Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 35

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 35
35 B E I T U F R A M L E I Ð S L A Aðlögun ehf., félag í eigu Sveinbjörns og Elínar Bergsdótt- ur, eiginkonu hans, festi kaup á Norðurtangahúsinu undir lok árs 2002 af Þróunarsjóði sjávarút- vegsins og síðan hefur verið unnið að því að setja þar upp fullkomna beituframleiðslulínu, sem á und- anförnum vikum hefur verið keyrð og gefið góða raun. Svein- björn segir að það sem af er lofi verksmiðjan góðu, tæknilega sé hún vel búin, þótt vissulega megi alltaf gera þar bragarbót. „En ég skal alveg viðurkenna að fjárhags- legt svigrúm okkar er takmörk- unum háð, enda vil ég segja að við höfum ekki fengið verðugan stuðning við þetta verkefni. Þó vil ég taka það skýrt fram að sumir aðilar hafa stutt okkur í þessu verkefni, en hins vegar er hér um að ræða svo stórt við- fangsefni og án fyrirmyndar að betur má ef duga skal,“ segir Sveinbjörn. Átta ára verkefni Forsaga þessa máls er sú að veið- arfæraverslunin Dímon í Reykja- vík hóf að vinna að þessu verkefni árið 1996. Evrópusambandið kom síðan með fjárhagslegan stuðning inn í verkefnið og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins tengdist því líka. Um áramótin 2000 var Sveinbjörn Jónsson ráð- inn verkefnisstjóri að verkefninu, en hann hafði lengi verið sjómað- ur vestur á Suðureyri við Súg- andafjörð. „Við fórum í tilraunir árið 2001 sem sýndi okkur fram að á beituframleiðsla væri vel möguleg. Í framhaldinu settum við upp litla tilraunaverksmiðju í kjallaranum hjá Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins og nú er svo komið að búið er að setja upp al- vöru verksmiðju vestur á Ísafirði. Þessi verksmiðja er fullnægjandi sem framleiðslutæki til þess að framleiða beitu í nægilegu magni til að það geti borið sig. Haustið 2002 framleiddum við á þremur mánuðum um 30 þúsund beitur, en það magn getum við nú fram- leitt á þremur klukkustundum. Afkastagetan er því umtalsverð,“ segir Sveinbjörn og bætir við að þessi mikla afkastageta geri það að verkum að auðvelt sé og til- tölulega fljótlegt að gera prufur með nýjar tegundir af beitum í umtalsverðu magni. „Til þessa höfum við fyrst og fremst einbeitt okkur að hefðbundnum beituteg- undum og því sem þeim líkist, en möguleikar okkar í hráefnisnotk- un eru þó nánast endalausir.“ Beiturnar eru staðlaðar í stærð og lögun. „Núna erum við að framleiða staðlaðar beitur fyrir króka númer 7 og 11,“ segir Sveinbjörn. Sveinbjörn Jónsson, forsvarsmaður beituverksmiðju á Ísafirði: Tel að við höfum nú þegar unnið ákveðið afrek - en aukið fjármagn vantar til að ljúka fjármögnun og styrkja reksturinn „Tæknilega hefur þetta gengið prýðilega. Við erum komnir með verk- smiðju á Ísafirði sem getur framleitt beitu í umtalsverðu magni. Það hefur verið lagt í mikla vinnu við rannsóknir og sumt af þeirri vinnu á sér ekki hliðstæðu í veröldinni, og nýtist vonandi við val á hráefni í framtíðinni. Fjárhagslega er þetta dæmi hins vegar nokkuð snúið, það er ljóst að töluverða fjármuni skortir inn í reksturinn,“ segir Sveinbjörn Jónsson, sem er í forsvari fyrir beituverksmiðju Aðlöðunar hf. í Norður- tangahúsinu á Ísafirði. Sveinbjörn Jónsson fyrir framan Norðurtangahúsið á Ísafirði. Myndir: Halldór Sveinbjörnsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.