ekki hafa verið prófaðar á Rf áður, eru nú notaðar í öðrum verkefnum og mælingar á stöðugleika með Ox- ipres-tæki hafa verið nýttar við ýmsar samanburðarmælingar. Niðurstöður þessarar rannsókn- ar eru upplýsingar um breytileg- an stöðugleika fiskimjöls eftir vinnslu og gerð hráefnisins. Af þeim mælingum sem prófaðar voru á fiskimjölinu reyndust stöðugleikapróf með Oxipres- tæki og litarmælingar með ein- faldri gerð af litarmæli gefa hvað besta raun. Heimildir (1) Miller, E. L. and Pike, I. H. 1988. Special product fish meals - An outline of projects undertaken by association members. Int. Assoc. Fish Meal Manuf., September. (2) Watanabe, T. 1982. Lipid nutrition in fish. Comp. Biochem. Physiol., 73B: 3-15. (3) Opstvedt, J. 1975. Influence of Res- idual Lipids on the Nutritive Value of Fish Meal. VII. Effect of Lipid Oxidation on Protein Quality of Fish Meal. Acta Agriculturæ Scandinavica, 25, 53-71. (4) Heiða Pálmadóttir, Elísabet Pálma- dóttir og Geir Arnesen. 1987. Fitusýrur í íslensku fiskmjöli, Skýrsla Rf, pp 1-12. (5) Snorri Þórisson og Margrét Braga- dóttir. 1994. Oxidative stability of fish meal. - A report for the IAMS company and SR-meal Ltd. Skýrsla Rf 35, pp 1-7. (6) Soffía Vala Tryggvadóttir 1992. Stöðlun fiskmjöls til fiskfóðurgerðar. Eldisfréttir, 8(2): 8-10. (7) Margrét Bragadóttir. 2001. On the Stability of Icelandic Capelin Meal. MS thesis. University of Iceland, pp 1-87. Margrét Bragadóttir og Margrét Geirsdóttir við litarmælingar á fiskimjöli.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.